Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 17:32 Harðar deilur hafa staðið yfir um styttuna frá árinu 2006. Stytta af brjóstgóðri hafmeyju sem stendur við Drageyri rétt sunnan við Kaupmannahöfn verður tekin niður eftir fjölmargar kvartanir þess efnis að hún sé of kynferðisleg. Styttan er tæplega fjögurra metra há og leit dagsins ljós árið 2006, og var þá staðsett nokkuð hundrað metrum frá sjálfri litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn. Árið 2018 var hún svo færð suður til Drageyrar vegna fjölmargra kvartana um að hún væri of kynferðisleg og særði blygðunarkennd vegfarenda, en barmur styttunnar hefur verið viðfang harðra deilna frá upphafi. Styttan falli ekki inn í umhverfið Menningarmálaráðuneyti Danmerkur hefur ákveðið að fjarlægja styttuna, en sagt er að styttan passi illa saman við menningarlega arfleið Drageyrarvirkis, sem byggt var árið 1910. Mathias Kryger, listagagnrýnandi dagblaðsins Politiken, hefur lýst styttunni sem klámfenginni. Styttan er rétt tæplega fjögurra metra há. Sorine Gotfredsen, blaðamaður dagblaðsins Berlingske, segir að styttan sé blautur draumur karlmanna um það hvernig konur eigi að líta út. Styttan stuðli ekki að aukinni líkamsvirðingu meðal kvenna. Peter Bech, danskur veitingamaður, er sá sem hannaði og fjármagnaði styttuna. Hann skilur ekkert í gagnrýninni sem styttan hefur þurft að þola. „Hafmeyjan er í fullkomlega eðlilegum hlutföllum miðað við stærð hennar. Auðvitað eru brjóstin stór á stórri konu,“ segir Peter Bech. Hann sagði að styttan laðaði að sér ferðamenn og sagði að umræðan um styttuna væri komin út í tóma vitleysu, en hann hefur óskað eftir því að ákvörðun um að taka hana niður verði endurskoðuð. Styttan stendur eins og er við Drageyrarvirki rétt sunnan við Kaupmannahöfn. Hafmeyjan sem tákn Danmerkur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn er eitt frægasta mannvirki Danmerkur, en hún er eins og frægt er byggð á ævintýri H.C. Andersen um litlu hafmeyjuna. Hinn hálfíslenski myndhöggvari Edvar Eriksen gerði styttuna úr bronsi árið 1913 og hefur hún verið vinsæll áfangastaður ferðamanna allar götur síðan. Frumkvæðið að verkinu hafði Daninn Carl Jacobsen, sem hafði orðið hugfanginn af ballett um ævintýrið sem sýndur var í konunglega danska leikhúsinu. Ævintýrið um litlu hafmeyjuna var fyrst gefið út árið 1837. Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn. Jyllands Posten TV2Kosmopol Telegraph Danmörk Styttur og útilistaverk Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Styttan er tæplega fjögurra metra há og leit dagsins ljós árið 2006, og var þá staðsett nokkuð hundrað metrum frá sjálfri litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn. Árið 2018 var hún svo færð suður til Drageyrar vegna fjölmargra kvartana um að hún væri of kynferðisleg og særði blygðunarkennd vegfarenda, en barmur styttunnar hefur verið viðfang harðra deilna frá upphafi. Styttan falli ekki inn í umhverfið Menningarmálaráðuneyti Danmerkur hefur ákveðið að fjarlægja styttuna, en sagt er að styttan passi illa saman við menningarlega arfleið Drageyrarvirkis, sem byggt var árið 1910. Mathias Kryger, listagagnrýnandi dagblaðsins Politiken, hefur lýst styttunni sem klámfenginni. Styttan er rétt tæplega fjögurra metra há. Sorine Gotfredsen, blaðamaður dagblaðsins Berlingske, segir að styttan sé blautur draumur karlmanna um það hvernig konur eigi að líta út. Styttan stuðli ekki að aukinni líkamsvirðingu meðal kvenna. Peter Bech, danskur veitingamaður, er sá sem hannaði og fjármagnaði styttuna. Hann skilur ekkert í gagnrýninni sem styttan hefur þurft að þola. „Hafmeyjan er í fullkomlega eðlilegum hlutföllum miðað við stærð hennar. Auðvitað eru brjóstin stór á stórri konu,“ segir Peter Bech. Hann sagði að styttan laðaði að sér ferðamenn og sagði að umræðan um styttuna væri komin út í tóma vitleysu, en hann hefur óskað eftir því að ákvörðun um að taka hana niður verði endurskoðuð. Styttan stendur eins og er við Drageyrarvirki rétt sunnan við Kaupmannahöfn. Hafmeyjan sem tákn Danmerkur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn er eitt frægasta mannvirki Danmerkur, en hún er eins og frægt er byggð á ævintýri H.C. Andersen um litlu hafmeyjuna. Hinn hálfíslenski myndhöggvari Edvar Eriksen gerði styttuna úr bronsi árið 1913 og hefur hún verið vinsæll áfangastaður ferðamanna allar götur síðan. Frumkvæðið að verkinu hafði Daninn Carl Jacobsen, sem hafði orðið hugfanginn af ballett um ævintýrið sem sýndur var í konunglega danska leikhúsinu. Ævintýrið um litlu hafmeyjuna var fyrst gefið út árið 1837. Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn. Jyllands Posten TV2Kosmopol Telegraph
Danmörk Styttur og útilistaverk Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira