Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2025 17:06 Davíð Smári Lamude var ánægður með liðið sitt í dag. Vísir/Diego Vestri vann dramatískan sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 með marki á 92. mínútu og var þjálfari Vestra, Davíð Smáir Lamude, ánægður með ýmislegt eftir leik. „Ótrúlega skemmtilegur leikur og ennþá skemmtilegra þegar það dettur okkar megin. Ég er ótrúlega ánægður með frammistöðu liðsins, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Mér leið einhvern veginn þannig fyrir leik að það lið sem hefði meira orkustig myndi líklega taka öll stigin hér í dag“, sagði Davíð skömmu eftir leik. „Ég ætla svo sem ekki að fullyrða um það að við höfum haft meiri orku en Fram en allavega þá skilum við okkur gríðarlega vel í boxið og alveg undir lok leiks. Mikið um færi hér í dag á báða enda, Guy heldur inni í þessu á þeim tíma þegar við erum ekki í takti og hrikalega góður sprettur hjá Fatah undir lokin sem býr til þetta mark sem snýst auðvitað um orkustig og bara vilja. Ótrúlega stoltur af strákunum í dag.“ Aðspurður um mörk Fram og þegar þeir komast yfir tvisvar sinnum í leiknum: „Fram er gríðarlega sterkt varnarlið og auðvitað fer um mann þegar þeir skora því maður veit að það er erfitt að koma marki á þá en einhvern veginn var trúin þannig að þetta gæti orðið okkar dagur og það endaði þannig. Auðvitað fann maður það á köflum í leiknum að það var ofboðslega mikið undir og það vantaði kannski pínu upp á ró og yfirvegun á boltann en heilt yfir datt þetta okkar megin og það gerir þetta auðvitað alveg ofboðslega sætt.“ Það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri Fram undan er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins og það er ansi bjart yfir öllu núna hjá Vestra. „Já, það er ansi bjart yfir öllu og mikil ánægja hjá öllum sem standa að þessu að geta gefið Vestfirðinum svona móment sem eru auðvitað ógleymanleg og auðvitað fer um mann af gleði að við getum fengið að upplifa þetta öll saman. Ég vona bara að það verði ákveðin general prufa gegn Stjörnunni í næsta leik í deildinni því hvert einasta stig í deildinni skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Það er ekkert komið í þessu, fyrir leikinn í dag vorum við í sjötta sæti en samt með annan fótinn í fallbaráttu. Þetta er ofboðslega þétt. En enn og aftur, við þurfum bara að fjölmenna á Stjörnuvöllinn og fá alla okkar stuðningsmenn þangað til að undirbúa okkur fyrir það sem koma skal á Laugardalsvelli 22. ágúst og við erum auðvitað bara gríðarlega stoltir að geta boðið Vestfirðingum og stuðningsmönnum Vestra upp á þetta ævintýri sem við erum að upplifa og það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri. Við þurfum að nýta það og njóta þess á meðan er“, sagði Davíð Smári að lokum. Vestri Besta deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Enski boltinn Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
„Ótrúlega skemmtilegur leikur og ennþá skemmtilegra þegar það dettur okkar megin. Ég er ótrúlega ánægður með frammistöðu liðsins, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Mér leið einhvern veginn þannig fyrir leik að það lið sem hefði meira orkustig myndi líklega taka öll stigin hér í dag“, sagði Davíð skömmu eftir leik. „Ég ætla svo sem ekki að fullyrða um það að við höfum haft meiri orku en Fram en allavega þá skilum við okkur gríðarlega vel í boxið og alveg undir lok leiks. Mikið um færi hér í dag á báða enda, Guy heldur inni í þessu á þeim tíma þegar við erum ekki í takti og hrikalega góður sprettur hjá Fatah undir lokin sem býr til þetta mark sem snýst auðvitað um orkustig og bara vilja. Ótrúlega stoltur af strákunum í dag.“ Aðspurður um mörk Fram og þegar þeir komast yfir tvisvar sinnum í leiknum: „Fram er gríðarlega sterkt varnarlið og auðvitað fer um mann þegar þeir skora því maður veit að það er erfitt að koma marki á þá en einhvern veginn var trúin þannig að þetta gæti orðið okkar dagur og það endaði þannig. Auðvitað fann maður það á köflum í leiknum að það var ofboðslega mikið undir og það vantaði kannski pínu upp á ró og yfirvegun á boltann en heilt yfir datt þetta okkar megin og það gerir þetta auðvitað alveg ofboðslega sætt.“ Það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri Fram undan er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins og það er ansi bjart yfir öllu núna hjá Vestra. „Já, það er ansi bjart yfir öllu og mikil ánægja hjá öllum sem standa að þessu að geta gefið Vestfirðinum svona móment sem eru auðvitað ógleymanleg og auðvitað fer um mann af gleði að við getum fengið að upplifa þetta öll saman. Ég vona bara að það verði ákveðin general prufa gegn Stjörnunni í næsta leik í deildinni því hvert einasta stig í deildinni skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Það er ekkert komið í þessu, fyrir leikinn í dag vorum við í sjötta sæti en samt með annan fótinn í fallbaráttu. Þetta er ofboðslega þétt. En enn og aftur, við þurfum bara að fjölmenna á Stjörnuvöllinn og fá alla okkar stuðningsmenn þangað til að undirbúa okkur fyrir það sem koma skal á Laugardalsvelli 22. ágúst og við erum auðvitað bara gríðarlega stoltir að geta boðið Vestfirðingum og stuðningsmönnum Vestra upp á þetta ævintýri sem við erum að upplifa og það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri. Við þurfum að nýta það og njóta þess á meðan er“, sagði Davíð Smári að lokum.
Vestri Besta deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Enski boltinn Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira