Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2025 22:05 Halldór Árnason hefði viljað fá meira út úr yfirburðum liðs síns í kvöld. Vísir / Diego Halldór Árnason þjálfari Blika var gríðarlega svekktur með niðurstöðuna í lok leiks á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skoruðu sigurmark leiksins í uppbótartíma í leik sem endaði 2-1 fyrir heimamenn. „Þetta svíður verulega það verður að segjast alveg eins og er. Þannig er bara lífið og fótboltinn stundum, við þurfum að losna við þá tilfinningu sem fyrst, það er stutt í næsta leik.“ Valsmenn skoruðu bæði mörk sín eftir hornspyrnur þar sem Valsmenn settu mikla pressu á Anton Ara markmanna Breiðabliks. Halldóri fannst þó ekki vera brotið á sínum manni í aðdraganda markanna. „Ég er ekki viss um að það sé brot akkúrat þegar mörkin koma. Þeir hins vegar brjóta, brjóta og brjóta áður en spyrnan er tekin, þá færðu að taka spyrnuna aftur og búa til kaos í teignum. Svo eru þetta náttúrulega fáránlega góðar spyrnur og þeir bara gera þetta vel.“ Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk.Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk. „Ég held það sé nú alltaf þannig þegar þú færð á þig mörk, en spyrnurnar eru frábærar. Þeir múra Anton einhvern veginn inn í markinu, stundum má það og stundum ekki. En það var leyft frá upphafi og þá er línan þannig, það er ekkert hægt að segja við því. Sólin líka beint í augun á mönnum, þannig þetta gekk hjá þeim í þetta skiptið.“ Halldór fannst Blikar hafa verið með mikla yfirburði í leiknum. „Yfirburðirnir voru miklir í 70 mínútur þegar við hápressuðum þá nánast inn í eigið mark og þeir komast ekki neitt. Svo taka þeir ekkert eðlilega góða ákvörðun í kringum 70. mínútu þegar þeir hætta að gera tilraun til að spila boltanum á milli sín og bara hamra honum upp í hvert einasta skipti og reyna vinna horn. Þeir halda okkur hérna niðri með því sem er bara hluti af fótbolta og bara alvöru hrós á þá fyrir að snúa gangi leiksins á þennan hátt. Frammistaðan og orkustigið okkar var stórkostlegt í 70 mínútur en þeir bara taka þessa ákvörðun og gera bara fáránlega vel.“ Valsmenn tóku fimm stiga forystu á toppi deildarinnar með sigrinum. Halldór var spurður hvernig toppbaráttan horfir við honum eftir tapið. „Þetta er fljótt að breytast og fljótt að sveiflast. Við setjum hausinn núna á Evrópudeildina á fimmtudaginn , svo bara er það næsti leikur og við reynum að eiga góða frammistöðu sem skila vonandi aðeins betri stigastöfnun. Við höfum ekki tapað síðan í maí en of mörg jafntefli, ég myndi gjarnan vilja vera með fleiri stig burtséð frá því hversu mörg stig hin liðin eru með.“ Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
„Þetta svíður verulega það verður að segjast alveg eins og er. Þannig er bara lífið og fótboltinn stundum, við þurfum að losna við þá tilfinningu sem fyrst, það er stutt í næsta leik.“ Valsmenn skoruðu bæði mörk sín eftir hornspyrnur þar sem Valsmenn settu mikla pressu á Anton Ara markmanna Breiðabliks. Halldóri fannst þó ekki vera brotið á sínum manni í aðdraganda markanna. „Ég er ekki viss um að það sé brot akkúrat þegar mörkin koma. Þeir hins vegar brjóta, brjóta og brjóta áður en spyrnan er tekin, þá færðu að taka spyrnuna aftur og búa til kaos í teignum. Svo eru þetta náttúrulega fáránlega góðar spyrnur og þeir bara gera þetta vel.“ Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk.Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk. „Ég held það sé nú alltaf þannig þegar þú færð á þig mörk, en spyrnurnar eru frábærar. Þeir múra Anton einhvern veginn inn í markinu, stundum má það og stundum ekki. En það var leyft frá upphafi og þá er línan þannig, það er ekkert hægt að segja við því. Sólin líka beint í augun á mönnum, þannig þetta gekk hjá þeim í þetta skiptið.“ Halldór fannst Blikar hafa verið með mikla yfirburði í leiknum. „Yfirburðirnir voru miklir í 70 mínútur þegar við hápressuðum þá nánast inn í eigið mark og þeir komast ekki neitt. Svo taka þeir ekkert eðlilega góða ákvörðun í kringum 70. mínútu þegar þeir hætta að gera tilraun til að spila boltanum á milli sín og bara hamra honum upp í hvert einasta skipti og reyna vinna horn. Þeir halda okkur hérna niðri með því sem er bara hluti af fótbolta og bara alvöru hrós á þá fyrir að snúa gangi leiksins á þennan hátt. Frammistaðan og orkustigið okkar var stórkostlegt í 70 mínútur en þeir bara taka þessa ákvörðun og gera bara fáránlega vel.“ Valsmenn tóku fimm stiga forystu á toppi deildarinnar með sigrinum. Halldór var spurður hvernig toppbaráttan horfir við honum eftir tapið. „Þetta er fljótt að breytast og fljótt að sveiflast. Við setjum hausinn núna á Evrópudeildina á fimmtudaginn , svo bara er það næsti leikur og við reynum að eiga góða frammistöðu sem skila vonandi aðeins betri stigastöfnun. Við höfum ekki tapað síðan í maí en of mörg jafntefli, ég myndi gjarnan vilja vera með fleiri stig burtséð frá því hversu mörg stig hin liðin eru með.“
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira