Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2025 18:11 Nokkrum sprengjum var varpað á byggingar í Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa komið saman. AP/UGC Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans. Einn meðlimur öryggissveita Katar er einnig sagður hafa fallið í árásinni í dag. Þetta hefur Al-Jazeera eftir einum af pólitískum leiðtogum Hamas en það er fyrsta opinbera yfirlýsing samtakanna um hverjir féllu í árásinni. Talsmenn Hamas hafa áður þvertekið fyrir að hátt settir meðlimir samtakanna hafi ekki fallið þar sem síðar hefur komið í ljós að þeir dóu. Það hefur tekið samtökin nokkra mánuði að staðfesta fráfall leiðtoga. Ísraelski herinn varpaði í dag nokkrum sprengjum á Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa verið komnir saman til að ræða nýjustu vopnahléstillöguna frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Ísraelar gera loftárásir á Katar Ráðamenn í Ísrael hafa ekki tjáð sig um það hvort þeir telji árásina hafa heppnast eða ekki. Árásin hefur verið harðlega fordæmd af ríkisstjórn Katar, nágrannaríkjum og ráðamönnum annarra landa víða um heim. Reyndu að vara Katara við Pólitískir leiðtogar Hamas-samtakanna hafa haldið til í Doha frá árinu 2011, þegar yfirvöld þar tóku við þeim að beiðni ráðamanna í Bandaríkjunum. Tvennum sögum hefur farið af aðkomu Bandaríkjanna að árásinni í dag. Ísraelskir miðlar sögðu frá því fyrr í dag að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi verið látin vita af árásinni fyrirfram og að „grænt ljós“ hafi verið gefið í Hvíta húsinu. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, hafði þó eftir Donald Trump að árásin væri „óheppilegt atvik“ sem ýtti ekki undir frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá sagði hún við blaðamenn skömmu fyrir sex að Bandaríkjamenn hafi reynt að láta yfirvöld í Doha vita af árásinni áður en hún hafi verið gerð, en það virðist ekki hafa heppnast vegna lítils fyrirvara. Hún sagði einnig að þessi „einhliða árás innan landamæra Katar, fullvalda þjóðar og náins bandalagsríkis Bandaríkjanna“ þjónaði hvorki hagsmunum Ísrael né hagsmunum Bandaríkjanna. Hún bætti við að það að gera út af við Hamas-samtökin, sem högnuðust á eymd íbúa Gasastrandarinnar væri verðugt markmið. .@karolineleavitt: on the Israeli strike in Doha:"Unilaterally bombing inside Qatar, a sovereign nation and ally... does not advance Israeli's or America's goals. However, eliminating Hamas, who have profited off the misery of those living in Gaza, is a worthy goal." pic.twitter.com/SmYPjPZIBT— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 9, 2025 Leavitt sagði að eftir árásina í dag hafi Trump talað við Benjamín Netanjahú í síma. Hún sagði að eftir símtalið sæti Trump þetta „óheppilega atvik“ til tækifæri fyrir frið. Þá sagði hún að árás sem þessi myndi ekki eiga sér stað aftur, því Trump hefði einnig rætt við emír Katar og forsætisráðherra ríkisins og staðhæft að þetta myndi ekki gerast aftur. Katar Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Einn meðlimur öryggissveita Katar er einnig sagður hafa fallið í árásinni í dag. Þetta hefur Al-Jazeera eftir einum af pólitískum leiðtogum Hamas en það er fyrsta opinbera yfirlýsing samtakanna um hverjir féllu í árásinni. Talsmenn Hamas hafa áður þvertekið fyrir að hátt settir meðlimir samtakanna hafi ekki fallið þar sem síðar hefur komið í ljós að þeir dóu. Það hefur tekið samtökin nokkra mánuði að staðfesta fráfall leiðtoga. Ísraelski herinn varpaði í dag nokkrum sprengjum á Doha í Katar í dag, þar sem leiðtogar Hamas-samtakanna eru sagðir hafa verið komnir saman til að ræða nýjustu vopnahléstillöguna frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Ísraelar gera loftárásir á Katar Ráðamenn í Ísrael hafa ekki tjáð sig um það hvort þeir telji árásina hafa heppnast eða ekki. Árásin hefur verið harðlega fordæmd af ríkisstjórn Katar, nágrannaríkjum og ráðamönnum annarra landa víða um heim. Reyndu að vara Katara við Pólitískir leiðtogar Hamas-samtakanna hafa haldið til í Doha frá árinu 2011, þegar yfirvöld þar tóku við þeim að beiðni ráðamanna í Bandaríkjunum. Tvennum sögum hefur farið af aðkomu Bandaríkjanna að árásinni í dag. Ísraelskir miðlar sögðu frá því fyrr í dag að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi verið látin vita af árásinni fyrirfram og að „grænt ljós“ hafi verið gefið í Hvíta húsinu. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, hafði þó eftir Donald Trump að árásin væri „óheppilegt atvik“ sem ýtti ekki undir frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá sagði hún við blaðamenn skömmu fyrir sex að Bandaríkjamenn hafi reynt að láta yfirvöld í Doha vita af árásinni áður en hún hafi verið gerð, en það virðist ekki hafa heppnast vegna lítils fyrirvara. Hún sagði einnig að þessi „einhliða árás innan landamæra Katar, fullvalda þjóðar og náins bandalagsríkis Bandaríkjanna“ þjónaði hvorki hagsmunum Ísrael né hagsmunum Bandaríkjanna. Hún bætti við að það að gera út af við Hamas-samtökin, sem högnuðust á eymd íbúa Gasastrandarinnar væri verðugt markmið. .@karolineleavitt: on the Israeli strike in Doha:"Unilaterally bombing inside Qatar, a sovereign nation and ally... does not advance Israeli's or America's goals. However, eliminating Hamas, who have profited off the misery of those living in Gaza, is a worthy goal." pic.twitter.com/SmYPjPZIBT— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 9, 2025 Leavitt sagði að eftir árásina í dag hafi Trump talað við Benjamín Netanjahú í síma. Hún sagði að eftir símtalið sæti Trump þetta „óheppilega atvik“ til tækifæri fyrir frið. Þá sagði hún að árás sem þessi myndi ekki eiga sér stað aftur, því Trump hefði einnig rætt við emír Katar og forsætisráðherra ríkisins og staðhæft að þetta myndi ekki gerast aftur.
Katar Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira