Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2025 07:00 Howe og Iraola hefur gengið illa á markaðnum og spurningar vaka um framtíð Guéhi. Samsett/Getty Misvel gengur hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni að styrkja leikmannahópa sína fyrir komandi leiktíð. Englandsmeistarar Liverpool hafa stolið flestum fyrirsögnum, líkt og silfurlið Arsenal, á meðan öðrum virðist ganga hægt. Bournemouth: Vörnin horfin Komnir: Adrien Truffert (14,5m frá Rennes), Djordje Petrovic (25m frá Chelsea) Farnir: Dean Huijsen (50m til Real Madrid), Milos Kerkez (40m til Liverpool), Jaidon Anthony (8m til Burnley), Mark Travers (4m til Everton), Joe Rothwell (400k til Rangers) Lið Bournemouth kom mörgum á óvart á síðustu leiktíð er það náði sæti á meðal þeirra tíu efstu, þrátt fyrir að hafa misst aðalmarkaskorara sinn, Dominic Solanke til Tottenham. Varnarlína liðsins heillaði margan en virðist hún nú nánast öll ætla á brott. Dean Huijsen entist aðeins í eina leiktíð á suðurströnd Englands og var keyptur dýrum dómum til spænsku höfuðborgarinnar í Real Madrid, eftir samkeppni frá Liverpool og Newcastle meðal annarra. Markvörðurinn Kepa Arrizabalaga fór til Arsenal eftir að hafa verið á láni frá Chelsea, og vinstri bakvörðurinn Milos Kerkez fór til Liverpool. Huijsen sagði bless við Bournemouth, líkt og stór hluti varnarlínunnar.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Fátt virðist þá ætla að koma í veg fyrir skipti úkraínska miðvarðarins Ilija Zabarnyi til Paris Saint-Germain, nema hann fari til Tottenham. Þá verða fjórir af fimm úr öftustu línu liðsins horfnir á braut. Hægar hefur gengið að fá aðra menn í staðinn. Varnarlína liðsins leit ekkert sérlega vel út í 4-1 tapi fyrir Manchester United í gær og hefur Bournemouth ekki enn fest kaup á miðverði eftir söluna á Huijsen fyrir tveimur mánuðum síðan. Vissulega kom vinstri bakvörðurinn Adrien Truffert til að fylla skarð Kerkez, og þykir sá einnig öflugur fram á við. Djordje Petrovic, einn u.þ.b. fjörutíu markvarða innan raða Chelsea kom þá á 25 milljónir punda til að taka við stöðu Kepa. Chris Mepham og Marcos Senesi eru miðverðirnir sem eftir standa, gangi skipti Úkraínumannsins Zabarnyi eftir til PSG eða Spurs. Það er ljóst að varnarmanna er þörf hjá Kirsuberjunum á Suðurströndinni. Bournemouth hefur leik í ensku úrvalsdeildinni föstudagskvöldið 15. ágúst er það sækir Englandsmeistara Liverpool heim á Anfield. Crystal Palace: Hata UEFA Komnir: Walter Benítez (frítt frá PSV), Borna Sosa (3m frá Ajax). Farnir: Joel Ward, Jeffrey Schlupp (samningslausir). Crystal Palace átti sögulegt tímabil í fyrra. Liðið varð enskur bikarmeistari í fyrsta sinn. Það er fyrsti titill í sögu félagsins ef undanskildir eru 2. deildartitlar 1979 og 1994 auk 3. deildartitils 1921. Einhver myndi ætla að það kallaði á styrkingu á leikmannahópi liðsins fyrir raunveruleg Evrópuátök í fyrsta sinn. Liðið spilaði að vísu tvo leiki í Intertoto-keppninni sumarið 1998, og komst í keppnina því það var eina enska liðið sem sótti um. En Palace var þá nýfallið í B-deild, gat ekkert og tvisvar 2-0 fyrir Samsunspor frá Tyrklandi. En það er ekki staðan. Liðsstyrkur hefur enn ekki borist. Enda sumarið ekki snúist um annað en eignarhald félagsins. Liðið var fellt úr Evrópudeild niður í Sambandsdeild vegna þess að John Textor átti hlut í Palace auk Lyon í Frakklandi, sem einnig var í Evrópudeildinni. Nú á að kæra þá niðurstöðu til Alþjóðaíþróttadómstólsins CAS og virðist öll einbeiting stjórnenda Palace vera utan vallar. Á meðan hefur liðið keypt tvo leikmenn í sumar, þar á meðal einn markvörð, á þrjár milljónir punda samanlagt. Meira að segja þjálfarinn Oliver Glasner er farinn að kvarta í fjölmiðlum undan því að hafa aðeins 17 aðalliðsleikmenn á æfingum. Svo er spurningin hvað verður um fyrirliðann Marc Guéhi sem hefur verið orðaður við Liverpool og Newcastle, og á aðeins ár eftir af samningi sínum. Það er hreinlega ekkert að frétta á markaðnum í kristalshöllinni. Crystal Palace mætir Liverpool í leik um Samfélagsskjöldinn þann 10. ágúst en hefur leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Chelsea á Stamford Bridge 17. ágúst. Newcastle: Nei takk! Komnir: Anthony Elanga (55m frá Nottingham Forest). Farnir: Lloyd Kelly (15m til Juventus), Sean Longstaff (15m til Leeds), Jamal Lewis, Callum Wilson (samningslausir). Newcastle hóf markaðinn af krafti og sótti Svíann Anthony Elanga fyrir háa fjárhæð frá Nottingham Forest. Sá átti frábæra leiktíð í fyrra og raðaði inn mörkum sem og stoðsendingum – aðallega fyrir Chris Wood. Margir sáu fyrir sér í hyllingum að hann ynni nú með landa sínum Alexander Isak í stað nýsjálenska Newcastle-rejectsins. Spurningamerki má setja við þörfina fyrir kantmann hjá liði sem inniheldur Anthony Gordon, Harvey Barnes og Jacob Murphy, sem varð allt í einu á meðal betri kantmanna deildarinnar. En Elanga styrkir vafalaust liðið. Framherjarnir segja nei Newcastle hefur í allt sumar viljað framherja með Isak, sem og markmann, og eiginlega líka varnarmann. En það hefur hreinlega ekkert gengið. Framherjarnir Joao Pedro og Liam Delap fóru til Chelsea og Matheus Cunha til Manchester United – allir þrír höfðu verið orðaðir við Newcastle. Því næst átti að fá Hugo Ekitike en sá fór til Liverpool, eins og frægt er orðið. Nú virðist sem Newcastle neyðist svo til að selja Alexander Isak þangað líka og situr þá eftir með Danann William Osula sem eina framherja liðsins. Sá var flottur fyrir U21 landslið Dana gegn Íslandi í Víkinni um árið en annars hefur minna verið að frétta. Þá átti að fá Slóvenann Benjamin Sesko, en sá vill heldur ekki koma. Vill frekar fara til Manchester United. Hvert á þá að leita? Ollie Watkins er sagður vera næsta skotmark en ljóst er að samningsstaða Newcastle versnar við söluna á Isak og það gæti haft áhrif á verðmiða hvers þess leikmanns sem þeir ætla sér að sækja. Newcastle vildi einnig Dean Huijsen til að styrkja vörnina en sá fór til Real Madrid og vilja Marc Guéhi, en líklegra er að sá fari til Liverpool, ef hann á annað borð fer frá Crystal Palace. Þá gekk ekki að fá James Trafford í markið, sá fór til Manchester City. Einn framherji en sex markverðir Í staðinn er Aaron Ramsdale á leiðinni, sem hefur hvað helst unnið sér það til frægðar að hóta meti Hermanns Hreiðarssonar sem sá leikmaður sem hefur fallið oftast úr ensku úrvalsdeildinni. Hemmi féll fimm sinnum en Ramsdale er kominn með þrjú föll; með Bournemouth árið 2020, Sheffield United árið 2021 og Southampton í vor – auk þess að falla með Chesterfield úr D-deildinni 2018. Það hefur því tekist að fá einn kantmann og það er einn markvörður á leiðinni. Ramsdale bætist þá í hóp fimm annarra markvarða hjá liðinu með Martín Dubravka, Nick Pope, Odysseas Vlachodimos, John Ruddy og Mark Gillespie. Það er jú mikilvægt að hafa sjötta markmanninn í æfingahóp. Isak er líklega á förum en missirinn af honum virðist minni en sá sem var af Paul Mitchell, yfirmanni íþróttamála, sem fór frá félaginu í júní eftir eitt ár í starfi. Enginn hefur enn verið ráðinn í staðinn og er skoturinn á yfirsýn og festu á leikmannamarkaðinum hvergi jafn áberandi og hjá þeim svarthvítu í norðri. Newcastle hefur leik í ensku úrvalsdeildinni með fyrsta hádegisleik vetrarins gegn Aston Villa á Villa Park 16. ágúst. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sjá meira
