„Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Árni Jóhannsson skrifar 3. ágúst 2025 18:56 Mikael Breki skiljanlega í skýjunum með mark fyrir uppeldisklúbbinn. Vísir / Diego Mikal Breki Þórðarson skoraði mark KA þegar liðið gerði jafntefli við Breiðablik á útivelli í 17. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikurinn endaði 1-1 og geta Akureyringar talið þetta gott stig á útivelli í baráttunni sem er framundan. Mikael var að skora sitt fyrsta mark í sumar en var fyrst spurður að því hvort KA menn gætu ekki verið ánægðir með stigið sem þeir fengu í dag. „Já við getum algjörlega verið ánægðir með stigið í dag. Þetta var flott frammistaða. Við þéttir, skipulagðir og agaðir. Gáfum ekki mikið af færum, sköpuðum okkur nokkur færi og hefðum getað stolið þessu.“ En KA hljóta að vera svekktir að fá ekki öll stigin en þeir voru á löngum kafla í seinni hálfleik mjög frískir og velgdu Blikum undir uggum oft og mörgum sinnum. Anton Ari var t.a.m. valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Blika. „Já við hefðum alveg geta stolið þessu, skorað tvö eða þrjú jafnvel. Við vorum að stríða þeim alveg þannig að við getum verið svekktir að taka ekki öll stigin í dag.“ Alveg í blálokin á leiknum skoraði Viktor Örn Margeirsson mark eftir hornspyrnu en mjög löngu síðar var markið dæmt af. Hvernig var tilfinningin hjá Mikael í þessum atburði og sá hann hvað gerðist? „Ég sá þetta ekki sjálfur, en sá myndband og þetta var rétt. Rétt skal vera rétt. Þetta var súrt þegar maður hélt að þetta væri að tapast en svo var maður smá glaður þegar sá hann flauta. Það var bara flott.“ Mikael var að skora sitt annað mark í meistaraflokki og fyrsta markið sitt í sumar og gæti þetta mark orðið ansi mikilvægt þegar talið er upp úr pokanum góða í lok tímabils. Hann var beðinn um að lýsa því og líðan sinni þegar boltinn söng í netinu. „Geggjuð tilfinning. Mér fannst ég hitta hann smá illa en geggjað að sjá boltann syngja í netinu. Það er alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið.“ KA menn hafa staðið sig vel undanfarnar vikur þó úrslit og stigasöfnun hefur ekki alltaf fylgt frammistöðunni. Hvernig líst Mikael á komandi átök? „Það er komið sjálfstraust í liðið. Við erum agaðir og við erum skipulagðir og akkúrat núna þurfum við að fá frammistöður og stig. Við þurfum að fara að koma okkur upp úr þessari botnbaráttur sem við erum í.“ KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Mikael var að skora sitt fyrsta mark í sumar en var fyrst spurður að því hvort KA menn gætu ekki verið ánægðir með stigið sem þeir fengu í dag. „Já við getum algjörlega verið ánægðir með stigið í dag. Þetta var flott frammistaða. Við þéttir, skipulagðir og agaðir. Gáfum ekki mikið af færum, sköpuðum okkur nokkur færi og hefðum getað stolið þessu.“ En KA hljóta að vera svekktir að fá ekki öll stigin en þeir voru á löngum kafla í seinni hálfleik mjög frískir og velgdu Blikum undir uggum oft og mörgum sinnum. Anton Ari var t.a.m. valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Blika. „Já við hefðum alveg geta stolið þessu, skorað tvö eða þrjú jafnvel. Við vorum að stríða þeim alveg þannig að við getum verið svekktir að taka ekki öll stigin í dag.“ Alveg í blálokin á leiknum skoraði Viktor Örn Margeirsson mark eftir hornspyrnu en mjög löngu síðar var markið dæmt af. Hvernig var tilfinningin hjá Mikael í þessum atburði og sá hann hvað gerðist? „Ég sá þetta ekki sjálfur, en sá myndband og þetta var rétt. Rétt skal vera rétt. Þetta var súrt þegar maður hélt að þetta væri að tapast en svo var maður smá glaður þegar sá hann flauta. Það var bara flott.“ Mikael var að skora sitt annað mark í meistaraflokki og fyrsta markið sitt í sumar og gæti þetta mark orðið ansi mikilvægt þegar talið er upp úr pokanum góða í lok tímabils. Hann var beðinn um að lýsa því og líðan sinni þegar boltinn söng í netinu. „Geggjuð tilfinning. Mér fannst ég hitta hann smá illa en geggjað að sjá boltann syngja í netinu. Það er alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið.“ KA menn hafa staðið sig vel undanfarnar vikur þó úrslit og stigasöfnun hefur ekki alltaf fylgt frammistöðunni. Hvernig líst Mikael á komandi átök? „Það er komið sjálfstraust í liðið. Við erum agaðir og við erum skipulagðir og akkúrat núna þurfum við að fá frammistöður og stig. Við þurfum að fara að koma okkur upp úr þessari botnbaráttur sem við erum í.“
KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira