Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 12:17 Sólveig Anna á erfitt með að skilja yfirlýsingar Höllu Gunnarsdóttur um tillögur dómsmálaráðherra um dvalarleyfismál. Vísir/Vilhelm „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu á samfélagsmiðlum, en þar bregst hún við skrifum Höllu Gunnarsdóttur formanns VR, um grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, þar sem hún boðar hertar reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Dómsmálaráðherra birti grein í gærmorgun undir yfirskriftinni „Við þurfum ekki að loka landinu - við þurfum að opn augun“ þar sem hún boðaði stefnubreytingu í útlendingamálum. Halla Gunnarsdóttir sagði margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra og sagði meðal annars að flestir innflytjendur utan EES kæmu frá Úkraínu, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Sagði hún meðal annars að filippseyskir hjúkrunarfræðingar héldu uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Augljóst að dvalarleyfiskerfið sé gallað „Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að skilja yfirlýsingar formanns VR um tillögur dómsmálaráðherra um dvalarleyfismál. Það er augljóst að núverandi kerfi á innflutningi verkafólks frá löndum utan EES í gegnum dvalarleyfi er gallað,“ segir Sólveig Anna. Alvarleg tilfelli um misnotkun vinnuafls hafi komið í gegnum dvalarleyfiskerfið, til að mynda mál Víetnamanna á vegum Qang Le. „Það fólk sem að lenti í klónum á Quang Le kom hingað á löglegum atvinnu- og dvalarleyfum.“ Mikill skortur á starfsfólki í fátækari löndum Sólveig hnýtir svo í að Halla hafi látið í veðri vaka að mikill innflutningur hjúkrunarfræðinga frá Filippseyjum sé góður hlutur. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið afstöðu gegn því að hátekjulönd manni störf hjúkrunarfræðinga með því að flytja þá inn frá fátækari löndum, enda er skortur á heilbrigðisstarfsfólki enn meira vandamál þar en hér.“ Það sé skýr reynsla Eflingar að einstaklingar frá löndum utan EES sem hingað komi til starfa séu miklu líklegri en aðrir til að lenda í klóm óprúttinna atvinnurekenda. „Atvinnurekendur stunda skipulagðan launaþjófnað á þeim og nota sér svo ástandið til að lækka standardinn fyrir allt launafólk á landinu.“ Hlustar ekki á umvandanir fáfróðs millistéttarfólks Sólveig segir að svo virðist sem formaður VR skilji ekki hvað málið snúist um, eða hún sé mögulega að leita sér að tækifærum til dyggðaskreytingar í innflytjendamálum sem hún segir leiðan og þreytandi sið. „Í yfirlýsingu hennar er miklu púðri varið í að ræða um fólksflutninga innan EES, líkt og það standi til hjá Evrópusinnnanum Þorbjörgu Sigríði að stöðva þá. En grein dómsmálaráðherra fjallaði alls ekkert um það, heldur um dvalarleyfisveitingar frá löndum utan EES - frekar skýrt og óþarfi að valda frekari óreiðu og ruglingi um það.“ „Áður en að hin árvökula hjörð mætir til að ausa yfir mig úr sínum dyggðugu hjörtum þá vil ég taka fram að ég styð full réttindi og jöfnuð allra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði óháð uppruna. Ég er stolt af að leiða stéttarfélag sem hefur tekið svokallaða inngildingu aðflutts vinnuafls alvarlega og nenni ekki að hlusta á umvandanir frá fáfróðu millistéttarfólk um það. Góðar stundir,“ segir Sólveig að lokum. Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu á samfélagsmiðlum, en þar bregst hún við skrifum Höllu Gunnarsdóttur formanns VR, um grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, þar sem hún boðar hertar reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Dómsmálaráðherra birti grein í gærmorgun undir yfirskriftinni „Við þurfum ekki að loka landinu - við þurfum að opn augun“ þar sem hún boðaði stefnubreytingu í útlendingamálum. Halla Gunnarsdóttir sagði margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra og sagði meðal annars að flestir innflytjendur utan EES kæmu frá Úkraínu, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Sagði hún meðal annars að filippseyskir hjúkrunarfræðingar héldu uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Augljóst að dvalarleyfiskerfið sé gallað „Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að skilja yfirlýsingar formanns VR um tillögur dómsmálaráðherra um dvalarleyfismál. Það er augljóst að núverandi kerfi á innflutningi verkafólks frá löndum utan EES í gegnum dvalarleyfi er gallað,“ segir Sólveig Anna. Alvarleg tilfelli um misnotkun vinnuafls hafi komið í gegnum dvalarleyfiskerfið, til að mynda mál Víetnamanna á vegum Qang Le. „Það fólk sem að lenti í klónum á Quang Le kom hingað á löglegum atvinnu- og dvalarleyfum.“ Mikill skortur á starfsfólki í fátækari löndum Sólveig hnýtir svo í að Halla hafi látið í veðri vaka að mikill innflutningur hjúkrunarfræðinga frá Filippseyjum sé góður hlutur. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið afstöðu gegn því að hátekjulönd manni störf hjúkrunarfræðinga með því að flytja þá inn frá fátækari löndum, enda er skortur á heilbrigðisstarfsfólki enn meira vandamál þar en hér.“ Það sé skýr reynsla Eflingar að einstaklingar frá löndum utan EES sem hingað komi til starfa séu miklu líklegri en aðrir til að lenda í klóm óprúttinna atvinnurekenda. „Atvinnurekendur stunda skipulagðan launaþjófnað á þeim og nota sér svo ástandið til að lækka standardinn fyrir allt launafólk á landinu.“ Hlustar ekki á umvandanir fáfróðs millistéttarfólks Sólveig segir að svo virðist sem formaður VR skilji ekki hvað málið snúist um, eða hún sé mögulega að leita sér að tækifærum til dyggðaskreytingar í innflytjendamálum sem hún segir leiðan og þreytandi sið. „Í yfirlýsingu hennar er miklu púðri varið í að ræða um fólksflutninga innan EES, líkt og það standi til hjá Evrópusinnnanum Þorbjörgu Sigríði að stöðva þá. En grein dómsmálaráðherra fjallaði alls ekkert um það, heldur um dvalarleyfisveitingar frá löndum utan EES - frekar skýrt og óþarfi að valda frekari óreiðu og ruglingi um það.“ „Áður en að hin árvökula hjörð mætir til að ausa yfir mig úr sínum dyggðugu hjörtum þá vil ég taka fram að ég styð full réttindi og jöfnuð allra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði óháð uppruna. Ég er stolt af að leiða stéttarfélag sem hefur tekið svokallaða inngildingu aðflutts vinnuafls alvarlega og nenni ekki að hlusta á umvandanir frá fáfróðu millistéttarfólk um það. Góðar stundir,“ segir Sólveig að lokum.
Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira