Tryggingar

Fréttamynd

Sjó­vá tapar hálfum milljarði

Sjóvá tapaði 540 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta var rúmur milljarður, 1.126 milljónir króna, en hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta var 821 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fá engar bætur fyrir stolinn bíl

Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. 

Innlent
Fréttamynd

Ein breyting á stjórn sem leggja á niður

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað stjórn Tryggingarstofnunar sem þó er áformað að leggja niður verði frumvarp ráðherra að lögum. Ein breyting er gerð á fyrri stjórn. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki á­heyrn vegna stympinga kennara og nemanda

Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi.

Innlent
Fréttamynd

VÍS opnar aftur skrif­stofu á Akra­nesi

VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fékk slá í höfuðið og Hæsti­réttur klofnaði

Karlmaður sem hlaut líkamstjón þegar hliðslá á lóð Heklu hf. féll á höfuðið á honum fær engar bætur úr hendi vátryggingarfélags Heklu. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þó að hann ætti rétt á bótum.

Innlent
Fréttamynd

Mælt fyrir miklum kjara­bótum ör­yrkja og aldraðra

Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum.

Skoðun
Fréttamynd

Macland gjald­þrota: „Bruninn fór með þetta“

Makkland ehf., sem rak tölvu- og símabúðina vinsælu Macland um árabil, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Eigandinn segir brunann í Kringlunni hafa gert út af við reksturinn. Starfsmenn hafi þegar fengið laun greidd og hann vonist til þess að birgjar fái sitt út úr þrotabúinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný trygginga­vernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband

Málum þar sem fjárhagslegu ofbeldi er beitt í nánum samböndum fer fjölgandi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir það geta verið ótrúlega flókið að komast úr slíkum samböndum. Hún vonar að nýjar bætur muni hjálpa til í baráttunni gegn ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­runi TM og Lands­bankans mun „klár­lega hafa á­hrif“ á tekju­vöxt VÍS

Núna þegar samruni Landsbankans, stærsti banki landsins, og TM er að ganga í gegn þá er ljóst að þær breytingar á markaðinum munu „klárlega“ hafa áhrif fyrir tekjuvöxtinn í tryggingastarfsemi Skaga, að sögn forstjórans, en dótturfélaginu VÍS tókst að stækka markaðshlutdeild sína á liðnu ári samhliða miklum iðgjaldavexti. Hann telur jafnframt nánast fullvíst að Skaga verði alltaf „boðin þátttaka í samtali“ sem miðar að „stórum eða smáum hreyfingum“ í átt að frekari hagræðingu og samþjöpun á íslenskum fjármálamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun öku­mannsins

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tryggingafélagið Sjóvá eigi að greiða ungri konu rúmar tvær milljónir, auk vaxta, vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún lenti í bílslysi á Hlíðarfjallsvegi við Akureyri. Ágreiningsefni málsins varðaði það hvort konan hefði átt að gera sér grein fyrir því hvort ökumaður bílsins væri ölvaður.

Innlent
Fréttamynd

Hvers virði er inn­búið?

Hvað myndi kosta að kaupa innbú heimilisins aftur? Nýja sófann, rúmin, fötin, Ittala glösin og öll tæki heimilisins?

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lands­banki og VÍS skrifa undir sam­starfs­samning

Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu.

Neytendur
Fréttamynd

Enn bólar ekkert á skipta­stjóra fyrir Novis

Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitstofnunin vekur athygli á því að þúsundir íslenskra viðskiptavina slóvakíska vátryggingafélaginu Novis geti orðið fyrir fjárhagslegu tjóni því skiptastjóri hafi ekki verið skipaður. Seðlabankinn varaði við því í apríl á síðasta ári

Neytendur
Fréttamynd

Grái herinn fær á­heyrn í Strass­borg

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg mun taka fyrir kæru Gráa hersins og þriggja ellilífeyristaka vegna dóms Hæstaréttar í máli sem snerist um skerðingu ellilífeyris almannatrygginga. 

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar 14 prósent verð­hækkun tryggingarfélags

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins heldur uppteknum hætti á nýju ári og skorar á fyrirtæki og stofnanir að halda aftur af verðlagshækkunum. Hann hefur lagt fram áskorun í sex liðum til stofnana og fyrirtækja þar sem hvatt er til samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva vítahring verðbólgu. Kveikjan að áskoruninni eru umtalsverðar verðlagshækkanir tryggingarfélaga og hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað.

Viðskipti innlent