Rússar halda árásum áfram Auðun Georg Ólafsson skrifar 21. ágúst 2025 10:18 Árásir voru meðal annars framdar í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Þessi mynd var tekin í dag og sýnir skemmdir í borginni. EPA/MYKOLA TYS Rússar skutu hundruðum dróna og eldflauga á skotmörk í vesturhluta Úkraínu í nótt. Að sögn embættismanna í Úkraínu var þetta ein ákafasta loftárás Rússa síðustu vikna. Árásir voru tilkynntar í borgunum Zaporizhzhia, Dnipropetrovsk og Lviv, þar sem einn lést og fimmtán særðust. Vesturhluti Úkraínu er langt frá víglínunni í austur- og suðurhluta landsins. Talið er að stór hluti hernaðaraðstoðar sem bandamenn Úkraínu veita sé fluttur og geymdur í vesturhlutanum, að því er AP fréttaveitan greinir frá. Ekki merki um samningsvilja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fordæmdi árásina og sagði að hún hefði verið framkvæmd rétt eins og ekkert hefði verið að breytast til batnaðar í samskiptum ríkjanna að undanförnu. Hann sakaði stjórnvöld í Moskvu um að sýna engin merki um samningsvilja og hvatti alþjóðasamfélagið til að bregðast við með meiri þrýstingi á Rússland, þar á meðal með hertum viðskiptaþvingunum og tollum. Athygli vekur að árásirnar voru gerðar á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reynir að draga leiðtoga Rússlands og Úkraínu að samningaborðinu með aðkomu leiðtoga Evrópu. Útfærsla öryggistrygginga Selenskí hefur sagt að Úkraína væri reiðubúin til að grandskoða hvernig öryggistryggingar landsins frá bandamönnum úr vestri verða útfærðar, með tilvísun í fimmtu grein Atlandshafsbandalagsins þar sem árás á eitt aðildarríki telst árás á þau öll. Æðstu embættismenn Úkraínu eru núna að átta sig á þessu og telur Selenskí þá greiningarvinnu taka um 10 daga. Hann býst við að eftir þann tíma verði hann tilbúinn til að eiga beinar viðræður við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Viðræðurnar gætu einnig farið fram með aðkomu Donald Trump Bandaríkjaforseta, að sögn Selenskí. Hann hefur nefnt Sviss, Austurríki eða Tyrkland sem mögulega fundarstaði með mögulegri aðkomu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá hafa stjórnvöld í Ungverjalandi boðist til að halda leiðtogafundinn í Budapest. Beðið er eftir viðbrögðum frá Moskvu, öðrum en drónum og eldflaugum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira
Árásir voru tilkynntar í borgunum Zaporizhzhia, Dnipropetrovsk og Lviv, þar sem einn lést og fimmtán særðust. Vesturhluti Úkraínu er langt frá víglínunni í austur- og suðurhluta landsins. Talið er að stór hluti hernaðaraðstoðar sem bandamenn Úkraínu veita sé fluttur og geymdur í vesturhlutanum, að því er AP fréttaveitan greinir frá. Ekki merki um samningsvilja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fordæmdi árásina og sagði að hún hefði verið framkvæmd rétt eins og ekkert hefði verið að breytast til batnaðar í samskiptum ríkjanna að undanförnu. Hann sakaði stjórnvöld í Moskvu um að sýna engin merki um samningsvilja og hvatti alþjóðasamfélagið til að bregðast við með meiri þrýstingi á Rússland, þar á meðal með hertum viðskiptaþvingunum og tollum. Athygli vekur að árásirnar voru gerðar á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reynir að draga leiðtoga Rússlands og Úkraínu að samningaborðinu með aðkomu leiðtoga Evrópu. Útfærsla öryggistrygginga Selenskí hefur sagt að Úkraína væri reiðubúin til að grandskoða hvernig öryggistryggingar landsins frá bandamönnum úr vestri verða útfærðar, með tilvísun í fimmtu grein Atlandshafsbandalagsins þar sem árás á eitt aðildarríki telst árás á þau öll. Æðstu embættismenn Úkraínu eru núna að átta sig á þessu og telur Selenskí þá greiningarvinnu taka um 10 daga. Hann býst við að eftir þann tíma verði hann tilbúinn til að eiga beinar viðræður við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Viðræðurnar gætu einnig farið fram með aðkomu Donald Trump Bandaríkjaforseta, að sögn Selenskí. Hann hefur nefnt Sviss, Austurríki eða Tyrkland sem mögulega fundarstaði með mögulegri aðkomu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá hafa stjórnvöld í Ungverjalandi boðist til að halda leiðtogafundinn í Budapest. Beðið er eftir viðbrögðum frá Moskvu, öðrum en drónum og eldflaugum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira
Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21