Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 08:31 Max Dowman átti eftirminnilega innkomu gegn Leeds United. epa/ANDY RAIN Wayne Rooney segir að Max Dowman hafi komið sér á kortið með innkomu sinni í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í gær. Dowman er næstyngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fimmtán ára og 234 daga gamall. Rooney þekkir það manna best hvernig er að koma kornungur fram á sjónarsviðið en hann var aðeins sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þá frægt sigurmark Everton gegn Englandsmeisturum Arsenal. „Að spila í ensku úrvalsdeildinni á þessum aldri er brjálað. Ég veit að ég var ungur þegar ég spilaði minn fyrsta leik en ég held að hann sé um 150 dögum yngri en ég,“ sagði Rooney í nýju hlaðvarpi sínu á BBC. „Það er hressandi að sjá svona ungan strák fá þetta tækifæri og jafnvel þótt hann sé að spila fyrir Arsenal viltu að hann skjóti þegar hann leikur inn á miðjan völlinn. Þú vilt að hann setji boltann upp í markhornið.“ Dowman fiskaði vítaspyrnu eftir að hann kom inn á gegn Leeds en tók hana ekki sjálfur sem Rooney var ánægður með. „Ef hann tekur spyrnuna og skorar er það frábært en ég hugsaði að ef hann klúðrar henni fengi hann marga á netinu á bakið á sér. Ég var því mjög ánægður að hann tók ekki vítið en þetta var tilkomumikil frumraun.“ Settu fjölskylduna í fyrsta sæti Rooney segir að nafn Dowmans sé á allra vörum en hvetur strákinn til að halda sér á jörðinni og vera í nánum tengslum við sína nánustu. „Ég er viss um að Max, fjölskylda hans og vinir finnist þau vera stödd í draumi og ævintýri og hafa eflaust ekki enn áttað sig á þessu. En þú sérð hversu björt framtíð hans er. Þegar þú ræðir við fólk í fótboltanum kemur alltaf sama nafnið upp: Max Dowman,“ sagði Rooney. „Þetta væri erfitt fyrir hvern sem er. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að vera með þínum nánustu. Hlustaðu á þau því það er fólk þarna úti sem reynir að vingast við þig og ná sambandi við mig. Sumir af góðum ástæðum en aðrir ekki. Þú þarft að hlusta frekar á fólkið í kringum þig frekar en utanaðkomandi.“ Arsenal hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 6-0. Næsti leikur liðsins er gegn Englandsmeisturum Liverpool á sunnudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Rooney þekkir það manna best hvernig er að koma kornungur fram á sjónarsviðið en hann var aðeins sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þá frægt sigurmark Everton gegn Englandsmeisturum Arsenal. „Að spila í ensku úrvalsdeildinni á þessum aldri er brjálað. Ég veit að ég var ungur þegar ég spilaði minn fyrsta leik en ég held að hann sé um 150 dögum yngri en ég,“ sagði Rooney í nýju hlaðvarpi sínu á BBC. „Það er hressandi að sjá svona ungan strák fá þetta tækifæri og jafnvel þótt hann sé að spila fyrir Arsenal viltu að hann skjóti þegar hann leikur inn á miðjan völlinn. Þú vilt að hann setji boltann upp í markhornið.“ Dowman fiskaði vítaspyrnu eftir að hann kom inn á gegn Leeds en tók hana ekki sjálfur sem Rooney var ánægður með. „Ef hann tekur spyrnuna og skorar er það frábært en ég hugsaði að ef hann klúðrar henni fengi hann marga á netinu á bakið á sér. Ég var því mjög ánægður að hann tók ekki vítið en þetta var tilkomumikil frumraun.“ Settu fjölskylduna í fyrsta sæti Rooney segir að nafn Dowmans sé á allra vörum en hvetur strákinn til að halda sér á jörðinni og vera í nánum tengslum við sína nánustu. „Ég er viss um að Max, fjölskylda hans og vinir finnist þau vera stödd í draumi og ævintýri og hafa eflaust ekki enn áttað sig á þessu. En þú sérð hversu björt framtíð hans er. Þegar þú ræðir við fólk í fótboltanum kemur alltaf sama nafnið upp: Max Dowman,“ sagði Rooney. „Þetta væri erfitt fyrir hvern sem er. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að vera með þínum nánustu. Hlustaðu á þau því það er fólk þarna úti sem reynir að vingast við þig og ná sambandi við mig. Sumir af góðum ástæðum en aðrir ekki. Þú þarft að hlusta frekar á fólkið í kringum þig frekar en utanaðkomandi.“ Arsenal hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 6-0. Næsti leikur liðsins er gegn Englandsmeisturum Liverpool á sunnudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01
Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01