Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Árni Sæberg skrifar 15. september 2025 16:47 Guðmundur Ingi vill að Kourani verði náðaður. Vísir Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir í færslu á Facebook að það að bíða með að vísa Kourani úr landi til ársins 2028 muni kosta íslenskt samfélag um hálfan milljarð króna. Það sé til viðbótar við þær 200 milljónir króna sem þegar hafi verið varið í að vista Kourani í fangelsi, enda fari mikill mannafli í vistun hans. Eigi ekki heima í fangelsi hvort sem er „Til samanburðar er þarna um að ræða helmingi hærri upphæð en sú viðbót sem ríkisstjórnin ákvað nýverið að veita Fangelsismálastofnun til að mæta rekstrarvanda og halda úti fangavarðaskólanum fyrir næsta ár. Hálfur milljarður myndi nægja til að fjármagna starfsemi Afstöðu – réttindafélags í áratug!“ Þá bendir Guðmundur Ingi á að þessir fjármunir gætu farið í forvarnir, stuðning og raunverulegt öryggi fyrir samfélagið í stað þess að verja þeim í að halda einum einstaklingi í fangelsi árum saman, sem hvort sem er verði vísað úr landi og hafi samþykkt endurkomubann. Fyrir utan allt þetta sé Kourani veikur einstaklingur, sem eigi ekki að vera í fangelsi. Forseti getur náðað eftir tillögu ráðherra „Það eru fá rök sem eru fyrir því að íslenskt samfélag beri slíkan kostnað þegar niðurstaðan liggur fyrir, að hann hafi afsalað sér alþjóðlegri vernd. Ég hvet dómsmálaráðherra til að náða Kourani og senda hann úr landi með endurkomubann strax á morgun og nota þá fjármuni sem ella munu fara í vistun hans hér á landi í etthvað gagnlegra, eins og t.d. að styðja við starfsemi Afstöðu,“ segir Guðmundur Ingi. Rétt er að taka fram að náðunarvald er hjá forseta Íslands en ekki dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið leggur aftur á móti tillögu um náðun fyrir forsetann. Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Dómsmál Tengdar fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. 3. apríl 2025 12:29 Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir í færslu á Facebook að það að bíða með að vísa Kourani úr landi til ársins 2028 muni kosta íslenskt samfélag um hálfan milljarð króna. Það sé til viðbótar við þær 200 milljónir króna sem þegar hafi verið varið í að vista Kourani í fangelsi, enda fari mikill mannafli í vistun hans. Eigi ekki heima í fangelsi hvort sem er „Til samanburðar er þarna um að ræða helmingi hærri upphæð en sú viðbót sem ríkisstjórnin ákvað nýverið að veita Fangelsismálastofnun til að mæta rekstrarvanda og halda úti fangavarðaskólanum fyrir næsta ár. Hálfur milljarður myndi nægja til að fjármagna starfsemi Afstöðu – réttindafélags í áratug!“ Þá bendir Guðmundur Ingi á að þessir fjármunir gætu farið í forvarnir, stuðning og raunverulegt öryggi fyrir samfélagið í stað þess að verja þeim í að halda einum einstaklingi í fangelsi árum saman, sem hvort sem er verði vísað úr landi og hafi samþykkt endurkomubann. Fyrir utan allt þetta sé Kourani veikur einstaklingur, sem eigi ekki að vera í fangelsi. Forseti getur náðað eftir tillögu ráðherra „Það eru fá rök sem eru fyrir því að íslenskt samfélag beri slíkan kostnað þegar niðurstaðan liggur fyrir, að hann hafi afsalað sér alþjóðlegri vernd. Ég hvet dómsmálaráðherra til að náða Kourani og senda hann úr landi með endurkomubann strax á morgun og nota þá fjármuni sem ella munu fara í vistun hans hér á landi í etthvað gagnlegra, eins og t.d. að styðja við starfsemi Afstöðu,“ segir Guðmundur Ingi. Rétt er að taka fram að náðunarvald er hjá forseta Íslands en ekki dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið leggur aftur á móti tillögu um náðun fyrir forsetann.
Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Dómsmál Tengdar fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. 3. apríl 2025 12:29 Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. 3. apríl 2025 12:29
Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10
Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34