Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 08:37 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Luis M. Alvarez Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. Trump hefur þrýst mjög á Repúblikana að staðfesta tilnefningar sínar en Demókratar hafa dregið fæturna mjög. Þeir hafa meðal annars krafist nafnakalls í hverri einustu atkvæðagreiðslu og gripið til frekari aðgerða sem leitt hefur til þess að í mörgum tilfellum hefur tekið nokkra daga að koma einni tilnefningu gegnum þingið. Leiðtogar Repúblikanaflokksins segja mögulegt að þeir muni breyta reglum öldungadeildarinnar þegar þeir mæta aftur til vinnu í næsta mánuði til að flýta málum, samkvæmt AP fréttaveitunni. John Thune, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í gærkvöldi að breytingar væru nauðsynlegar. Hann sagði síðustu sex mánuði hafa sýnt fram á að tilnefningaferlið sjálft væri bilað. Halda þyrfti umfangsmikla umræðu um ferlið í framtíðinni. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Thune segir að nokkrum sinnum hafi lítið út fyrir að samkomulag myndi nást en það hafi ekki gengið eftir, samkvæmt frétt Politico. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni.AP/Mariam Zuhaib Pólitískara ferli Undanfarna tvo áratugi hafa þingmenn beggja flokka í auknum mæli gripið til aðgerða til að hægja verulega á ferlinu þegar kemur að tilnefningum forseta hins flokksins til embætta í stjórnsýslunni og tilnefningum dómara. Ferlið hefur orðið mun pólitískara og hefur þó nokkrum sinnum verið gripið til reglubreytinga til að flýta fyrir. Trump hefur að undanförnu beitt Repúblikana miklum þrýstingi og meðal annars krafist þess að þeir hætti við að fara í frí og verji þess í stað ágústmánuði í að keyra í gegnum tilnefningaferlið og samþykkja þá fjölmörgu sem Trump hefur tilnefnt og hafa ekki hlotið staðfestingu öldungadeildarinnar. Leiðtogar flokkanna tveggja vörðu helginni í að klára nokkrar tilnefningar og í senn reyna að komast að samkomulagi um framhaldið en án árangurs. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í gærkvöldi uppnefndi Trump Schumer og sakaði hann um að halda aftur af Bandaríkjunum og krefjast milljarðar dala í skiptum fyrir staðfestingar tilnefninga forsetans. Trump sagði að það yrði vandræðalegt fyrir Repúblikanaflokkinn að verða við slíkri kúgun. „Segið Schumer, sem er undir gífurlegum pólitískum þrýstingi úr hans eigin flokki, öfga vinstri geðsjúklingum, að FARA TIL HELVÍTIS!“ Hann sagði þingmönnum að verða ekki við kröfum Demókrata, fara í frí og útskýra fyrir kjósendum sínum hvað Demókratar væru vont fólk. Skjáskot af færslu Trumps þar sem hann segir Schumer að fara til helvítis. Schumer sagði aftur á móti að það yrðu mistök hjá Repúblikönum að grípa til reglubreytinga. Sérstaklega með tilliti til þess að Repúblikanar munu þurfa atkvæði frá Demókrötum til að samþykkja fjárlagfrumvörp og önnur á komandi mánuðum. „Donald Trump reyndi að kúga okkur, fara fram hjá okkur, hóta okkur, uppnefna okkur en hann fékk ekkert,“ sagði Schumer. Meðal þess sem Demókratar vilja er að Repúblikanar dragi úr þeim umfangsmiklum niðurskurði á ýmsum sviðum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Trump hefur þrýst mjög á Repúblikana að staðfesta tilnefningar sínar en Demókratar hafa dregið fæturna mjög. Þeir hafa meðal annars krafist nafnakalls í hverri einustu atkvæðagreiðslu og gripið til frekari aðgerða sem leitt hefur til þess að í mörgum tilfellum hefur tekið nokkra daga að koma einni tilnefningu gegnum þingið. Leiðtogar Repúblikanaflokksins segja mögulegt að þeir muni breyta reglum öldungadeildarinnar þegar þeir mæta aftur til vinnu í næsta mánuði til að flýta málum, samkvæmt AP fréttaveitunni. John Thune, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í gærkvöldi að breytingar væru nauðsynlegar. Hann sagði síðustu sex mánuði hafa sýnt fram á að tilnefningaferlið sjálft væri bilað. Halda þyrfti umfangsmikla umræðu um ferlið í framtíðinni. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Thune segir að nokkrum sinnum hafi lítið út fyrir að samkomulag myndi nást en það hafi ekki gengið eftir, samkvæmt frétt Politico. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni.AP/Mariam Zuhaib Pólitískara ferli Undanfarna tvo áratugi hafa þingmenn beggja flokka í auknum mæli gripið til aðgerða til að hægja verulega á ferlinu þegar kemur að tilnefningum forseta hins flokksins til embætta í stjórnsýslunni og tilnefningum dómara. Ferlið hefur orðið mun pólitískara og hefur þó nokkrum sinnum verið gripið til reglubreytinga til að flýta fyrir. Trump hefur að undanförnu beitt Repúblikana miklum þrýstingi og meðal annars krafist þess að þeir hætti við að fara í frí og verji þess í stað ágústmánuði í að keyra í gegnum tilnefningaferlið og samþykkja þá fjölmörgu sem Trump hefur tilnefnt og hafa ekki hlotið staðfestingu öldungadeildarinnar. Leiðtogar flokkanna tveggja vörðu helginni í að klára nokkrar tilnefningar og í senn reyna að komast að samkomulagi um framhaldið en án árangurs. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í gærkvöldi uppnefndi Trump Schumer og sakaði hann um að halda aftur af Bandaríkjunum og krefjast milljarðar dala í skiptum fyrir staðfestingar tilnefninga forsetans. Trump sagði að það yrði vandræðalegt fyrir Repúblikanaflokkinn að verða við slíkri kúgun. „Segið Schumer, sem er undir gífurlegum pólitískum þrýstingi úr hans eigin flokki, öfga vinstri geðsjúklingum, að FARA TIL HELVÍTIS!“ Hann sagði þingmönnum að verða ekki við kröfum Demókrata, fara í frí og útskýra fyrir kjósendum sínum hvað Demókratar væru vont fólk. Skjáskot af færslu Trumps þar sem hann segir Schumer að fara til helvítis. Schumer sagði aftur á móti að það yrðu mistök hjá Repúblikönum að grípa til reglubreytinga. Sérstaklega með tilliti til þess að Repúblikanar munu þurfa atkvæði frá Demókrötum til að samþykkja fjárlagfrumvörp og önnur á komandi mánuðum. „Donald Trump reyndi að kúga okkur, fara fram hjá okkur, hóta okkur, uppnefna okkur en hann fékk ekkert,“ sagði Schumer. Meðal þess sem Demókratar vilja er að Repúblikanar dragi úr þeim umfangsmiklum niðurskurði á ýmsum sviðum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira