Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2025 12:05 Már Wolfgang Mixa er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Már Wolfgang Mixa segir að tollastefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta muni líklega draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna, sem sé meginmarkmið stefnunnar. Hann líkir viðvarandi viðskiptahalla Bandaríkjanna sem „ákveðnu Titanic“ og ljóst sé að á einhverjum tímapunkti hafi þurft að taka sveig. Már segir varðandi tollastefnuna að áhrif hennar séu óljós og flókin, og breyturnar séu of margar til að hægt sé að spá fyrir um heildaráhrif hennar á hagkerfið. Staðan í þessum efnum sé eins og flókin staða á taflborði, þar sem margar breytur séu í gangi, og hlutir gætu farið í margar áttir. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við Má í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem tollar Trumps voru til umræðu. Verðbólga muni aukast Már segir að tollahækkanirnar muni einfaldlega þýða að það verði erfiðara fyrir þjóðir að flytja vörur til Bandaríkjanna og keppa við bandarískar vörur. Það hafi verið ætlunin með tollunum og það sé nokkuð ljóst að hún muni heppnast. Tollarnir þýði líka að ýmsar vörur í Bandaríkjunum muni hækka í verði. „Þessi tollur, hann fer að stórum hluta út í vöruverð, þannig að verðbógla mun aukast í Bandaríkjunum.“ „Auk þess þá minnkar þetta samkeppni, það er ekki alveg útséð hvernig bandarísk fyrirtæki munu bregðast við. Munu þau hækka verð á sínum vörum þar sem minni samkeppni er til staðar eða ekki?“ Þá hafi komið fram í fréttum í síðustu viku að verið væri að skapa færri störf í Bandaríkjunum nú en nokkru sinni fyrr. Trump hafi verið ósáttur við þær tölur, sagt þær rangar. „Já hann sagði að þær væru rangar, en það komu nú sáralítið rök með þeirri staðhæfingu. En hvort sem þær eru rangar eða ekki, það má vel vera að þær séu réttar af því það er meiri óvissa. Þegar óvissa eykst, þá draga fyrirtæki gjarnan saman seglin í að skapa ný störf.“ Væntingarvísitala Bandaríkjanna hafi mælst mjög lág, og hafi sjaldan mælst eins lág og síðustu vikur og mánuði. „Seinast þegar vísitalan féll svona mikið var það í aðdraganda 2008 hrunsins. Ég ætla ekkert að fara fullyrða um það hvort það sé einhver endurteknin í loftinu eða framundan í þeim efnum. En bandarískir neytendur eru að draga saman seglin, og það er ákveðinn fórnarkostnaður við það að setja tolla,“ segir Már. Lítill fyrirsjáanleiki Lítill fyrirsjáanleiki sé í tollastefnunni og það gæti haft áhrif á viðskiptaákvarðanir annarra þjóða. „Þegar það er lítill fyrirsjáanleiki, bara ef við lítum á Svisslendinga, ég er nokkuð viss um að mörg fyrirtæki í Sviss þessa stundina séu að funda núna og spyrja sig: Hvert getum við flutt úr vörur í stað Bandaríkjanna?“ „Það er bara mjög líklegt að það verði þróunin að þjóðir fari að leita annað. En það mun þá draga úr viðskiptahallanum í Bandaríkjunum, Bandaríkin flytja þá minna inn, og ef það er meginmarkmiðið með þessari tollastefnu, það eitt og sér, þá er þeim markmiðum, ég geri ráð fyrir að þau muni nást,“ segir Már. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Bítið Bylgjan Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Már segir varðandi tollastefnuna að áhrif hennar séu óljós og flókin, og breyturnar séu of margar til að hægt sé að spá fyrir um heildaráhrif hennar á hagkerfið. Staðan í þessum efnum sé eins og flókin staða á taflborði, þar sem margar breytur séu í gangi, og hlutir gætu farið í margar áttir. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við Má í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem tollar Trumps voru til umræðu. Verðbólga muni aukast Már segir að tollahækkanirnar muni einfaldlega þýða að það verði erfiðara fyrir þjóðir að flytja vörur til Bandaríkjanna og keppa við bandarískar vörur. Það hafi verið ætlunin með tollunum og það sé nokkuð ljóst að hún muni heppnast. Tollarnir þýði líka að ýmsar vörur í Bandaríkjunum muni hækka í verði. „Þessi tollur, hann fer að stórum hluta út í vöruverð, þannig að verðbógla mun aukast í Bandaríkjunum.“ „Auk þess þá minnkar þetta samkeppni, það er ekki alveg útséð hvernig bandarísk fyrirtæki munu bregðast við. Munu þau hækka verð á sínum vörum þar sem minni samkeppni er til staðar eða ekki?“ Þá hafi komið fram í fréttum í síðustu viku að verið væri að skapa færri störf í Bandaríkjunum nú en nokkru sinni fyrr. Trump hafi verið ósáttur við þær tölur, sagt þær rangar. „Já hann sagði að þær væru rangar, en það komu nú sáralítið rök með þeirri staðhæfingu. En hvort sem þær eru rangar eða ekki, það má vel vera að þær séu réttar af því það er meiri óvissa. Þegar óvissa eykst, þá draga fyrirtæki gjarnan saman seglin í að skapa ný störf.“ Væntingarvísitala Bandaríkjanna hafi mælst mjög lág, og hafi sjaldan mælst eins lág og síðustu vikur og mánuði. „Seinast þegar vísitalan féll svona mikið var það í aðdraganda 2008 hrunsins. Ég ætla ekkert að fara fullyrða um það hvort það sé einhver endurteknin í loftinu eða framundan í þeim efnum. En bandarískir neytendur eru að draga saman seglin, og það er ákveðinn fórnarkostnaður við það að setja tolla,“ segir Már. Lítill fyrirsjáanleiki Lítill fyrirsjáanleiki sé í tollastefnunni og það gæti haft áhrif á viðskiptaákvarðanir annarra þjóða. „Þegar það er lítill fyrirsjáanleiki, bara ef við lítum á Svisslendinga, ég er nokkuð viss um að mörg fyrirtæki í Sviss þessa stundina séu að funda núna og spyrja sig: Hvert getum við flutt úr vörur í stað Bandaríkjanna?“ „Það er bara mjög líklegt að það verði þróunin að þjóðir fari að leita annað. En það mun þá draga úr viðskiptahallanum í Bandaríkjunum, Bandaríkin flytja þá minna inn, og ef það er meginmarkmiðið með þessari tollastefnu, það eitt og sér, þá er þeim markmiðum, ég geri ráð fyrir að þau muni nást,“ segir Már. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Bítið Bylgjan Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira