Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 16:40 Fundur Trumps og Pútíns í ágúst virtist nokkuð vinalegur, en nú kveðst Bandaríkjaforseti tilbúinn að ráðast í refsiaðgerðir gegn Rússum. En fyrst vill hann að NATO-ríki hætti að kaupa Rússneska olíu. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna,“ skrifar Trump. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. Bandaríkjaforseti skrifar á Truth Social að það sé „átakanlegt“ að sjá að sum bandalagsríki NATO kaupi enn olíu af Rússum. Sagði hann það „veikja verulega“ samningsstöðu NATO gagnvart Rússlandi. Hann skorar á öll NATO-ríki að hætta að kaupa olíu úr Rússlandi og hótar Kína 50 til 100 prósenta tollum vegna olíukaupa þeirra af Rússum. „Kína hefur mikla stjórn, og jafnvel tangarhald, á Rússlandi og þessir öflugu tollar munu brjóta það tangarhald,“ skrifar Trump á sinn Truth Social í dag. Hann telur að skuldbinding NATO til að vinna stríðið „hafi verið mun minni en 100%“. Forseti Bandaríkjanna ávarpaði þá NATO-þjóðir beint: „Það veikir verulega samningsstöðu ykkar og samningsvald gagnvart Rússlandi.“ Frá árinu 2023 hefur Tyrkland, sem er aðildarríki í NATO, verið þriðji stærsti kaupandi rússneskrar olíu á eftir Kína og Indlandi, sem þó eru ekki aðilar að NATO. Önnur NATO-ríki sem hafa keypt rússneska olíu eru Ungverjaland og Slóvakía. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lofað því að hann geti bundið enda á stríðið þótt honum hafi reyndar enn ekki tekist að binda enda á allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Hann hefur engu að síður haldið því staðfastlega fram að innrásin hefði ekki átt sér stað ef hann hefði verið forseti þegar hún hófst og telur sig geta stöðvað hana. „Þetta er ekki stríð Trumps (það hefði aldrei byrjað ef ég væri forseti),“ skrifar forsetinn um sjálfan sig í þriðju persónu. „Þetta er stríð Bidens og Selenskís. Ég er aðeins hér til að hjálpa til við að stöðva það og bjarga þúsundum rússneskra og úkraínskra mannslífa.“ Í síðasta mánuði tók Trump á móti starfsbróður sínum, Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Alaska þar sem þeir héldu viðræður sem báru þó lítinn árangur. „Ef NATO gerir það sem ég segi mun STRÍÐINU ljúka fljótt,“ skrifar hann og bætir við að þá yrði fjölda mannslífa bjargað. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna.“ Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Bandaríkjaforseti skrifar á Truth Social að það sé „átakanlegt“ að sjá að sum bandalagsríki NATO kaupi enn olíu af Rússum. Sagði hann það „veikja verulega“ samningsstöðu NATO gagnvart Rússlandi. Hann skorar á öll NATO-ríki að hætta að kaupa olíu úr Rússlandi og hótar Kína 50 til 100 prósenta tollum vegna olíukaupa þeirra af Rússum. „Kína hefur mikla stjórn, og jafnvel tangarhald, á Rússlandi og þessir öflugu tollar munu brjóta það tangarhald,“ skrifar Trump á sinn Truth Social í dag. Hann telur að skuldbinding NATO til að vinna stríðið „hafi verið mun minni en 100%“. Forseti Bandaríkjanna ávarpaði þá NATO-þjóðir beint: „Það veikir verulega samningsstöðu ykkar og samningsvald gagnvart Rússlandi.“ Frá árinu 2023 hefur Tyrkland, sem er aðildarríki í NATO, verið þriðji stærsti kaupandi rússneskrar olíu á eftir Kína og Indlandi, sem þó eru ekki aðilar að NATO. Önnur NATO-ríki sem hafa keypt rússneska olíu eru Ungverjaland og Slóvakía. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lofað því að hann geti bundið enda á stríðið þótt honum hafi reyndar enn ekki tekist að binda enda á allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Hann hefur engu að síður haldið því staðfastlega fram að innrásin hefði ekki átt sér stað ef hann hefði verið forseti þegar hún hófst og telur sig geta stöðvað hana. „Þetta er ekki stríð Trumps (það hefði aldrei byrjað ef ég væri forseti),“ skrifar forsetinn um sjálfan sig í þriðju persónu. „Þetta er stríð Bidens og Selenskís. Ég er aðeins hér til að hjálpa til við að stöðva það og bjarga þúsundum rússneskra og úkraínskra mannslífa.“ Í síðasta mánuði tók Trump á móti starfsbróður sínum, Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Alaska þar sem þeir héldu viðræður sem báru þó lítinn árangur. „Ef NATO gerir það sem ég segi mun STRÍÐINU ljúka fljótt,“ skrifar hann og bætir við að þá yrði fjölda mannslífa bjargað. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna.“
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira