Segir að Dowman sé eins og Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2025 08:30 Max Dowman átti eftirminnilega innkomu í leik Arsenal og Leeds United. epa/ANDY RAIN Theo Walcott sparaði ekki stóru orðin þegar hann fjallaði um frammistöðu hins fimmtán ára Max Dowman í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Hann sagði að strákurinn spilaði eins og sjálfur Lionel Messi. Dowman lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal gegn Leeds á laugardaginn. Hann lét til sín taka, sýndi góða takta og fiskaði meðal annars vítaspyrnu sem Viktor Gyökeres skoraði úr. Walcott, sem lék með Arsenal í tólf ár, hreifst af innkomu Dowmans og sérstaklega af því hvernig hann fór með boltann. „Það sem er hrífandi er að Mikel Arteta leyfi honum að gera þetta því þetta er hans styrkur. Hann ber boltann áfram og er fljótari með hann,“ sagði Walcott. „Hann er eins og Messi. Ég man eftir að hafa spilað við Messi. Þegar hann var ekki með boltann var hann ekkert sérstaklega fljótur. Kannski var það vegna þess að ég var fljótari en flestir. En þegar hann fékk boltann sveif hann framhjá mönnum, framhjá mér auðveldlega. Dowman hefur þetta.“ Walcott var einnig hrifinn af því hvernig Dowman bar sig inni á vellinum og sagði að strákurinn hefði verið algjörlega óhræddur. „Hann hefur hæfileika sem er ekki hægt að kenna því hann spilar af svo miklu frjálsræði. Stundum tölum við um að það sé leiðinlegt að horfa á fótbolta. Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með honum,“ sagði Walcott. „Hann er alltaf svo jákvæður þegar hann er með boltann og ég kann að meta svoleiðis leikmenn. Þeir eru hressandi.“ Dowman fæddist á gamlársdag 2009 og því eru enn nokkrir mánuðir þar til hann verður sextán ára. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tvær umferðir, með sex stig og markatöluna 6-0. Enski boltinn Tengdar fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25. ágúst 2025 09:25 Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23. ágúst 2025 16:20 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Dowman lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal gegn Leeds á laugardaginn. Hann lét til sín taka, sýndi góða takta og fiskaði meðal annars vítaspyrnu sem Viktor Gyökeres skoraði úr. Walcott, sem lék með Arsenal í tólf ár, hreifst af innkomu Dowmans og sérstaklega af því hvernig hann fór með boltann. „Það sem er hrífandi er að Mikel Arteta leyfi honum að gera þetta því þetta er hans styrkur. Hann ber boltann áfram og er fljótari með hann,“ sagði Walcott. „Hann er eins og Messi. Ég man eftir að hafa spilað við Messi. Þegar hann var ekki með boltann var hann ekkert sérstaklega fljótur. Kannski var það vegna þess að ég var fljótari en flestir. En þegar hann fékk boltann sveif hann framhjá mönnum, framhjá mér auðveldlega. Dowman hefur þetta.“ Walcott var einnig hrifinn af því hvernig Dowman bar sig inni á vellinum og sagði að strákurinn hefði verið algjörlega óhræddur. „Hann hefur hæfileika sem er ekki hægt að kenna því hann spilar af svo miklu frjálsræði. Stundum tölum við um að það sé leiðinlegt að horfa á fótbolta. Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með honum,“ sagði Walcott. „Hann er alltaf svo jákvæður þegar hann er með boltann og ég kann að meta svoleiðis leikmenn. Þeir eru hressandi.“ Dowman fæddist á gamlársdag 2009 og því eru enn nokkrir mánuðir þar til hann verður sextán ára. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tvær umferðir, með sex stig og markatöluna 6-0.
Enski boltinn Tengdar fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25. ágúst 2025 09:25 Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23. ágúst 2025 16:20 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25. ágúst 2025 09:25
Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01
Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23. ágúst 2025 16:20
Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01