Bournemouth: Vörnin horfin Komnir: Adrien Truffert (14,5m frá Rennes), Djordje Petrovic (25m frá Chelsea) Farnir: Dean Huijsen (50m til Real Madrid), Milos Kerkez (40m til Liverpool), Jaidon Anthony (8m til Burnley), Mark Travers (4m til Everton), Joe Rothwell (400k til Rangers) Lið Bournemouth kom mörgum á óvart á síðustu leiktíð er það náði sæti á meðal þeirra tíu efstu, þrátt fyrir að hafa misst aðalmarkaskorara sinn, Dominic Solanke til Tottenham. Varnarlína liðsins heillaði margan en virðist hún nú nánast öll ætla á brott. Dean Huijsen entist aðeins í eina leiktíð á suðurströnd Englands og var keyptur dýrum dómum til spænsku höfuðborgarinnar í Real Madrid, eftir samkeppni frá Liverpool og Newcastle meðal annarra. Markvörðurinn Kepa Arrizabalaga fór til Arsenal eftir að hafa verið á láni frá Chelsea, og vinstri bakvörðurinn Milos Kerkez fór til Liverpool. Huijsen sagði bless við Bournemouth, líkt og stór hluti varnarlínunnar.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Fátt virðist þá ætla að koma í veg fyrir skipti úkraínska miðvarðarins Ilija Zabarnyi til Paris Saint-Germain, nema hann fari til Tottenham. Þá verða fjórir af fimm úr öftustu línu liðsins horfnir á braut. Hægar hefur gengið að fá aðra menn í staðinn. Varnarlína liðsins leit ekkert sérlega vel út í 4-1 tapi fyrir Manchester United í gær og hefur Bournemouth ekki enn fest kaup á miðverði eftir söluna á Huijsen fyrir tveimur mánuðum síðan. Vissulega kom vinstri bakvörðurinn Adrien Truffert til að fylla skarð Kerkez, og þykir sá einnig öflugur fram á við. Djordje Petrovic, einn u.þ.b. fjörutíu markvarða innan raða Chelsea kom þá á 25 milljónir punda til að taka við stöðu Kepa. Chris Mepham og Marcos Senesi eru miðverðirnir sem eftir standa, gangi skipti Úkraínumannsins Zabarnyi eftir til PSG eða Spurs. Það er ljóst að varnarmanna er þörf hjá Kirsuberjunum á Suðurströndinni. Bournemouth hefur leik í ensku úrvalsdeildinni föstudagskvöldið 15. ágúst er það sækir Englandsmeistara Liverpool heim á Anfield. Crystal Palace: Hata UEFA Komnir: Walter Benítez (frítt frá PSV), Borna Sosa (3m frá Ajax). Farnir: Joel Ward, Jeffrey Schlupp (samningslausir). Crystal Palace átti sögulegt tímabil í fyrra. Liðið varð enskur bikarmeistari í fyrsta sinn. Það er fyrsti titill í sögu félagsins ef undanskildir eru 2. deildartitlar 1979 og 1994 auk 3. deildartitils 1921. Einhver myndi ætla að það kallaði á styrkingu á leikmannahópi liðsins fyrir raunveruleg Evrópuátök í fyrsta sinn. Liðið spilaði að vísu tvo leiki í Intertoto-keppninni sumarið 1998, og komst í keppnina því það var eina enska liðið sem sótti um. En Palace var þá nýfallið í B-deild, gat ekkert og tvisvar 2-0 fyrir Samsunspor frá Tyrklandi. En það er ekki staðan. Liðsstyrkur hefur enn ekki borist. Enda sumarið ekki snúist um annað en eignarhald félagsins. Liðið var fellt úr Evrópudeild niður í Sambandsdeild vegna þess að John Textor átti hlut í Palace auk Lyon í Frakklandi, sem einnig var í Evrópudeildinni. Nú á að kæra þá niðurstöðu til Alþjóðaíþróttadómstólsins CAS og virðist öll einbeiting stjórnenda Palace vera utan vallar. Á meðan hefur liðið keypt tvo leikmenn í sumar, þar á meðal einn markvörð, á þrjár milljónir punda samanlagt. Meira að segja þjálfarinn Oliver Glasner er farinn að kvarta í fjölmiðlum undan því að hafa aðeins 17 aðalliðsleikmenn á æfingum. Svo er spurningin hvað verður um fyrirliðann Marc Guéhi sem hefur verið orðaður við Liverpool og Newcastle, og á aðeins ár eftir af samningi sínum. Það er hreinlega ekkert að frétta á markaðnum í kristalshöllinni. Crystal Palace mætir Liverpool í leik um Samfélagsskjöldinn þann 10. ágúst en hefur leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Chelsea á Stamford Bridge 17. ágúst. Newcastle: Nei takk! Komnir: Anthony Elanga (55m frá Nottingham Forest). Farnir: Lloyd Kelly (15m til Juventus), Sean Longstaff (15m til Leeds), Jamal Lewis, Callum Wilson (samningslausir). Newcastle hóf markaðinn af krafti og sótti Svíann Anthony Elanga fyrir háa fjárhæð frá Nottingham Forest. Sá átti frábæra leiktíð í fyrra og raðaði inn mörkum sem og stoðsendingum – aðallega fyrir Chris Wood. Margir sáu fyrir sér í hyllingum að hann ynni nú með landa sínum Alexander Isak í stað nýsjálenska Newcastle-rejectsins. Spurningamerki má setja við þörfina fyrir kantmann hjá liði sem inniheldur Anthony Gordon, Harvey Barnes og Jacob Murphy, sem varð allt í einu á meðal betri kantmanna deildarinnar. En Elanga styrkir vafalaust liðið. Framherjarnir segja nei Newcastle hefur í allt sumar viljað framherja með Isak, sem og markmann, og eiginlega líka varnarmann. En það hefur hreinlega ekkert gengið. Framherjarnir Joao Pedro og Liam Delap fóru til Chelsea og Matheus Cunha til Manchester United – allir þrír höfðu verið orðaðir við Newcastle. Því næst átti að fá Hugo Ekitike en sá fór til Liverpool, eins og frægt er orðið. Nú virðist sem Newcastle neyðist svo til að selja Alexander Isak þangað líka og situr þá eftir með Danann William Osula sem eina framherja liðsins. Sá var flottur fyrir U21 landslið Dana gegn Íslandi í Víkinni um árið en annars hefur minna verið að frétta. Þá átti að fá Slóvenann Benjamin Sesko, en sá vill heldur ekki koma. Vill frekar fara til Manchester United. Hvert á þá að leita? Ollie Watkins er sagður vera næsta skotmark en ljóst er að samningsstaða Newcastle versnar við söluna á Isak og það gæti haft áhrif á verðmiða hvers þess leikmanns sem þeir ætla sér að sækja. Newcastle vildi einnig Dean Huijsen til að styrkja vörnina en sá fór til Real Madrid og vilja Marc Guéhi, en líklegra er að sá fari til Liverpool, ef hann á annað borð fer frá Crystal Palace. Þá gekk ekki að fá James Trafford í markið, sá fór til Manchester City. Einn framherji en sex markverðir Í staðinn er Aaron Ramsdale á leiðinni, sem hefur hvað helst unnið sér það til frægðar að hóta meti Hermanns Hreiðarssonar sem sá leikmaður sem hefur fallið oftast úr ensku úrvalsdeildinni. Hemmi féll fimm sinnum en Ramsdale er kominn með þrjú föll; með Bournemouth árið 2020, Sheffield United árið 2021 og Southampton í vor – auk þess að falla með Chesterfield úr D-deildinni 2018. Það hefur því tekist að fá einn kantmann og það er einn markvörður á leiðinni. Ramsdale bætist þá í hóp fimm annarra markvarða hjá liðinu með Martín Dubravka, Nick Pope, Odysseas Vlachodimos, John Ruddy og Mark Gillespie. Það er jú mikilvægt að hafa sjötta markmanninn í æfingahóp. Isak er líklega á förum en missirinn af honum virðist minni en sá sem var af Paul Mitchell, yfirmanni íþróttamála, sem fór frá félaginu í júní eftir eitt ár í starfi. Enginn hefur enn verið ráðinn í staðinn og er skoturinn á yfirsýn og festu á leikmannamarkaðinum hvergi jafn áberandi og hjá þeim svarthvítu í norðri. Newcastle hefur leik í ensku úrvalsdeildinni með fyrsta hádegisleik vetrarins gegn Aston Villa á Villa Park 16. ágúst. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sjá meira