Enski boltinn

Hafa selt næstum alla vörnina en liðs­styrkur á leiðinni frá liði Hákonar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bafodé Diakité í leik Lille gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili.
Bafodé Diakité í leik Lille gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. EPA/ADAM VAUGHAN

Flest bendir til þess að franski miðvörðurinn Bafodé Diakité gangi í raðir Bournemouth frá Lille.

Bournemouth hefur selt miðvörðinn Dean Huijsen til Real Madrid, vinstri bakvörðinn Milos Kerkez til Liverpool og miðvörðurinn Illia Zabarnyi er á leið til Paris Saint-Germain. Þrír af fjórum úr vörn Bournemouth á síðasta tímabili eru því farnir eða á förum frá liðinu.

Diakité gekk til liðs við Lille frá Toulouse fyrir þremur árum. Hann hefur leikið 110 leiki fyrir Lille og skorað þrettán mörk. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur mð Lille.

Talið er að Bournemouth greiði 34,7 milljónir punda fyrir hinn 24 ára Diakité. Það myndi gera hann að næstdýrasta leikmanni í sögu félagsins, á eftir framherjanum Evanilson sem Bournemouth keypti frá Porto fyrir 40,2 milljónir punda í fyrra.

Bournemouth endaði í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en liðið hefur aldrei endað ofar í efstu deild í sögunni.

Bournemouth sækir meistara Liverpool heim í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×