Trump gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir dala Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 22:57 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Geoff Stellfox Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna verður gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir bandaríkjadala í fyrir ærumeiðingar sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. Af þessum 83,3 milljónum eru 18,3 miskabætur og 65 refsibætur. Honum hafði þegar verið gert að greiða henni tæpar sjöhundruð milljónir í kynferðisbrotamáli fyrir minna en ári síðan. Carroll sakaði Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Trump neitaði sök og sakaði hana á móti um að vera pólitískur útsendari og að hafa logið þessu upp á hann til að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Í kjölfar kæru Carroll á Trump fyrir téð kynferðisbrot urðu ærumeiðingarnar fleiri og var þeim bætt við málið sem niðurstaða náðist í í dag. Málinu verði áfrýjað Trump sjálfur var ekki viðstaddur þegar niðurstaða í málinu var tilkynnt af kviðdómi. Hann tjáði sig um málið stuttu seinna á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þar kallar hann niðurstöðuna „gjörsamlega fáránlega“ og sagðist munu áfrýja málinu. „Gjörsamlega fáránlegt! Ég er hjartanlega ósammála báðum úrskurðum, og mun áfrýja öllum þessum nornaveiðum á vegum Bidens á mér og Repúblikanaflokknum. Dómskerfið okkar er stjórnlaust og verið er að nota það sem pólitískt vopn. Þeir hafa tekið frá okkur öll réttindi fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar. ÞETTA ERU EKKI BANDARÍKIN!“ skrifar hann. Fyrsti viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar kveður á um aðskilnað ríkis og kirkju og að bandaríska þinginu sé óhemilt að setja lög sem skerða trúfrelsi, tjáningarfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi eða frelsi fólks til að leita réttar síns hjá ríkinu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Af þessum 83,3 milljónum eru 18,3 miskabætur og 65 refsibætur. Honum hafði þegar verið gert að greiða henni tæpar sjöhundruð milljónir í kynferðisbrotamáli fyrir minna en ári síðan. Carroll sakaði Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Trump neitaði sök og sakaði hana á móti um að vera pólitískur útsendari og að hafa logið þessu upp á hann til að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Í kjölfar kæru Carroll á Trump fyrir téð kynferðisbrot urðu ærumeiðingarnar fleiri og var þeim bætt við málið sem niðurstaða náðist í í dag. Málinu verði áfrýjað Trump sjálfur var ekki viðstaddur þegar niðurstaða í málinu var tilkynnt af kviðdómi. Hann tjáði sig um málið stuttu seinna á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þar kallar hann niðurstöðuna „gjörsamlega fáránlega“ og sagðist munu áfrýja málinu. „Gjörsamlega fáránlegt! Ég er hjartanlega ósammála báðum úrskurðum, og mun áfrýja öllum þessum nornaveiðum á vegum Bidens á mér og Repúblikanaflokknum. Dómskerfið okkar er stjórnlaust og verið er að nota það sem pólitískt vopn. Þeir hafa tekið frá okkur öll réttindi fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar. ÞETTA ERU EKKI BANDARÍKIN!“ skrifar hann. Fyrsti viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar kveður á um aðskilnað ríkis og kirkju og að bandaríska þinginu sé óhemilt að setja lög sem skerða trúfrelsi, tjáningarfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi eða frelsi fólks til að leita réttar síns hjá ríkinu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira