Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2025 13:46 Vladimír Pútin, forseti Rússlands, opinberaði kjarnorkuknúnar stýriflaugar Rússlands árið 2018. EPA/VYACHESLAV PROKOFIEV Rússar eru taldir líklegir til að gera á næstu dögum tilraun með nýja tegund stýriflauga sem getur bæði borið kjarnorkuvopn og er knúin af kjarnorku. Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum og hafa fregnir borist af því að skjóta eigi henni á loft á norðurslóðum. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Samkvæmt frétt Barents Observer hafa Rússar lokað stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya en vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa gert þar tilraunir í áratugi. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Sjá einnig: Fimm látnir eftir kjarnorkuslys í Rússlandi Þá hafa Rússar einnig komið fjórum skipum og tveimur flugvélum fyrir á svæðinu, auk þess sem Bandaríkjamenn flugu nýverið sérstakri flugvél sem hönnuð er til að greina geislavirkni af gífurlegri nákvæmni yfir svæðið. Kort sem sýnir hvar Novaya Zemlya eyjarnar eru.Google Eins og fram kemur í frétt Newsweek er flugvél þessi sérstaklega hönnuð til að greina samsætur í andrúmsloftinu og er hún í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar hafa sent eftirlitsvélar að Barentshafinu á undanförnum vikum. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og kjarnorkuknúin tundurskeyti eru Norðmenn. Leyniþjónusta Noregs birti í fyrra skýrslu þar sem fram kom að hætta væri á geislamengun vegna slysa við tilraunirnar. Þar kom einnig fram að Rússar væru ekki líklegir til að hætta þessum tilraunum. Deilt um eldflaugasáttmála Ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir á dögunum að þeir væru hættir að fylgja eftir eldflaugasáttmála sem gerður var milli Rússlands og Bandaríkjanna á árum áður. Samkomulag þetta kallaðist Intermediate-Range Nuclear Treaty (INF) og fól í sér bann við framleiðslu og notkun meðaldrægra eldflauga og stýriflauga (Fimm hundruð til fimm þúsund kílómetrar) sem skotið er af jörðu niðri og geta borið kjarnorkuvopn. Sáttmálinn bannaði ekki eldflaugar sem skotið er frá skipum, kafbátum eða flugvélum. Bandaríkjamenn riftu samkomulaginu árið 2019 eftir að hafa um árabil sakað Rússa um að brjóta gegn því. Meðal annars var vísað til þess að Rússar væru að nota stýriflaugar sem sáttmálinn bannaði. Þegar Barack Obama var forseti sökuðu Bandaríkjamenn einnig Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Sjá einnig: Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Í byrjun þessarar viku sendi utanríkisráðuneyti Rússlands út yfirlýsingu um að ríkið væri ekki lengur bundið sáttmálanum og var vísað til þess að Bandaríkjamenn væru að flytja eldflaugar til Evrópu og Asíu. Ekki var nefnt í yfirlýsingunni að Rússar hefðu skotið Oreshnik skotflaugum að Úkraínu í nóvember. Notkun þeirra var bönnuð í INF-sáttmálanum. Rússland Vladimír Pútín Noregur Norðurslóðir Kjarnorka Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira
Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Samkvæmt frétt Barents Observer hafa Rússar lokað stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya en vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa gert þar tilraunir í áratugi. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Sjá einnig: Fimm látnir eftir kjarnorkuslys í Rússlandi Þá hafa Rússar einnig komið fjórum skipum og tveimur flugvélum fyrir á svæðinu, auk þess sem Bandaríkjamenn flugu nýverið sérstakri flugvél sem hönnuð er til að greina geislavirkni af gífurlegri nákvæmni yfir svæðið. Kort sem sýnir hvar Novaya Zemlya eyjarnar eru.Google Eins og fram kemur í frétt Newsweek er flugvél þessi sérstaklega hönnuð til að greina samsætur í andrúmsloftinu og er hún í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar hafa sent eftirlitsvélar að Barentshafinu á undanförnum vikum. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og kjarnorkuknúin tundurskeyti eru Norðmenn. Leyniþjónusta Noregs birti í fyrra skýrslu þar sem fram kom að hætta væri á geislamengun vegna slysa við tilraunirnar. Þar kom einnig fram að Rússar væru ekki líklegir til að hætta þessum tilraunum. Deilt um eldflaugasáttmála Ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir á dögunum að þeir væru hættir að fylgja eftir eldflaugasáttmála sem gerður var milli Rússlands og Bandaríkjanna á árum áður. Samkomulag þetta kallaðist Intermediate-Range Nuclear Treaty (INF) og fól í sér bann við framleiðslu og notkun meðaldrægra eldflauga og stýriflauga (Fimm hundruð til fimm þúsund kílómetrar) sem skotið er af jörðu niðri og geta borið kjarnorkuvopn. Sáttmálinn bannaði ekki eldflaugar sem skotið er frá skipum, kafbátum eða flugvélum. Bandaríkjamenn riftu samkomulaginu árið 2019 eftir að hafa um árabil sakað Rússa um að brjóta gegn því. Meðal annars var vísað til þess að Rússar væru að nota stýriflaugar sem sáttmálinn bannaði. Þegar Barack Obama var forseti sökuðu Bandaríkjamenn einnig Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Sjá einnig: Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Í byrjun þessarar viku sendi utanríkisráðuneyti Rússlands út yfirlýsingu um að ríkið væri ekki lengur bundið sáttmálanum og var vísað til þess að Bandaríkjamenn væru að flytja eldflaugar til Evrópu og Asíu. Ekki var nefnt í yfirlýsingunni að Rússar hefðu skotið Oreshnik skotflaugum að Úkraínu í nóvember. Notkun þeirra var bönnuð í INF-sáttmálanum.
Rússland Vladimír Pútín Noregur Norðurslóðir Kjarnorka Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira