Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2025 14:55 Frá Les Sables-d'Olonne, vinsælum strandbæ í Frakklandi. Getty/Gazeau J/Andia Á hverju sumri fyllist strandbærinn Les Sables d‘Olonne á vesturströnd Frakklands af ferðamönnum, sem flestir eru franskir, en þeir þykja gjarnir, jafnvel of gjarnir, á það að ganga um bæinn á sundfötum sínum eða berir að ofan. Íbúar hafa fengið nóg og eru byrjaðir að beita sektum. Ráðamenn og íbúar í bænum Les Sables d’Olonne í Frakklandi hafa beðið ferðamenn um að sýna hófsemi í bænum. „Smá stilling, gerið það,“ skrifaði Yannick Moreau, bæjarstjóri, á samfélagsmiðla í síðustu viku. Tilefnið var að gerðar hafa verið breytingar á reglum bæjarins og verður fólk nú sektað fyrir að ganga nakið eða á sundfötum um götur og verslanir bæjarins. „Þetta er spurning um virðingu við íbúa Sables sem vilja ekki að fólk gangi hálf nakið um bæinn. Þetta er líka spurning um hreinlæti í mörkuðum, verslunum og á götum okkar.“ Bæjarstjórinn sagði fólki frjálst að bera sig á ellefu kílómetra langri strandlengju bæjarins. Ein baðströndin er nektarströnd og þar er því eitthvað fyrir alla. Í viðtali við New York Times sagði Moreau að þessi tilhneiging ferðamanna að spóka sig fáklæddir um bæinn hefði færst í aukana á undanförnum árum. Þeir færu af ströndunum í sundfötum sínum og gengu um bæinn og færu inn í matvöruverslanir og inn á veitingastaði svo gott sem berir. „Ef þú ferð inn í verslun til að kaupa mat, ávexti, grænmeti og kjöt, getur þú ekki verið hálf nakinn svo hár falla á grænmetið. Þetta er spurning um velsæmi.“ Sambærilegar reglur hafa litið dagsins ljós víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum. Það á við staði á Spáni, Ítalíu, Króatíu og víðar. Frakkland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Íbúar hafa fengið nóg og eru byrjaðir að beita sektum. Ráðamenn og íbúar í bænum Les Sables d’Olonne í Frakklandi hafa beðið ferðamenn um að sýna hófsemi í bænum. „Smá stilling, gerið það,“ skrifaði Yannick Moreau, bæjarstjóri, á samfélagsmiðla í síðustu viku. Tilefnið var að gerðar hafa verið breytingar á reglum bæjarins og verður fólk nú sektað fyrir að ganga nakið eða á sundfötum um götur og verslanir bæjarins. „Þetta er spurning um virðingu við íbúa Sables sem vilja ekki að fólk gangi hálf nakið um bæinn. Þetta er líka spurning um hreinlæti í mörkuðum, verslunum og á götum okkar.“ Bæjarstjórinn sagði fólki frjálst að bera sig á ellefu kílómetra langri strandlengju bæjarins. Ein baðströndin er nektarströnd og þar er því eitthvað fyrir alla. Í viðtali við New York Times sagði Moreau að þessi tilhneiging ferðamanna að spóka sig fáklæddir um bæinn hefði færst í aukana á undanförnum árum. Þeir færu af ströndunum í sundfötum sínum og gengu um bæinn og færu inn í matvöruverslanir og inn á veitingastaði svo gott sem berir. „Ef þú ferð inn í verslun til að kaupa mat, ávexti, grænmeti og kjöt, getur þú ekki verið hálf nakinn svo hár falla á grænmetið. Þetta er spurning um velsæmi.“ Sambærilegar reglur hafa litið dagsins ljós víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum. Það á við staði á Spáni, Ítalíu, Króatíu og víðar.
Frakkland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira