Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 12:11 Vladimír Pútin, forseti Rússlands, á kynningu árið 2023, með þáverandi yfirmönnum RSC Energia. EPA/GRIGORY SYSOEV Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. Igor Maltsev, forstjóri Energia, segir að það þurfi kraftaverk til að bjarga fyrirtækinu, samkvæmt frétt Moscow Times. Þetta mun hann hafa sagt í tölvupósti til starfsmanna. Energia er opinbert fyrirtæki og það stærsta í geimiðnaði Rússlands. Fyrirtækið smíðaði allar geimflaugar Sovétríkjanna sálugu og framleiðir í dag Soyuz geimfarið og er að framleiða hluta af nýrri rússneskri geimstöð, sem til stendur að senda á braut um jörðina í framtíðinni. Í póstinum mun Maltsev, sem hefur stýrt fyrirtækinu í einungis þrjá mánuði, hafa skrifað að fyrirtækið skuldaði háar upphæðir og að fjárveitingar til þess færu að mestu í að borga vexti af lánum. Hann kvartaði einnig yfir skort á skilvirkni og sagði að stór hluti starfsmanna hefðu misst hvatningu og trú á sameiginlega ábyrgð. Hann sagði einnig að fyrirtækið ætti í erfiðleikum með að greiða laun til þúsunda starfsmanna þess og að afhenda geimför og aðrar vörur í samræmi við samninga. „Við þurfum að hætta að ljúga að sjálfum okkar um stöðuna og að sannfæra okkur sjálf og aðra um að allt sé í fína lagi,“ sagði Maltsev, samkvæmt frétt Ars Technica. Hann sagði ástandið þarfnast afgerandi aðgerða. Það þyrfti að berjast fyrir fyrirtækinu og lagði hann til að allir starfsmenn spyrðu sjálfa sig hvort þeir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og sýna raunverulegt framtak. Fregnir hafa borist af því að til stæði að selja Energia, en opinbera fréttaveitan TASS, sagði það ekki rétt. Hafa dregist aftur úr Geimiðnaður Rússlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og hefur ríkið misst alla erlenda viðskiptavini eftir innrásina í Úkraínu 2022. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra lang flestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins í Rússlandi á undanförnum árum, þó þar hafi skort fjármuni í mun lengri tíma. Þá hefur orðið erfiðara að taka lán vegna hára vaxta. Sjá einnig: Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Rússar hafa dregið úr farmsendingum og ferðum geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þrátt fyrir stöðuna sagði tiltölulega nýr yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, að Rússar vildu starfa með Bandaríkjamönnum í geimstöðinni út árið 2030. Keppast um að komast aftur til tunglsins Starfandi yfirmaður NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að flýta ætti áætlunum um að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stæði til að koma kljúfi til tunglsins fyrir 2030 og hann yrði notaður til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. Lengi hefur verið unnið að því að senda kjarnakljúf til tunglsins sem lið í Artemis-áætluninni svokölluðu. Árið 2022 tilkynntu forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) að stofnunin og orkumálaráðuneytið hefðu valið þrjár tillögur að kjarnakljúfum sem hægt væri að senda til tunglsins. Árið 2030 stefna Kínverjar á að senda sína fyrstu geimfara til tunglsins. Í apríl opinberuðu Kínverjar að þeir ætluðu sér að smíða kjarnakljúf og senda hann til tunglsins til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á yfirborðinu þar. Rússland Geimurinn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Igor Maltsev, forstjóri Energia, segir að það þurfi kraftaverk til að bjarga fyrirtækinu, samkvæmt frétt Moscow Times. Þetta mun hann hafa sagt í tölvupósti til starfsmanna. Energia er opinbert fyrirtæki og það stærsta í geimiðnaði Rússlands. Fyrirtækið smíðaði allar geimflaugar Sovétríkjanna sálugu og framleiðir í dag Soyuz geimfarið og er að framleiða hluta af nýrri rússneskri geimstöð, sem til stendur að senda á braut um jörðina í framtíðinni. Í póstinum mun Maltsev, sem hefur stýrt fyrirtækinu í einungis þrjá mánuði, hafa skrifað að fyrirtækið skuldaði háar upphæðir og að fjárveitingar til þess færu að mestu í að borga vexti af lánum. Hann kvartaði einnig yfir skort á skilvirkni og sagði að stór hluti starfsmanna hefðu misst hvatningu og trú á sameiginlega ábyrgð. Hann sagði einnig að fyrirtækið ætti í erfiðleikum með að greiða laun til þúsunda starfsmanna þess og að afhenda geimför og aðrar vörur í samræmi við samninga. „Við þurfum að hætta að ljúga að sjálfum okkar um stöðuna og að sannfæra okkur sjálf og aðra um að allt sé í fína lagi,“ sagði Maltsev, samkvæmt frétt Ars Technica. Hann sagði ástandið þarfnast afgerandi aðgerða. Það þyrfti að berjast fyrir fyrirtækinu og lagði hann til að allir starfsmenn spyrðu sjálfa sig hvort þeir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og sýna raunverulegt framtak. Fregnir hafa borist af því að til stæði að selja Energia, en opinbera fréttaveitan TASS, sagði það ekki rétt. Hafa dregist aftur úr Geimiðnaður Rússlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og hefur ríkið misst alla erlenda viðskiptavini eftir innrásina í Úkraínu 2022. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra lang flestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins í Rússlandi á undanförnum árum, þó þar hafi skort fjármuni í mun lengri tíma. Þá hefur orðið erfiðara að taka lán vegna hára vaxta. Sjá einnig: Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Rússar hafa dregið úr farmsendingum og ferðum geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þrátt fyrir stöðuna sagði tiltölulega nýr yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, að Rússar vildu starfa með Bandaríkjamönnum í geimstöðinni út árið 2030. Keppast um að komast aftur til tunglsins Starfandi yfirmaður NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að flýta ætti áætlunum um að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stæði til að koma kljúfi til tunglsins fyrir 2030 og hann yrði notaður til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. Lengi hefur verið unnið að því að senda kjarnakljúf til tunglsins sem lið í Artemis-áætluninni svokölluðu. Árið 2022 tilkynntu forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) að stofnunin og orkumálaráðuneytið hefðu valið þrjár tillögur að kjarnakljúfum sem hægt væri að senda til tunglsins. Árið 2030 stefna Kínverjar á að senda sína fyrstu geimfara til tunglsins. Í apríl opinberuðu Kínverjar að þeir ætluðu sér að smíða kjarnakljúf og senda hann til tunglsins til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á yfirborðinu þar.
Rússland Geimurinn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira