Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 10:03 Víkingur gæti komist á topp Bestu deildarinnar í dag og Vestri er eitt þeirra liða sem berjast um sæti í efri hlutanum fyrir skiptingu. vísir/Diego Það er hart barist um alla deild í Bestu deild karla í fótbolta og þannig verður það í 22. umferðinni í dag, lokaumferðinni áður en deildinni verður skipt í efri og neðri hluta. Stórleikur á Hlíðarenda, botnslagur og fimm lið keppa um síðustu tvö lausu sætin í efri hlutanum. Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu: Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu í tvo sex liða hluta.Vísir Það er til mikils að vinna fyrir liðin að komast í efri hlutann því segja má að öll liðin í neðri hlutanum séu enn í fallbaráttu, svo jöfn er deildin. Neðstu tvö liðin, ÍA og Afturelding, mætast á morgun og því ljóst að annað þeirra mun færast nær næstu liðum og soga þau nær fallsæti. Í kvöld er svakalegur leikur í titilbaráttunni því Valur og Stjarnan mætast á Hlíðarenda og getur Stjarnan jafnað Val að stigum með sigri. Víkingar geta þá verið búnir að koma sér á toppinn því þeir mæta KR síðdegis. KR-ingar eiga ekki lengur von um að komast í efri hlutann og eru raunar aðeins þremur stigum frá fallsæti, og fimm stigum frá botninum. Í baráttunni um að enda í efri hlutanum eru fimm lið að berjast, og fjögur þeirra mætast innbyrðis í dag. Eyjamenn mæta svo Breiðabliki á morgun og munu þá vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að enda í efri hlutanum, en þeir sitja í 7. sæti. KA og Vestri mætast á Akureyri og ef hvorugt liðið vinnur er afar líklegt að þau endi bæði í neðri hlutanum. Sigurliðið á hins vegar von. FH og Fram mætast í Kaplakrika og þar dugar FH jafntefli (nema Vestri vinni átta marka sigur á KA) til að tryggja sig í efri hlutann en Fram þarf sigur til þess að þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Hvaða lið enda í efri hlutanum? Valur, Víkingur, Stjarnan og Breiðablik verða í efri hlutanum en hvaða tvö lið verða með þeim þar? Hér eru möguleikarnir: FH: Öruggt í efri hlutann með sigri og nánast öruggt með jafntefli (ekki nema Vestri vinni átta marka sigur á KA). Ef FH tapar þarf liðið að treysta á að Vestri vinni ekki KA og að ÍBV vinni ekki Breiðablik. Fram: Þarf að vinna FH til að tryggja sér sæti í efri hlutanum. Jafntefli dugar ef Vestri vinnur ekki KA og ÍBV vinnur ekki Breiðablik. ÍBV: Er í þeirri stöðu að vita önnur úrslit fyrir leik sinn við Breiðablik en mun alltaf þurfa að minnsta kosti jafntefli. Hentar best að FH vinni Fram og að Vestri vinni ekki KA. Vestri: Dugar að öllum líkindum ekkert nema sigur gegn KA en þarf svo að treyst á að ÍBV vinni ekki Breiðablik. KA: Dugar ekkert nema sigur gegn Vestra. Er með afar slæma markatölu og þarf að treysta á að Fram tapi gegn FH og ÍBV tapi gegn Breiðabliki. Eftir að deildinni hefur verið skipt upp leika liðin svo fimm umferðir sem búast má við að verði æsispennandi, á toppi sem og botni. Besta deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu: Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu í tvo sex liða hluta.Vísir Það er til mikils að vinna fyrir liðin að komast í efri hlutann því segja má að öll liðin í neðri hlutanum séu enn í fallbaráttu, svo jöfn er deildin. Neðstu tvö liðin, ÍA og Afturelding, mætast á morgun og því ljóst að annað þeirra mun færast nær næstu liðum og soga þau nær fallsæti. Í kvöld er svakalegur leikur í titilbaráttunni því Valur og Stjarnan mætast á Hlíðarenda og getur Stjarnan jafnað Val að stigum með sigri. Víkingar geta þá verið búnir að koma sér á toppinn því þeir mæta KR síðdegis. KR-ingar eiga ekki lengur von um að komast í efri hlutann og eru raunar aðeins þremur stigum frá fallsæti, og fimm stigum frá botninum. Í baráttunni um að enda í efri hlutanum eru fimm lið að berjast, og fjögur þeirra mætast innbyrðis í dag. Eyjamenn mæta svo Breiðabliki á morgun og munu þá vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að enda í efri hlutanum, en þeir sitja í 7. sæti. KA og Vestri mætast á Akureyri og ef hvorugt liðið vinnur er afar líklegt að þau endi bæði í neðri hlutanum. Sigurliðið á hins vegar von. FH og Fram mætast í Kaplakrika og þar dugar FH jafntefli (nema Vestri vinni átta marka sigur á KA) til að tryggja sig í efri hlutann en Fram þarf sigur til þess að þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Hvaða lið enda í efri hlutanum? Valur, Víkingur, Stjarnan og Breiðablik verða í efri hlutanum en hvaða tvö lið verða með þeim þar? Hér eru möguleikarnir: FH: Öruggt í efri hlutann með sigri og nánast öruggt með jafntefli (ekki nema Vestri vinni átta marka sigur á KA). Ef FH tapar þarf liðið að treysta á að Vestri vinni ekki KA og að ÍBV vinni ekki Breiðablik. Fram: Þarf að vinna FH til að tryggja sér sæti í efri hlutanum. Jafntefli dugar ef Vestri vinnur ekki KA og ÍBV vinnur ekki Breiðablik. ÍBV: Er í þeirri stöðu að vita önnur úrslit fyrir leik sinn við Breiðablik en mun alltaf þurfa að minnsta kosti jafntefli. Hentar best að FH vinni Fram og að Vestri vinni ekki KA. Vestri: Dugar að öllum líkindum ekkert nema sigur gegn KA en þarf svo að treyst á að ÍBV vinni ekki Breiðablik. KA: Dugar ekkert nema sigur gegn Vestra. Er með afar slæma markatölu og þarf að treysta á að Fram tapi gegn FH og ÍBV tapi gegn Breiðabliki. Eftir að deildinni hefur verið skipt upp leika liðin svo fimm umferðir sem búast má við að verði æsispennandi, á toppi sem og botni.
Besta deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira