Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2025 06:46 Árásin var gerð í Annunciation kaþólska skólanum í Minneapolis í gær. Hin 23 ára Robin Westman stóð ein að árásinni. EPA/skjáskót 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. Tvö börn – átta og tíu ára – létu lífið í árásinni sem gerð var í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis í gær. Auk þeirra særðust sautján til viðbótar og þar af fjórtán börn. Yngsta barnið sem særðist var sex ára gamalt. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Lögregla að störfum fyrir utan skólann. EPA Hryðjuverk og hatursglæpur Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar málið sem hryðjuverk og hatursglæp gegn kaþólikkum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. „Þetta er hörmulegur atburður sem átti aldrei að gerast. Það er undir okkur öllum komið að gera okkur grein fyrir að við getum ekki bara sagt að þetta eigi aldrei að gerast aftur, og svo leyfa því svo að gerast aftur og aftur,“ sagði Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis í gær. FBI hefur greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið hin 23 ára Robin Westman. Hún var með hreina sakaskrá og stóð ein að árásinni. Hún notaðist við þrjú skotvopn sem hún hafði nýlega komist yfir með löglegum hætti. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir hennar hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun. Fyrsta messa skólaársins Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hin 23 ára Westman hafi breytt fornafni sínu úr Robert í Robin árið 2020 þar sem hún skilgreindi sig sem konu. Árásin átti sér stað í fyrstu messu skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Westman hafði skilið eftir tvö myndbönd á YouTube fyrir árásina þar sem hún las yfirlýsingu sína, en FBI hefur nú látið fjarlægja myndböndin af netinu. Á myndbandinu sýnir hún skotvopnin þar sem hún er meðal annars búin að skrifa „Drepið Donald Trump“ og nöfn fjöldamorðingjanna Timothy McVeigh – sem stóð fyrir sprengingunni í alríkisbyggingunni í Oklahoma árið 1995 – og hins norska Anders Behring Breivik sem stóð fyrir árásinni í miðborg Osló og Útey árið 2011. Íbúar í Minneapolis komu saman í almenningsgarði í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba árásarinnar.EPA Sömuleiðis birtist nafn hins ástralska Brenton Tarrandi sem stóð fyrir árásinni á mosku í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem 51 lét lífið. Í einu myndbandinu biður Westman sömuleiðis foreldra sína afsökunar og biður þá um að hugsa ekki á þann veg að þeim hafi mistekist sem foreldarar. Hún segist hafa hugsað „þetta“ í lengri tíma, hún hafi lengi bæði verið þunglynd og með sjálfsvígshugsanir. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Tvö börn – átta og tíu ára – létu lífið í árásinni sem gerð var í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis í gær. Auk þeirra særðust sautján til viðbótar og þar af fjórtán börn. Yngsta barnið sem særðist var sex ára gamalt. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Lögregla að störfum fyrir utan skólann. EPA Hryðjuverk og hatursglæpur Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar málið sem hryðjuverk og hatursglæp gegn kaþólikkum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. „Þetta er hörmulegur atburður sem átti aldrei að gerast. Það er undir okkur öllum komið að gera okkur grein fyrir að við getum ekki bara sagt að þetta eigi aldrei að gerast aftur, og svo leyfa því svo að gerast aftur og aftur,“ sagði Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis í gær. FBI hefur greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið hin 23 ára Robin Westman. Hún var með hreina sakaskrá og stóð ein að árásinni. Hún notaðist við þrjú skotvopn sem hún hafði nýlega komist yfir með löglegum hætti. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir hennar hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun. Fyrsta messa skólaársins Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hin 23 ára Westman hafi breytt fornafni sínu úr Robert í Robin árið 2020 þar sem hún skilgreindi sig sem konu. Árásin átti sér stað í fyrstu messu skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Westman hafði skilið eftir tvö myndbönd á YouTube fyrir árásina þar sem hún las yfirlýsingu sína, en FBI hefur nú látið fjarlægja myndböndin af netinu. Á myndbandinu sýnir hún skotvopnin þar sem hún er meðal annars búin að skrifa „Drepið Donald Trump“ og nöfn fjöldamorðingjanna Timothy McVeigh – sem stóð fyrir sprengingunni í alríkisbyggingunni í Oklahoma árið 1995 – og hins norska Anders Behring Breivik sem stóð fyrir árásinni í miðborg Osló og Útey árið 2011. Íbúar í Minneapolis komu saman í almenningsgarði í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba árásarinnar.EPA Sömuleiðis birtist nafn hins ástralska Brenton Tarrandi sem stóð fyrir árásinni á mosku í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem 51 lét lífið. Í einu myndbandinu biður Westman sömuleiðis foreldra sína afsökunar og biður þá um að hugsa ekki á þann veg að þeim hafi mistekist sem foreldarar. Hún segist hafa hugsað „þetta“ í lengri tíma, hún hafi lengi bæði verið þunglynd og með sjálfsvígshugsanir. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira