Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 12:11 Vladimír Pútin, forseti Rússlands, á kynningu árið 2023, með þáverandi yfirmönnum RSC Energia. EPA/GRIGORY SYSOEV Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. Igor Maltsev, forstjóri Energia, segir að það þurfi kraftaverk til að bjarga fyrirtækinu, samkvæmt frétt Moscow Times. Þetta mun hann hafa sagt í tölvupósti til starfsmanna. Energia er opinbert fyrirtæki og það stærsta í geimiðnaði Rússlands. Fyrirtækið smíðaði allar geimflaugar Sovétríkjanna sálugu og framleiðir í dag Soyuz geimfarið og er að framleiða hluta af nýrri rússneskri geimstöð, sem til stendur að senda á braut um jörðina í framtíðinni. Í póstinum mun Maltsev, sem hefur stýrt fyrirtækinu í einungis þrjá mánuði, hafa skrifað að fyrirtækið skuldaði háar upphæðir og að fjárveitingar til þess færu að mestu í að borga vexti af lánum. Hann kvartaði einnig yfir skort á skilvirkni og sagði að stór hluti starfsmanna hefðu misst hvatningu og trú á sameiginlega ábyrgð. Hann sagði einnig að fyrirtækið ætti í erfiðleikum með að greiða laun til þúsunda starfsmanna þess og að afhenda geimför og aðrar vörur í samræmi við samninga. „Við þurfum að hætta að ljúga að sjálfum okkar um stöðuna og að sannfæra okkur sjálf og aðra um að allt sé í fína lagi,“ sagði Maltsev, samkvæmt frétt Ars Technica. Hann sagði ástandið þarfnast afgerandi aðgerða. Það þyrfti að berjast fyrir fyrirtækinu og lagði hann til að allir starfsmenn spyrðu sjálfa sig hvort þeir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og sýna raunverulegt framtak. Fregnir hafa borist af því að til stæði að selja Energia, en opinbera fréttaveitan TASS, sagði það ekki rétt. Hafa dregist aftur úr Geimiðnaður Rússlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og hefur ríkið misst alla erlenda viðskiptavini eftir innrásina í Úkraínu 2022. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra lang flestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins í Rússlandi á undanförnum árum, þó þar hafi skort fjármuni í mun lengri tíma. Þá hefur orðið erfiðara að taka lán vegna hára vaxta. Sjá einnig: Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Rússar hafa dregið úr farmsendingum og ferðum geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þrátt fyrir stöðuna sagði tiltölulega nýr yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, að Rússar vildu starfa með Bandaríkjamönnum í geimstöðinni út árið 2030. Keppast um að komast aftur til tunglsins Starfandi yfirmaður NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að flýta ætti áætlunum um að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stæði til að koma kljúfi til tunglsins fyrir 2030 og hann yrði notaður til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. Lengi hefur verið unnið að því að senda kjarnakljúf til tunglsins sem lið í Artemis-áætluninni svokölluðu. Árið 2022 tilkynntu forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) að stofnunin og orkumálaráðuneytið hefðu valið þrjár tillögur að kjarnakljúfum sem hægt væri að senda til tunglsins. Árið 2030 stefna Kínverjar á að senda sína fyrstu geimfara til tunglsins. Í apríl opinberuðu Kínverjar að þeir ætluðu sér að smíða kjarnakljúf og senda hann til tunglsins til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á yfirborðinu þar. Rússland Geimurinn Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Igor Maltsev, forstjóri Energia, segir að það þurfi kraftaverk til að bjarga fyrirtækinu, samkvæmt frétt Moscow Times. Þetta mun hann hafa sagt í tölvupósti til starfsmanna. Energia er opinbert fyrirtæki og það stærsta í geimiðnaði Rússlands. Fyrirtækið smíðaði allar geimflaugar Sovétríkjanna sálugu og framleiðir í dag Soyuz geimfarið og er að framleiða hluta af nýrri rússneskri geimstöð, sem til stendur að senda á braut um jörðina í framtíðinni. Í póstinum mun Maltsev, sem hefur stýrt fyrirtækinu í einungis þrjá mánuði, hafa skrifað að fyrirtækið skuldaði háar upphæðir og að fjárveitingar til þess færu að mestu í að borga vexti af lánum. Hann kvartaði einnig yfir skort á skilvirkni og sagði að stór hluti starfsmanna hefðu misst hvatningu og trú á sameiginlega ábyrgð. Hann sagði einnig að fyrirtækið ætti í erfiðleikum með að greiða laun til þúsunda starfsmanna þess og að afhenda geimför og aðrar vörur í samræmi við samninga. „Við þurfum að hætta að ljúga að sjálfum okkar um stöðuna og að sannfæra okkur sjálf og aðra um að allt sé í fína lagi,“ sagði Maltsev, samkvæmt frétt Ars Technica. Hann sagði ástandið þarfnast afgerandi aðgerða. Það þyrfti að berjast fyrir fyrirtækinu og lagði hann til að allir starfsmenn spyrðu sjálfa sig hvort þeir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og sýna raunverulegt framtak. Fregnir hafa borist af því að til stæði að selja Energia, en opinbera fréttaveitan TASS, sagði það ekki rétt. Hafa dregist aftur úr Geimiðnaður Rússlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og hefur ríkið misst alla erlenda viðskiptavini eftir innrásina í Úkraínu 2022. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra lang flestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins í Rússlandi á undanförnum árum, þó þar hafi skort fjármuni í mun lengri tíma. Þá hefur orðið erfiðara að taka lán vegna hára vaxta. Sjá einnig: Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Rússar hafa dregið úr farmsendingum og ferðum geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þrátt fyrir stöðuna sagði tiltölulega nýr yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, að Rússar vildu starfa með Bandaríkjamönnum í geimstöðinni út árið 2030. Keppast um að komast aftur til tunglsins Starfandi yfirmaður NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að flýta ætti áætlunum um að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stæði til að koma kljúfi til tunglsins fyrir 2030 og hann yrði notaður til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. Lengi hefur verið unnið að því að senda kjarnakljúf til tunglsins sem lið í Artemis-áætluninni svokölluðu. Árið 2022 tilkynntu forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) að stofnunin og orkumálaráðuneytið hefðu valið þrjár tillögur að kjarnakljúfum sem hægt væri að senda til tunglsins. Árið 2030 stefna Kínverjar á að senda sína fyrstu geimfara til tunglsins. Í apríl opinberuðu Kínverjar að þeir ætluðu sér að smíða kjarnakljúf og senda hann til tunglsins til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á yfirborðinu þar.
Rússland Geimurinn Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira