Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2025 11:40 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra fundar um helgina með kollegum sínum á Norðurlöndunum á Grænlandi. Hún segir mikilvægt að Ísland sýni Grænlendingum að við styðjum þá í að taka eigin ákvarðanir. Síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við í byrjun árs hefur hann reglulega haft orð á því að hann girnist Grænland. Bandaríkjamenn með tengsl við Trump eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á þessari stærstu eyju heims og talið er að Trump vilji grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er stödd í Grænlandi þessa dagana þar sem hún fundar með grænlenska kollega sínum og utanríkisráðherrum annarra Norðurlanda. Hún segir mikilvægt að sýna Grænlendingum að Ísland styðji þá og þeirra ákvarðanir um sína eigin framtíð. „Við Íslendingar getum komið með ýmislegt að og við getum líka lært af Grænlendingum. Ég vona að þetta leiði allt saman til þess að tengsl milli Grænlands, Íslands og fleiri landa styrkist enn frekar á þessum tímum þar sem órói í heiminum er allt of mikill,“ segir Þorgerður. Meðal þess sem Þorgerður mun ræða við kollega sína eru kaup Dana á loftvarnarkerfi fyrir yfir ellefu hundruð milljarða króna. „Ég er að tala um samstarf ríkjanna en frekar þegar kemur að öryggi og vörnum. Það er eitthvað sem er sífellt í gangi. Öll tækifæri sem gefast, við notum þau í að styrkja tengsl landa við Ísland og það hvernig við getum eflt okkar öryggi og varnir. Það þarf ýmis tæki og tól til þess,“ segir Þorgerður. Grænland Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við í byrjun árs hefur hann reglulega haft orð á því að hann girnist Grænland. Bandaríkjamenn með tengsl við Trump eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á þessari stærstu eyju heims og talið er að Trump vilji grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er stödd í Grænlandi þessa dagana þar sem hún fundar með grænlenska kollega sínum og utanríkisráðherrum annarra Norðurlanda. Hún segir mikilvægt að sýna Grænlendingum að Ísland styðji þá og þeirra ákvarðanir um sína eigin framtíð. „Við Íslendingar getum komið með ýmislegt að og við getum líka lært af Grænlendingum. Ég vona að þetta leiði allt saman til þess að tengsl milli Grænlands, Íslands og fleiri landa styrkist enn frekar á þessum tímum þar sem órói í heiminum er allt of mikill,“ segir Þorgerður. Meðal þess sem Þorgerður mun ræða við kollega sína eru kaup Dana á loftvarnarkerfi fyrir yfir ellefu hundruð milljarða króna. „Ég er að tala um samstarf ríkjanna en frekar þegar kemur að öryggi og vörnum. Það er eitthvað sem er sífellt í gangi. Öll tækifæri sem gefast, við notum þau í að styrkja tengsl landa við Ísland og það hvernig við getum eflt okkar öryggi og varnir. Það þarf ýmis tæki og tól til þess,“ segir Þorgerður.
Grænland Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira