Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 11. september 2025 21:03 Gunnar Geir Gunnarsson er deildarstjóri hjá Samgöngustofu. Vísir/Bjarni/Pipar auglýsingastofa Símanotkun við akstur minnkaði umtalsvert á síðasta ári í kjölfar herferðarinnar Ekki taka skjáhættuna. Kostnaður vegna umferðaslysa sem tengd eru símanotkun hleypur á milljörðum árlega en deildarstjóri Samgöngustofu segir vandamálið með þeim stærri í umferðinni í dag. Samkvæmt tölum Samgöngustofu er kostnaður vegna umferðaslysa rúmir 80 milljarðar á ári. Þegar kostnaður umferðarslysa er greindur er skoðaður beinn kostnaður vegna slysa en einnig óbeinn- og óáþreifanlegur kostnaður fyrir hagkerfið í heild eins og vinnutap og minni framleiðni. Kostnaður vegna umferðaslysa hleypur á milljörðum ár hvert.Vísir Samkvæmt greiningu Samgöngustofu eru 10% umferðaslysa rakin til net- og samfélagsmiðlanotkunar og skilaboðasendinga ökumanns. Ökumaður sem gerir slíkt er tuttugu og þrisvar sinnum líklegri að lenda í slysi. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál og í hegðunarkönnuninni þá sjáum við að 30-40% eiga það til að gera þetta, sumir oft, sumir sjaldan og stundum. Þetta er með stærri vandamálum sem við sjáum í umferðinni í dag,“ sagði Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Notkun síma minnkaði um 8,6% Á síðasta ári fóru Samgöngustofa og Sjóvá af stað með herferðina "Ekki taka skjáhættuna" til vitundarvakningar fyrir almenning vegna símanotkunar undir stýri. Talið er að notkun farsíma undir stýri valdi allt að fjórðungi umferðarslysa. Eins og sjá má minnkaði símanotkun á milli áranna 2023 og 2024 og mest í skilaboðsendingum ökumanna.Vísir Samkvæmt árlegri könnun Samgöngustofu dróst símanotkun við akstur saman um 8,6% eftir að herferðinni var hrundið af stað og það jafngildi sparnaði fyrir samfélagið upp á rúmar 700 milljónir króna. „Við metum út frá rannsóknum að 10% af slysum séu vegna þessara ósiða. Þegar við erum að tala um að kostnaður umferðaslysa sé 8,3 milljarðar og svo reiknum við hver fækkunin var, þá gerum við ráð fyrir að slysum hafi fækkað og þar með kostnaður lækkað.“ „Ekki eingöngu vandamál unga fólksins“ Gunnar segir niðurstöðu herferðarinnar vera vonum framar. „Allar svona herferðir hafa einhver áhrif. Þetta er að minna á, fólk er að spegla sjálfan sig í þessari hegðun og að fatta að það er ekki alveg í lagi að haga sér svona.“ Margir tengja vandamálið helst við yngstu ökumennina en Gunnar Geir segir þeim ekki alfarið um að kenna. „Þetta er ekki eingöngu vandamál unga fólksins, þetta nær ansi langt framyfir miðaldra fólk. Það eru í raun allir undir en unga fólkið er vissulega meira áberandi.“ Samgöngur Samgönguslys Tryggingar Umferðaröryggi Slysavarnir Bílar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Samkvæmt tölum Samgöngustofu er kostnaður vegna umferðaslysa rúmir 80 milljarðar á ári. Þegar kostnaður umferðarslysa er greindur er skoðaður beinn kostnaður vegna slysa en einnig óbeinn- og óáþreifanlegur kostnaður fyrir hagkerfið í heild eins og vinnutap og minni framleiðni. Kostnaður vegna umferðaslysa hleypur á milljörðum ár hvert.Vísir Samkvæmt greiningu Samgöngustofu eru 10% umferðaslysa rakin til net- og samfélagsmiðlanotkunar og skilaboðasendinga ökumanns. Ökumaður sem gerir slíkt er tuttugu og þrisvar sinnum líklegri að lenda í slysi. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál og í hegðunarkönnuninni þá sjáum við að 30-40% eiga það til að gera þetta, sumir oft, sumir sjaldan og stundum. Þetta er með stærri vandamálum sem við sjáum í umferðinni í dag,“ sagði Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Notkun síma minnkaði um 8,6% Á síðasta ári fóru Samgöngustofa og Sjóvá af stað með herferðina "Ekki taka skjáhættuna" til vitundarvakningar fyrir almenning vegna símanotkunar undir stýri. Talið er að notkun farsíma undir stýri valdi allt að fjórðungi umferðarslysa. Eins og sjá má minnkaði símanotkun á milli áranna 2023 og 2024 og mest í skilaboðsendingum ökumanna.Vísir Samkvæmt árlegri könnun Samgöngustofu dróst símanotkun við akstur saman um 8,6% eftir að herferðinni var hrundið af stað og það jafngildi sparnaði fyrir samfélagið upp á rúmar 700 milljónir króna. „Við metum út frá rannsóknum að 10% af slysum séu vegna þessara ósiða. Þegar við erum að tala um að kostnaður umferðaslysa sé 8,3 milljarðar og svo reiknum við hver fækkunin var, þá gerum við ráð fyrir að slysum hafi fækkað og þar með kostnaður lækkað.“ „Ekki eingöngu vandamál unga fólksins“ Gunnar segir niðurstöðu herferðarinnar vera vonum framar. „Allar svona herferðir hafa einhver áhrif. Þetta er að minna á, fólk er að spegla sjálfan sig í þessari hegðun og að fatta að það er ekki alveg í lagi að haga sér svona.“ Margir tengja vandamálið helst við yngstu ökumennina en Gunnar Geir segir þeim ekki alfarið um að kenna. „Þetta er ekki eingöngu vandamál unga fólksins, þetta nær ansi langt framyfir miðaldra fólk. Það eru í raun allir undir en unga fólkið er vissulega meira áberandi.“
Samgöngur Samgönguslys Tryggingar Umferðaröryggi Slysavarnir Bílar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent