Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2025 09:19 Sygjendur bera kistu eins þeirra þrettán sem breskir hermenn skutu til bana í Derry á Norður-Írlandi á blóðuga sunnudeginum árið 1972. AP Réttarhöld yfir breskum uppgjafarhermanni fyrir morð og tilraunir til manndráps í Londonderry/Derry á Norður-Írlandi á blóðuga sunnudeginum svonefnda hefjast í dag. Enginn hefur nokkru sinni verið dæmdur sekur um fjöldamorðið. Breskir hermenn skutu þrettán óvopnaða óbreytta borgara til bana og særðu fimmtán til viðbótar í mótmælum í borginni Derry/Londonderry 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur verið nefndur „blóðugi sunnudagurinn“. Sakborningurinn í málinu sem hefst í dag var fallhlífahermaður. Hann er sakaður um að hafa myrt tvo og reynt að drepa fimm til viðbótar. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur öðruvísi en sem „hermaður F“ og í dómsal verður hann á bak við tjöld til þess að vernda hann fyrir mögulegum hefndarverkum. Fjölskyldur þeirra myrtu hafa þurft að bíða í meira en hálfa öld eftir réttlæti og ljóst er að flestar þeirra fá aldrei að upplifa það. Bresk stjórnvöld sögðu upphaflega að hermennirnir hefðu skotið í sjálfsvörn á vopnaða menn sem réðust á þá. Þeir voru allir hreinsaðir af sök. Þegar atburðirnir voru rannsakaðir á ítarlegri hátt árið 2010 var niðurstaðan sú að hermennirnir hefðu skotið á óvopnað fólk sem var að flýja og að þeir hefðu svo logið um það áratugum saman. Það tók svo sjö ár frá því að lögregla hóf rannsókn að gefa út ákæru. Þá var aðeins hermaður F ákærður en sextán aðrir sluppu við ákæru á þeim forsendum að ekki væru næg sönnunargögn fyrir hendi gegn þeim. Tveimur árum síðar felldi saksóknari ákæruna niður á þeim forsendum að hún þætti ekki líkleg til sakfellingar. Fjölskylda eins þeirra myrtu fékk þeirri niðurstöðu hnekkt. Hermaðurinn hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Norður-Írland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Breskir hermenn skutu þrettán óvopnaða óbreytta borgara til bana og særðu fimmtán til viðbótar í mótmælum í borginni Derry/Londonderry 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur verið nefndur „blóðugi sunnudagurinn“. Sakborningurinn í málinu sem hefst í dag var fallhlífahermaður. Hann er sakaður um að hafa myrt tvo og reynt að drepa fimm til viðbótar. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur öðruvísi en sem „hermaður F“ og í dómsal verður hann á bak við tjöld til þess að vernda hann fyrir mögulegum hefndarverkum. Fjölskyldur þeirra myrtu hafa þurft að bíða í meira en hálfa öld eftir réttlæti og ljóst er að flestar þeirra fá aldrei að upplifa það. Bresk stjórnvöld sögðu upphaflega að hermennirnir hefðu skotið í sjálfsvörn á vopnaða menn sem réðust á þá. Þeir voru allir hreinsaðir af sök. Þegar atburðirnir voru rannsakaðir á ítarlegri hátt árið 2010 var niðurstaðan sú að hermennirnir hefðu skotið á óvopnað fólk sem var að flýja og að þeir hefðu svo logið um það áratugum saman. Það tók svo sjö ár frá því að lögregla hóf rannsókn að gefa út ákæru. Þá var aðeins hermaður F ákærður en sextán aðrir sluppu við ákæru á þeim forsendum að ekki væru næg sönnunargögn fyrir hendi gegn þeim. Tveimur árum síðar felldi saksóknari ákæruna niður á þeim forsendum að hún þætti ekki líkleg til sakfellingar. Fjölskylda eins þeirra myrtu fékk þeirri niðurstöðu hnekkt. Hermaðurinn hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu.
Norður-Írland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira