Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 18:33 Beate Gangås, yfirmaður PST, og Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar. EPA Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða. Nokkrir háttsettir norskir embættismenn sóttu í dag ráðstefnu þar sem fjallað var um fjölþáttaógnir frá Rússlandi og hvort Noregur væri í raun í stríði, samkvæmt frétt VG. Beate Gangås, yfirmaður PST, var meðal þeirra sem sótti ráðstefnuna en hún sagði Rússa hafa gert áðurnefnda árás á kerfi stíflu í Noregi í apríl. Eftir að tölvuþrjótarnir tóku yfir stífluna opnuðu þeir fyrir vatnsflæði úr henni, sem tók fjóra tíma að stöðva. Hún sagði markmiðið ekki endilega að valda tjóni eða mannfalli, heldur vildu Rússar sýna hvers megnugir þeir væru og valda ótta. Þá sagði hún að tölvu- og fjölþáttaógnum Rússa á Vesturlöndum færi fjölgandi. Enn fremur sagði Gangås að rússneskir nágrannar Norðmanna væru að orðnir hættulegri en áður. Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar sem sótti einnig ráðstefnuna, sagði Norðmenn ekki í stríði en hélt því fram að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, teldi sig í stöðugum átökum við Vesturlönd. Hann sagði einnig að Rússland væri helsta ógnin sem Norðmenn stæðu frammi fyrir þessa dagana. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir, skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir á Vesturlöndum. Saka Norðmenn enn um hervæðingu Svalbarða Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi ráðamenn í Noregi harðlega á blaðamannafundi í morgun og sakaði þá um hervæðingu Svalbarða. Hann sagði einnig að Norðmenn væru að „skapa andrúmsloft ágreinings“ í eyjaklasanum og auka spennu á norðurslóðum, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins. Hann sakaði Norðmenn einnig um að auka spennu á norðurslóðum og vísaði meðal annars til refsiaðgerða gegn Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti fyrr á árinu að fjölga ætti rússneskum hermönnum á norðurslóðum og sakaði á sama tíma aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu þar. Meðal annars vísaði hann til refsiaðgerða og sagði að Rússar, sem stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Sjá einnig: Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Norðmenn tóku nýverið þá ákvörðun að loka norskum höfnum fyrir skipum úr hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússlands, sem notaður hefur verið til að komast hjá refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þær aðgerðir tóku gildi á mánudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Rússlandi láta ummæli sem þessi falla en þeir gerðu það til að mynda einnig í mars. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands sagði að þessi meinta hervæðing Svalbarða færi gegn samningnum og væri alfarið óásættanleg. Noregur Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Vladimír Pútín Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira
Nokkrir háttsettir norskir embættismenn sóttu í dag ráðstefnu þar sem fjallað var um fjölþáttaógnir frá Rússlandi og hvort Noregur væri í raun í stríði, samkvæmt frétt VG. Beate Gangås, yfirmaður PST, var meðal þeirra sem sótti ráðstefnuna en hún sagði Rússa hafa gert áðurnefnda árás á kerfi stíflu í Noregi í apríl. Eftir að tölvuþrjótarnir tóku yfir stífluna opnuðu þeir fyrir vatnsflæði úr henni, sem tók fjóra tíma að stöðva. Hún sagði markmiðið ekki endilega að valda tjóni eða mannfalli, heldur vildu Rússar sýna hvers megnugir þeir væru og valda ótta. Þá sagði hún að tölvu- og fjölþáttaógnum Rússa á Vesturlöndum færi fjölgandi. Enn fremur sagði Gangås að rússneskir nágrannar Norðmanna væru að orðnir hættulegri en áður. Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar sem sótti einnig ráðstefnuna, sagði Norðmenn ekki í stríði en hélt því fram að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, teldi sig í stöðugum átökum við Vesturlönd. Hann sagði einnig að Rússland væri helsta ógnin sem Norðmenn stæðu frammi fyrir þessa dagana. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir, skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir á Vesturlöndum. Saka Norðmenn enn um hervæðingu Svalbarða Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi ráðamenn í Noregi harðlega á blaðamannafundi í morgun og sakaði þá um hervæðingu Svalbarða. Hann sagði einnig að Norðmenn væru að „skapa andrúmsloft ágreinings“ í eyjaklasanum og auka spennu á norðurslóðum, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins. Hann sakaði Norðmenn einnig um að auka spennu á norðurslóðum og vísaði meðal annars til refsiaðgerða gegn Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti fyrr á árinu að fjölga ætti rússneskum hermönnum á norðurslóðum og sakaði á sama tíma aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu þar. Meðal annars vísaði hann til refsiaðgerða og sagði að Rússar, sem stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Sjá einnig: Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Norðmenn tóku nýverið þá ákvörðun að loka norskum höfnum fyrir skipum úr hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússlands, sem notaður hefur verið til að komast hjá refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þær aðgerðir tóku gildi á mánudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Rússlandi láta ummæli sem þessi falla en þeir gerðu það til að mynda einnig í mars. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands sagði að þessi meinta hervæðing Svalbarða færi gegn samningnum og væri alfarið óásættanleg.
Noregur Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Vladimír Pútín Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira