Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 20:41 Niðurstaðan er töluvert fjárhagslegt högg fyrir Trump. Getty/Steven Hirsch Dómari í New York hefur dæmt Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, til að greiða 355 milljónir dala í sekt vegna fjársvika. Niðurstaðan er sögð munu þurrka út nánast allt lausafé Trump og þá má hann ekki reka fyrirtæki í New York næstu þrjú árin. Dómarinn ákvað einnig að eldri synir Trump, Donald Jr. og Eric, skyldu greiða 4 milljónir dala í sekt og mættu ekki fara fyrir fyrirtæki næstu tvö árin. Ákvörðunin hefur það í för með sér að hvorki Trump né synir hans geta farið fyrir Trump-veldinu í New York næstu árin. Trump mun áfrýja sektinni, sem er sögð geta farið upp í 400 milljónir dala með vöxtum. Hann þarf hins vegar að reiða féð fram eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni innan 30 daga. Þá er þess vænst að hann muni krefjast þess að ákvörðuninni um að banna honum og sonum hans að vera í forsvari fyrir fyrirtæki í New York verði frestað þar til áfrýjunardómstóll hefur fjallað um málið. Situr áfram uppi með eftirlitsaðila New York Times segir Trump hins vegar mögulega lítið geta gert til að fá fá einum þætti dómsins hnekkt; það er framlengingu skipunartíma sérstaks sjálfstæðs eftirlitsaðila innan Trump-samsteypunnar um þrjú ár. Hlutverk eftirlitsaðilans, Barböru Jones, er að vera „augu og eyru“ dómstóla innan samsteypunnar og hafa eftirlit og gera viðvart um öll grunsamleg viðskipti. Trump-fjölskyldan er sögð ævareið vegna eftirlitsins. Trump var fundinn sekur um að hafa gert meira úr virði viðskiptaveldis síns en innistæða var fyrir, í þeim tilgangi að tryggja sér hagstæðari kjör hjá bönkum og öðrum lánveitendum. Saksóknarinn í málinu sagði að jafnvel þótt lánveitendurnir hefðu grætt á viðskiptunum við Trump hefðu þeir engu að síður verið sviknir og sektin endurspeglar meðal annars þann hagnað sem þeir fóru á mis við. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Niðurstaðan er sögð munu þurrka út nánast allt lausafé Trump og þá má hann ekki reka fyrirtæki í New York næstu þrjú árin. Dómarinn ákvað einnig að eldri synir Trump, Donald Jr. og Eric, skyldu greiða 4 milljónir dala í sekt og mættu ekki fara fyrir fyrirtæki næstu tvö árin. Ákvörðunin hefur það í för með sér að hvorki Trump né synir hans geta farið fyrir Trump-veldinu í New York næstu árin. Trump mun áfrýja sektinni, sem er sögð geta farið upp í 400 milljónir dala með vöxtum. Hann þarf hins vegar að reiða féð fram eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni innan 30 daga. Þá er þess vænst að hann muni krefjast þess að ákvörðuninni um að banna honum og sonum hans að vera í forsvari fyrir fyrirtæki í New York verði frestað þar til áfrýjunardómstóll hefur fjallað um málið. Situr áfram uppi með eftirlitsaðila New York Times segir Trump hins vegar mögulega lítið geta gert til að fá fá einum þætti dómsins hnekkt; það er framlengingu skipunartíma sérstaks sjálfstæðs eftirlitsaðila innan Trump-samsteypunnar um þrjú ár. Hlutverk eftirlitsaðilans, Barböru Jones, er að vera „augu og eyru“ dómstóla innan samsteypunnar og hafa eftirlit og gera viðvart um öll grunsamleg viðskipti. Trump-fjölskyldan er sögð ævareið vegna eftirlitsins. Trump var fundinn sekur um að hafa gert meira úr virði viðskiptaveldis síns en innistæða var fyrir, í þeim tilgangi að tryggja sér hagstæðari kjör hjá bönkum og öðrum lánveitendum. Saksóknarinn í málinu sagði að jafnvel þótt lánveitendurnir hefðu grætt á viðskiptunum við Trump hefðu þeir engu að síður verið sviknir og sektin endurspeglar meðal annars þann hagnað sem þeir fóru á mis við.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“