„Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Árni Jóhannsson skrifar 3. ágúst 2025 18:56 Mikael Breki skiljanlega í skýjunum með mark fyrir uppeldisklúbbinn. Vísir / Diego Mikal Breki Þórðarson skoraði mark KA þegar liðið gerði jafntefli við Breiðablik á útivelli í 17. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikurinn endaði 1-1 og geta Akureyringar talið þetta gott stig á útivelli í baráttunni sem er framundan. Mikael var að skora sitt fyrsta mark í sumar en var fyrst spurður að því hvort KA menn gætu ekki verið ánægðir með stigið sem þeir fengu í dag. „Já við getum algjörlega verið ánægðir með stigið í dag. Þetta var flott frammistaða. Við þéttir, skipulagðir og agaðir. Gáfum ekki mikið af færum, sköpuðum okkur nokkur færi og hefðum getað stolið þessu.“ En KA hljóta að vera svekktir að fá ekki öll stigin en þeir voru á löngum kafla í seinni hálfleik mjög frískir og velgdu Blikum undir uggum oft og mörgum sinnum. Anton Ari var t.a.m. valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Blika. „Já við hefðum alveg geta stolið þessu, skorað tvö eða þrjú jafnvel. Við vorum að stríða þeim alveg þannig að við getum verið svekktir að taka ekki öll stigin í dag.“ Alveg í blálokin á leiknum skoraði Viktor Örn Margeirsson mark eftir hornspyrnu en mjög löngu síðar var markið dæmt af. Hvernig var tilfinningin hjá Mikael í þessum atburði og sá hann hvað gerðist? „Ég sá þetta ekki sjálfur, en sá myndband og þetta var rétt. Rétt skal vera rétt. Þetta var súrt þegar maður hélt að þetta væri að tapast en svo var maður smá glaður þegar sá hann flauta. Það var bara flott.“ Mikael var að skora sitt annað mark í meistaraflokki og fyrsta markið sitt í sumar og gæti þetta mark orðið ansi mikilvægt þegar talið er upp úr pokanum góða í lok tímabils. Hann var beðinn um að lýsa því og líðan sinni þegar boltinn söng í netinu. „Geggjuð tilfinning. Mér fannst ég hitta hann smá illa en geggjað að sjá boltann syngja í netinu. Það er alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið.“ KA menn hafa staðið sig vel undanfarnar vikur þó úrslit og stigasöfnun hefur ekki alltaf fylgt frammistöðunni. Hvernig líst Mikael á komandi átök? „Það er komið sjálfstraust í liðið. Við erum agaðir og við erum skipulagðir og akkúrat núna þurfum við að fá frammistöður og stig. Við þurfum að fara að koma okkur upp úr þessari botnbaráttur sem við erum í.“ KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
Mikael var að skora sitt fyrsta mark í sumar en var fyrst spurður að því hvort KA menn gætu ekki verið ánægðir með stigið sem þeir fengu í dag. „Já við getum algjörlega verið ánægðir með stigið í dag. Þetta var flott frammistaða. Við þéttir, skipulagðir og agaðir. Gáfum ekki mikið af færum, sköpuðum okkur nokkur færi og hefðum getað stolið þessu.“ En KA hljóta að vera svekktir að fá ekki öll stigin en þeir voru á löngum kafla í seinni hálfleik mjög frískir og velgdu Blikum undir uggum oft og mörgum sinnum. Anton Ari var t.a.m. valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Blika. „Já við hefðum alveg geta stolið þessu, skorað tvö eða þrjú jafnvel. Við vorum að stríða þeim alveg þannig að við getum verið svekktir að taka ekki öll stigin í dag.“ Alveg í blálokin á leiknum skoraði Viktor Örn Margeirsson mark eftir hornspyrnu en mjög löngu síðar var markið dæmt af. Hvernig var tilfinningin hjá Mikael í þessum atburði og sá hann hvað gerðist? „Ég sá þetta ekki sjálfur, en sá myndband og þetta var rétt. Rétt skal vera rétt. Þetta var súrt þegar maður hélt að þetta væri að tapast en svo var maður smá glaður þegar sá hann flauta. Það var bara flott.“ Mikael var að skora sitt annað mark í meistaraflokki og fyrsta markið sitt í sumar og gæti þetta mark orðið ansi mikilvægt þegar talið er upp úr pokanum góða í lok tímabils. Hann var beðinn um að lýsa því og líðan sinni þegar boltinn söng í netinu. „Geggjuð tilfinning. Mér fannst ég hitta hann smá illa en geggjað að sjá boltann syngja í netinu. Það er alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið.“ KA menn hafa staðið sig vel undanfarnar vikur þó úrslit og stigasöfnun hefur ekki alltaf fylgt frammistöðunni. Hvernig líst Mikael á komandi átök? „Það er komið sjálfstraust í liðið. Við erum agaðir og við erum skipulagðir og akkúrat núna þurfum við að fá frammistöður og stig. Við þurfum að fara að koma okkur upp úr þessari botnbaráttur sem við erum í.“
KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira