Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 15:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í dómsal í New York í fyrra. AP/Seth Wenig Dómarar í áfrýjunardómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum hafa fellt úr gildi fyrri úrskurð um að Donald Trump, forseti, skuldi ríkinu hálfan milljarð dala. Það hafði Trump verið dæmdur til að greiða vegna umfangsmikilla fjársvika sem hann var sakfelldur fyrir árið 2023. Fimm dómarar komust að þremur mismunandi niðurstöðum varðandi áfrýjunina en þrátt fyrir það fellur fyrri úrskurðurinn um sekt úr gildi. Sakfellingin stendur enn og mun málið líklega fara fyrir hæstarétt New York. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að ofmeta virði eigna sinna til að fá hagstæðari lán og draga úr virði þeirra í öðrum gögnum, til að borga lægri skatta og opinber gjöld. Þannig komst Trump og fjölskylda hans hjá því að greiða fúlgur fjár. Var forsetanum núverandi gert að greiða 355 milljónir dala, sem er nú orðið að 515 milljónum vegna vaxta. Það samsvarar um 64 milljörðum króna. Sjá einnig: Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Sjálfur heldur Trump því fram að hann hafi ekkert gert af sér og að málið sé pólitísks eðlis. Demókratar hafi reynt að klekja á honum. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins, undir stjórn Pam Bondi, fyrrverandi lögmanns Trumps, er nú að rannsaka rannsóknina gegn Trump, eins og mörg önnur slík mál, og hefur krafið Letitu James, saksóknara, um gögn hennar sem tengjast kærunni gegn Trump. Voru lengi að komast að niðurstöðu Dómararnir tóku sérstaklega langan tíma til að komast að niðurstöðu, en nærri því ár er liðið frá því málið var tekið fyrir í dómsal. Yfirleitt taka úrskurðir sem þessir nokkrar vikur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir dómaranna fimm sagði að sektin og það hve há hún væri, færi gegn áttunda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem meinar hinu opinbera að beita óhóflegum og ósanngjörnum sektum. Saksóknarar hafa sagt að upphæðin sé í samræmi við hagnað Trumps og fyrirtækis hans af ósannindunum og taki meðal annars mið af hagnaði af eignum sem hann fjármagnaði með lánum sem hann fékk með lágum vöxtum, með því að segja ósatt um virði annarra eigna sinni. Við dómsuppkvaðningu í upphafi 2024 meinaði dómari málsins Trump og tveimur sonum hans að leiða fyrirtækið eða félög í New York í nokkur ár. Sá úrskurður hefur ekki tekið gildi enn vegna áfrýjunarinnar. Fleiri mál á borði dómara Trump var einnig sakfelldur í „þöggunarmálinu“ svokallaða, fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Hann hefur áfrýjað þeim úrskurði. Þá komst dómari að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að fyrri úrskurður um að Trump hefði brotið kynferðislega á E. Jean Carroll á árum áður og svo farið með meiðyrði um hana stæði. Dómarinn staðfesti einnig að hann ætti að greiða henni fimm milljónir dala í skaðabætur. Æðri áfrýjunardómstóll neitaði að taka það mál fyrir aftur en Trump gæti áfrýjað því áfram til hæstaréttar. Hann hefur þegar áfrýjað öðrum úrskurði um að hann skuldi Carroll 83,3 milljónir dala fyrir önnur meiðyrði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fimm dómarar komust að þremur mismunandi niðurstöðum varðandi áfrýjunina en þrátt fyrir það fellur fyrri úrskurðurinn um sekt úr gildi. Sakfellingin stendur enn og mun málið líklega fara fyrir hæstarétt New York. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að ofmeta virði eigna sinna til að fá hagstæðari lán og draga úr virði þeirra í öðrum gögnum, til að borga lægri skatta og opinber gjöld. Þannig komst Trump og fjölskylda hans hjá því að greiða fúlgur fjár. Var forsetanum núverandi gert að greiða 355 milljónir dala, sem er nú orðið að 515 milljónum vegna vaxta. Það samsvarar um 64 milljörðum króna. Sjá einnig: Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Sjálfur heldur Trump því fram að hann hafi ekkert gert af sér og að málið sé pólitísks eðlis. Demókratar hafi reynt að klekja á honum. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins, undir stjórn Pam Bondi, fyrrverandi lögmanns Trumps, er nú að rannsaka rannsóknina gegn Trump, eins og mörg önnur slík mál, og hefur krafið Letitu James, saksóknara, um gögn hennar sem tengjast kærunni gegn Trump. Voru lengi að komast að niðurstöðu Dómararnir tóku sérstaklega langan tíma til að komast að niðurstöðu, en nærri því ár er liðið frá því málið var tekið fyrir í dómsal. Yfirleitt taka úrskurðir sem þessir nokkrar vikur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir dómaranna fimm sagði að sektin og það hve há hún væri, færi gegn áttunda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem meinar hinu opinbera að beita óhóflegum og ósanngjörnum sektum. Saksóknarar hafa sagt að upphæðin sé í samræmi við hagnað Trumps og fyrirtækis hans af ósannindunum og taki meðal annars mið af hagnaði af eignum sem hann fjármagnaði með lánum sem hann fékk með lágum vöxtum, með því að segja ósatt um virði annarra eigna sinni. Við dómsuppkvaðningu í upphafi 2024 meinaði dómari málsins Trump og tveimur sonum hans að leiða fyrirtækið eða félög í New York í nokkur ár. Sá úrskurður hefur ekki tekið gildi enn vegna áfrýjunarinnar. Fleiri mál á borði dómara Trump var einnig sakfelldur í „þöggunarmálinu“ svokallaða, fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Hann hefur áfrýjað þeim úrskurði. Þá komst dómari að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að fyrri úrskurður um að Trump hefði brotið kynferðislega á E. Jean Carroll á árum áður og svo farið með meiðyrði um hana stæði. Dómarinn staðfesti einnig að hann ætti að greiða henni fimm milljónir dala í skaðabætur. Æðri áfrýjunardómstóll neitaði að taka það mál fyrir aftur en Trump gæti áfrýjað því áfram til hæstaréttar. Hann hefur þegar áfrýjað öðrum úrskurði um að hann skuldi Carroll 83,3 milljónir dala fyrir önnur meiðyrði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“