„Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2025 20:35 Helgi Magnús segist ekki trúa öðru en að Kourani verði kominn aftur til landsins þegar honum lystir. vísir „Megi hann fara og vera en ég vona svo sannarlega að hann komi aldrei aftur til Íslands,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkssaksóknari um nýjustu vendingar í máli Mohamads Kourani. Helgi, sem sætti líflátshótunum frá Kourani í mörg ár, er þó viss um að Kourani komist áfallalaust inn í landið á ný reyni hann það. Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Oft hugsað um framhaldið Áður hefur verið fjallað um áralangar líflátshótanir sem Helgi Magnús og fjölskylda hans þurfti að sitja undir af hendi Kourani. Helgi Magnús vakti athygli síðasta sumar er hann var ómyrkur í máli þegar hann ræddi mál Kourani eftir að hann var sakfelldur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Sjá einnig: „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ „Ég mun ekki sjá eftir honum. Ég hef velt því fyrir mér hvernig þetta yrði ef hann yrði látinn laus á reynslulausn. Hvort hann myndi halda uppteknum hætti eða hvort ég þyrfti að vera að fylgjast með hvort hann nálgaðist mig eða börnin mín og fjölskyldu,“ segir Helgi Magnús í samtali við fréttastofu. „Ég tjáði mig um þennan mann og hvernig það væri að sitja undir þessu og þú veist hvernig það endaði.“ Sakar yfirvöld um sleifarlag Í kjölfar ummæla Helga Magnúsar óskaði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra að hann yrði leystur frá störfum. Guðrún komst að þeirri niðurstöðu í september í fyrra að ummæli Helga Magnúsar hafi verið óviðeigandi en hann yrði ekki leystur frá störfum. Í vor var aftur á móti greint frá því að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefði boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, boð sem Helgi Magnús hafnaði og lét því alfarið af störfum hjá ríkinu. Sem fyrr segir fær Kourani ekki að koma aftur til landsins í þrjátíu ár eftir að honum verður vísað úr landi brott. Helgi Magnús segir þó alls ekki útilokað að hann komi aftur til landsins áfallalaust. Hann sakar yfirvöld um sleifarlag í málinu frá því að hann braut fyrst af sér fyrir átta árum síðan. „Við þekkjum þá sögu sem hefur verið síðan. Hann er búinn að vera á okkar framfæri í því að beita ofbeldi og hótunum. Síðan hefur verið talað um þessi ónýtu útlendingalög sem voru náttúrlega grundvöllurinn að þessu öllu,“ segir Helgi Magnús og vísar til átján mánaða reglunnar. Dvalarleyfisumsókn Kourani var ekki afgreidd innan átján mánaða frá því að hún barst og því fékk hann dvalarleyfi á grundvelli reglunnar. Komi aftur „þegar honum hentar“ Dómsmálaráðherra hyggst á núlíðandi þingi leggja fram lagafrumvarp þar sem átján mánaða reglan, sem er séríslensk, er felld úr gildi. Þá felur frumvarpið í sér reglu um afturköllun alþjóðlegrar verndar hafi handhafi hennar brotið alvarlega af sér. Helgi Magnús hefur litla trú á áformum ráðherra. „Það hefur ekki orðið neitt úr neinu hjá þessu fólki annað en tal og hjal. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að þessi maður geti bara komið hingað þegar honum hentar, bara ef honum sýnist,“ segir Helgi Magnús sem segir landamærin galopin. „Í mörg ár hafa menn verið fluttir úr landi með öllum tilkostnaði í lögreglufylgd og þrátt fyrir endurkomubann eru þeir komnir aftur til landsins á undan lögreglumönnunum.“ Þá segir hann Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum þann eina á landinu sem ráðist hefði af nægilegri hörku í útlendingamálin. Úlfar lauk störfum sem lögreglustjóri í maí eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti honum að staða lögreglustjórans yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það er búið að reka eina lögreglustjórann í landinu sem hefur staðið í fæturna gagnvart þessum glæpamönnum hér, Úlfar Lúðvíksson. Ég hef ekki trú á öðru en að það sem þó var verið að reyna að stoppa í götin í Keflavíkurflugvelli, þau göt séu öll galopin aftur. Af einhverjum ástæðum hefur hann verið látinn hætta, væntanlega hefur hann ekki sýnt af sér sama sleifarlagið og ráðherrar hafa gert hingað til.“ Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Landamæri Tengdar fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 15. september 2025 16:47 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Oft hugsað um framhaldið Áður hefur verið fjallað um áralangar líflátshótanir sem Helgi Magnús og fjölskylda hans þurfti að sitja undir af hendi Kourani. Helgi Magnús vakti athygli síðasta sumar er hann var ómyrkur í máli þegar hann ræddi mál Kourani eftir að hann var sakfelldur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Sjá einnig: „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ „Ég mun ekki sjá eftir honum. Ég hef velt því fyrir mér hvernig þetta yrði ef hann yrði látinn laus á reynslulausn. Hvort hann myndi halda uppteknum hætti eða hvort ég þyrfti að vera að fylgjast með hvort hann nálgaðist mig eða börnin mín og fjölskyldu,“ segir Helgi Magnús í samtali við fréttastofu. „Ég tjáði mig um þennan mann og hvernig það væri að sitja undir þessu og þú veist hvernig það endaði.“ Sakar yfirvöld um sleifarlag Í kjölfar ummæla Helga Magnúsar óskaði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra að hann yrði leystur frá störfum. Guðrún komst að þeirri niðurstöðu í september í fyrra að ummæli Helga Magnúsar hafi verið óviðeigandi en hann yrði ekki leystur frá störfum. Í vor var aftur á móti greint frá því að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefði boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, boð sem Helgi Magnús hafnaði og lét því alfarið af störfum hjá ríkinu. Sem fyrr segir fær Kourani ekki að koma aftur til landsins í þrjátíu ár eftir að honum verður vísað úr landi brott. Helgi Magnús segir þó alls ekki útilokað að hann komi aftur til landsins áfallalaust. Hann sakar yfirvöld um sleifarlag í málinu frá því að hann braut fyrst af sér fyrir átta árum síðan. „Við þekkjum þá sögu sem hefur verið síðan. Hann er búinn að vera á okkar framfæri í því að beita ofbeldi og hótunum. Síðan hefur verið talað um þessi ónýtu útlendingalög sem voru náttúrlega grundvöllurinn að þessu öllu,“ segir Helgi Magnús og vísar til átján mánaða reglunnar. Dvalarleyfisumsókn Kourani var ekki afgreidd innan átján mánaða frá því að hún barst og því fékk hann dvalarleyfi á grundvelli reglunnar. Komi aftur „þegar honum hentar“ Dómsmálaráðherra hyggst á núlíðandi þingi leggja fram lagafrumvarp þar sem átján mánaða reglan, sem er séríslensk, er felld úr gildi. Þá felur frumvarpið í sér reglu um afturköllun alþjóðlegrar verndar hafi handhafi hennar brotið alvarlega af sér. Helgi Magnús hefur litla trú á áformum ráðherra. „Það hefur ekki orðið neitt úr neinu hjá þessu fólki annað en tal og hjal. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að þessi maður geti bara komið hingað þegar honum hentar, bara ef honum sýnist,“ segir Helgi Magnús sem segir landamærin galopin. „Í mörg ár hafa menn verið fluttir úr landi með öllum tilkostnaði í lögreglufylgd og þrátt fyrir endurkomubann eru þeir komnir aftur til landsins á undan lögreglumönnunum.“ Þá segir hann Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum þann eina á landinu sem ráðist hefði af nægilegri hörku í útlendingamálin. Úlfar lauk störfum sem lögreglustjóri í maí eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti honum að staða lögreglustjórans yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það er búið að reka eina lögreglustjórann í landinu sem hefur staðið í fæturna gagnvart þessum glæpamönnum hér, Úlfar Lúðvíksson. Ég hef ekki trú á öðru en að það sem þó var verið að reyna að stoppa í götin í Keflavíkurflugvelli, þau göt séu öll galopin aftur. Af einhverjum ástæðum hefur hann verið látinn hætta, væntanlega hefur hann ekki sýnt af sér sama sleifarlagið og ráðherrar hafa gert hingað til.“
Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Landamæri Tengdar fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 15. september 2025 16:47 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 15. september 2025 16:47
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent