Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Smári Jökull Jónsson og Agnar Már Másson skrifa 16. ágúst 2025 12:59 „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um,“ segir slökkviliðsmaður um ástandið á Kjarvalsstöðum. Annars staðar var staðan ekki eins góð. Samsett mynd Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum. Gríðarlegt vatnsveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær en á fjörutíu mínútna tímabili var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út átján sinnum vegna vatnsleka. Mestur viðbúnaður var við Kjarvalsstaði en þar flæddi vatn inn í kjallara þar sem listaverk eru geymd. Betur fór en á horfðist og er talið að tjón hafi aðeins orðið á innanstokksmunum að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu. „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um. Sem betur fer náðist að dæla þessu í burtu áður en hlaust af tjón,“ segir Guðmundur hjá slökkviliðinu. Þá var slökkviliðið kallað að Hafnarhúsinu þar sem vatn hafði einnig komist inn sem og í heimahús. „Síðan eru þetta heimahús að vatn í flestum tilfellum kom upp úr klósettum eða niðurföllum. Það er ágætis áminning núna fyrir haustin að fylgjast vel með fráveitukerfinu okkar.“ Á tímabili voru allar stöðvar slökkviliðsins uppteknar í verkefnum og því þurfti að forgangsraða. „En við þurfum að fara á svæðið og meta hvert útkall fyrir sig. Svo hjálpuðum við íbúum í nokkrum húsum með því að fara með dælur til þeirra og skilja eftir þannig að íbúarnir sáu sjálfir um að dæla vatninu út, við sköffuðum bara búnað,“ segir Guðmundur. „Vissulega varð töluvert eignatjón hjá einhverjum íbúum á höfuðborgarsvæðinu þar sem innanstokksmunir og hlutir skemmdust þar sem flæddi upp úr niðurföllum og klósettum í kjöllurum. Við sáum eitthvað af tjóni en ég get ekki slegið á verðmæti, þetta getur verið töluvert tjón fyrir fólk.“ Þá urðu margir varir við þrumu- og eldingaveður sem gekk yfir á sama tíma. Sundlaugar voru tæmdar og þá er fólki ráðið frá að nýta heita potta við heimahús í slíku veðri. „Það er öruggast fyrir okkur það sjaldan þegar það gerist að það kemur eldingaveður á höfuðborgarsvæðinu að halda sig innandyra rétt á meðan það gengur yfir,“ sagði Guðmundur. Vatn Veður Slökkvilið Söfn Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Gríðarlegt vatnsveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær en á fjörutíu mínútna tímabili var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út átján sinnum vegna vatnsleka. Mestur viðbúnaður var við Kjarvalsstaði en þar flæddi vatn inn í kjallara þar sem listaverk eru geymd. Betur fór en á horfðist og er talið að tjón hafi aðeins orðið á innanstokksmunum að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu. „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um. Sem betur fer náðist að dæla þessu í burtu áður en hlaust af tjón,“ segir Guðmundur hjá slökkviliðinu. Þá var slökkviliðið kallað að Hafnarhúsinu þar sem vatn hafði einnig komist inn sem og í heimahús. „Síðan eru þetta heimahús að vatn í flestum tilfellum kom upp úr klósettum eða niðurföllum. Það er ágætis áminning núna fyrir haustin að fylgjast vel með fráveitukerfinu okkar.“ Á tímabili voru allar stöðvar slökkviliðsins uppteknar í verkefnum og því þurfti að forgangsraða. „En við þurfum að fara á svæðið og meta hvert útkall fyrir sig. Svo hjálpuðum við íbúum í nokkrum húsum með því að fara með dælur til þeirra og skilja eftir þannig að íbúarnir sáu sjálfir um að dæla vatninu út, við sköffuðum bara búnað,“ segir Guðmundur. „Vissulega varð töluvert eignatjón hjá einhverjum íbúum á höfuðborgarsvæðinu þar sem innanstokksmunir og hlutir skemmdust þar sem flæddi upp úr niðurföllum og klósettum í kjöllurum. Við sáum eitthvað af tjóni en ég get ekki slegið á verðmæti, þetta getur verið töluvert tjón fyrir fólk.“ Þá urðu margir varir við þrumu- og eldingaveður sem gekk yfir á sama tíma. Sundlaugar voru tæmdar og þá er fólki ráðið frá að nýta heita potta við heimahús í slíku veðri. „Það er öruggast fyrir okkur það sjaldan þegar það gerist að það kemur eldingaveður á höfuðborgarsvæðinu að halda sig innandyra rétt á meðan það gengur yfir,“ sagði Guðmundur.
Vatn Veður Slökkvilið Söfn Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent