Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 14:57 Lögreglumenn og sjúkraliðar bera konu á níræðisaldri sem særðist þegar rússnesk svifsprengja lenti á þorpinu Jarova í Donetsk í dag. AP/Alex Babenko Að minnsta kosti 24 eru látnir og nítján særðir eftir að rússnesk svifsprengja lenti á þorpi í austanverðri Úkraínu dag. Fólkið sem lést og særðist beið í röð eftir að fá mánaðarlegan lífeyri sinn. Sprengjan er sögð hafa sprungið í þorpinu Jarova í Donetsk-héraði um klukkan ellefu að staðartíma í dag. Þorpið er um tíu kílómetra frá víglínunni. Adym Filashkin, héraðsstjóri í Donetsk, fullyrðir að 23 af þeim látnu hafi verið lífeyrisþegar. Pavlo Diatsjenkó, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Donetsk, segir aðkomuna í Jarova hafa verið hryllilega. „Allt þorpið logar,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum. Myndir og myndbönd frá vettvangi sýndu lík á víð og dreif í kringum bílflak. Það er talið af póstbíl. Eldra fólk í úkraínskum þorpum sækir gjarnan lífeyri sinn í reiðufé á pósthús og myndast þá raðir á vissum tíma mánaðar. Pósthúsinu í Jarova var lokað í síðustu viku eftir að starfsmenn þess ákváðu að flýja þorpið. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fordæmdi sprengjuárásina á Telegram-rás sinni. „Sannarlega hrottalegt,“ sagði forsetinn og hvatti alþjóðasamfélagið til þess að láta Rússa gjalda fyrir innrásina með frekari refsiaðgerðum. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sínar í nágrenni borgarinnar Lyman í viðleitni sinni til að sækja fram norðar í héraðinu. Þrátt fyrir það hafa margir íbúar í þorpum þar eins og Jarova haldið kyrru fyrir þar sem þeir eru ekki í aðstöðu til að flytja annað eða þeir þurfa að annast aldraða eða fatlaða ættingja sína. Nærri því tólf þúsund óbreyttir Úkraínumenn hafa fallið frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst fyrir þremur og hálfu ári samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Rússar hafa aukið loftárásir sínar á óbreytta borgara á undanförnum misserum, þrátt fyrir meintar friðarumleitanir Bandaríkjaforseta við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Eldri borgarar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Sprengjan er sögð hafa sprungið í þorpinu Jarova í Donetsk-héraði um klukkan ellefu að staðartíma í dag. Þorpið er um tíu kílómetra frá víglínunni. Adym Filashkin, héraðsstjóri í Donetsk, fullyrðir að 23 af þeim látnu hafi verið lífeyrisþegar. Pavlo Diatsjenkó, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Donetsk, segir aðkomuna í Jarova hafa verið hryllilega. „Allt þorpið logar,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum. Myndir og myndbönd frá vettvangi sýndu lík á víð og dreif í kringum bílflak. Það er talið af póstbíl. Eldra fólk í úkraínskum þorpum sækir gjarnan lífeyri sinn í reiðufé á pósthús og myndast þá raðir á vissum tíma mánaðar. Pósthúsinu í Jarova var lokað í síðustu viku eftir að starfsmenn þess ákváðu að flýja þorpið. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fordæmdi sprengjuárásina á Telegram-rás sinni. „Sannarlega hrottalegt,“ sagði forsetinn og hvatti alþjóðasamfélagið til þess að láta Rússa gjalda fyrir innrásina með frekari refsiaðgerðum. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sínar í nágrenni borgarinnar Lyman í viðleitni sinni til að sækja fram norðar í héraðinu. Þrátt fyrir það hafa margir íbúar í þorpum þar eins og Jarova haldið kyrru fyrir þar sem þeir eru ekki í aðstöðu til að flytja annað eða þeir þurfa að annast aldraða eða fatlaða ættingja sína. Nærri því tólf þúsund óbreyttir Úkraínumenn hafa fallið frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst fyrir þremur og hálfu ári samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Rússar hafa aukið loftárásir sínar á óbreytta borgara á undanförnum misserum, þrátt fyrir meintar friðarumleitanir Bandaríkjaforseta við Vladímír Pútín, forseta Rússlands.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Eldri borgarar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira