Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 10:10 Alice Weidel og Valkostur fyrir Þýskaland ætla sér stóra hluti í sambandslandskosningunum. Weidel hefur lítið gert til þess að stoppa af samsæriskenningar um dauða frambjóðenda flokksins í fjölmennasta sambandslandinu. Vísir/EPA Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt. Upphaflega var greint frá því að fjórir frambjóðendur á listum AfD fyrir sambandslandskosningar í Norðurrín-Vestfalíu hefðu andast. Eftir að fregnir bárust af því að tveir varamenn á listum flokksins hefðu einnig farið yfir móðuna miklu fóru samsæriskenningar á flug. Alice Weidel, annar leiðtoga flokksins á landsvísu, gaf þeim samsæriskenningum byr undir báða vængi með því að deila samfélagsmiðlafærslu um að það væri nær tölfræðilega ómögulegt að svo margir frambjóðendur létust á svo skömmum tíma. Um átján milljónir manna búa í Norðurrín-Vestfalíu sem er fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Um tuttugu þúsund manns eru á framboðslistum flokka í kosningunum sem verða haldnar 14. september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögreglan segir ýmist um fyrstu fjögur andlátin að þau hafi verið að náttúrulegum orsökum eða að dánarorsök sé ekki gefin upp til að vernda friðhelgi einkalífs aðstandenda. Það sama er uppi á teningnum um andlát varamannanna tveggja. Innanríkisráðuneytið sambandslandsins bendir á að frambjóðendur annarra flokka hafi einnig látist í aðdraganda kosninganna. Næstráðandi AfD í sambandslandinu segir að þær upplýsingar sem hann hefur séð bendi ekki til þess að fótur sé fyrir neinum samsæriskenningum. Hann vilji að andlátin verði rannsökuð ítarlega án þess að það færist strax út í samsæriskenningar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira
Upphaflega var greint frá því að fjórir frambjóðendur á listum AfD fyrir sambandslandskosningar í Norðurrín-Vestfalíu hefðu andast. Eftir að fregnir bárust af því að tveir varamenn á listum flokksins hefðu einnig farið yfir móðuna miklu fóru samsæriskenningar á flug. Alice Weidel, annar leiðtoga flokksins á landsvísu, gaf þeim samsæriskenningum byr undir báða vængi með því að deila samfélagsmiðlafærslu um að það væri nær tölfræðilega ómögulegt að svo margir frambjóðendur létust á svo skömmum tíma. Um átján milljónir manna búa í Norðurrín-Vestfalíu sem er fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Um tuttugu þúsund manns eru á framboðslistum flokka í kosningunum sem verða haldnar 14. september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögreglan segir ýmist um fyrstu fjögur andlátin að þau hafi verið að náttúrulegum orsökum eða að dánarorsök sé ekki gefin upp til að vernda friðhelgi einkalífs aðstandenda. Það sama er uppi á teningnum um andlát varamannanna tveggja. Innanríkisráðuneytið sambandslandsins bendir á að frambjóðendur annarra flokka hafi einnig látist í aðdraganda kosninganna. Næstráðandi AfD í sambandslandinu segir að þær upplýsingar sem hann hefur séð bendi ekki til þess að fótur sé fyrir neinum samsæriskenningum. Hann vilji að andlátin verði rannsökuð ítarlega án þess að það færist strax út í samsæriskenningar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira
Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39