Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2025 11:56 Falcon 9 eldflaug SpaceX skotið á loft með Starlink gervihnetti innanborðs. AÐ/John Raoux Kínverskir vísindamenn hafa leitað ýmissa leiða til að granda Starlink-gervihnöttum eða gera þá óstarfhæfa. Meðal annars hafa þeir skoðað að nota sérstaka kafbáta útbúna leysigeislum til að granda gervihnöttunum og þróa aðra sérstaka gervihnetti til að granda Starlink-hnöttum. Í einhverjum af fjölmörgum greinum um Starlink og hvernig hægt sé að stöðva rekstur gervihnattaþyrpingarinnar sem hafa verið birtar í vísindaritum í Kína er einnig lagt til að vinna skemmdir á íhlutum í gervihnetti Starlink, samkvæmt greiningu blaðamanna AP fréttaveitunnar. Vinna þessi er sögð til komin vegna áhyggja af því að Bandaríkjamenn og aðrir andstæðingar Kína gætu notað þyrpinguna komi til stríðs við Kína og vegna þess að hægt sé að nota Starlink til njósna. Starlink hefur verið mikið notað vegna innrásar Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega af Úkraínumönnum en einnig Rússum. Úkraínumenn hafa notað gervihnettina til samskipta og til að stýra drónum, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Rússlandi hafa hótað því að skjóta niður Starlink-gervihnetti. SpaceX, sem rekur Starlink, á í nánum samstarfi við yfirvöld í Bandaríkjunum. Þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gert samning við yfirvöld í Bandaríkjunum og þróun og framleiðslu nýrrar þyrpingar njósnagervihnatta. Musk öllum framar á þessu sviði SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, hefur skotið þúsundum Starlink-gervihnatta á braut um jörðu á undanförnum árum. Þessi gervihnattaþyrping er notuð til að veita fólki á jörðu niðri aðgang að netinu. Fyrstu gervihnöttunum var skotið á loft árið 2019 en þeir eru nú orðnir rúmlega átta þúsund talsins. Vísindamenn áætla að um tveir þriðju allra gervihnatta á braut um jörðu tilheyri SpaceX og stendur til að skjóta tugum þúsunda til viðbótar á braut um jörðu í framtíðinni. Ekkert annað fyrirtæki eða ríki er með tærnar þar sem SpaceX er með hælana á þessu sviði. Starfsmenn Amazon skutu nýverið upp sínum fyrstu gervihnöttum og eru nú með 78 slíka á braut um jörðu. Markmiði er að þeir verði 3.232 á næstu árum. Þá er evrópska fyrirtækið Eutelstat OneWeb með um 650 gervihnetti á braut um jörðu og stendur til að fjölga þeim gífurlega. Sjá einnig: Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Ráðamenn í Kína hafa þar að auki opinberað ætlanir um að koma eigin gervihnattaþyrpingu á braut um jörðu en árið 2021 var fyrirtækið China SatNet stofnað í þeim tilgangi. Fyrstu gervihnöttum þess fyrirtækis var skotið á loft í desember og eru þeir nú sextíu. Til stendur að þeir verði um þrettán þúsund. Þá er Evrópusambandið einnig að verja fúlgum fjár í að þróa eigin gervihnattaþyrpingu en verkefnið ber titilinn IRIS2. Sjá einnig: Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Margir bandamenn Bandaríkjanna hafa lýst yfir áhyggjum af yfirburðum SpaceX og efasemdum um að reiða eingöngu á Bandaríkjamenn og hinn óútreiknanlega og umdeilda Musk. Starlink gervihnettir sendir á braut um jörðu.AP/SpaceX Netárásir og leysigeislar Blaðamenn AP fóru yfir 64 vísindagreinar um það hvernig stöðva mætti Starlink þyrpinguna og hvað mætti læra af henni en næstum því allar þeirra voru birtar eftir að Rússa hófu innrás sína í Úkraínu. Ein rannsóknin sneri að því hvernig hægt væri að vinna skemmdarverk á birgðakeðju SpaceX. Fyrirtækið reiði á fjölda birgja og mögulega væri hægt að beita netárásum til að valda skemmdum á íhlutum eða framleiðslu þeirra. Verkfræðingar hjá kínverska hernum lögðu til árið 2023 að þróa flota smágervihnatta til að elta Starlink-gervihnetti. Þannig væri hægt að safna gögnum sem þeir senda og berast til þeirra og jafnvel skemma þá með ætandi efnum. Einnig hefur verið lagt til að granda gervihnöttum með leysigeislum af jörðu niðri eða úr leynilegum kafbátum. Kína Elon Musk SpaceX Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Í einhverjum af fjölmörgum greinum um Starlink og hvernig hægt sé að stöðva rekstur gervihnattaþyrpingarinnar sem hafa verið birtar í vísindaritum í Kína er einnig lagt til að vinna skemmdir á íhlutum í gervihnetti Starlink, samkvæmt greiningu blaðamanna AP fréttaveitunnar. Vinna þessi er sögð til komin vegna áhyggja af því að Bandaríkjamenn og aðrir andstæðingar Kína gætu notað þyrpinguna komi til stríðs við Kína og vegna þess að hægt sé að nota Starlink til njósna. Starlink hefur verið mikið notað vegna innrásar Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega af Úkraínumönnum en einnig Rússum. Úkraínumenn hafa notað gervihnettina til samskipta og til að stýra drónum, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Rússlandi hafa hótað því að skjóta niður Starlink-gervihnetti. SpaceX, sem rekur Starlink, á í nánum samstarfi við yfirvöld í Bandaríkjunum. Þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gert samning við yfirvöld í Bandaríkjunum og þróun og framleiðslu nýrrar þyrpingar njósnagervihnatta. Musk öllum framar á þessu sviði SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, hefur skotið þúsundum Starlink-gervihnatta á braut um jörðu á undanförnum árum. Þessi gervihnattaþyrping er notuð til að veita fólki á jörðu niðri aðgang að netinu. Fyrstu gervihnöttunum var skotið á loft árið 2019 en þeir eru nú orðnir rúmlega átta þúsund talsins. Vísindamenn áætla að um tveir þriðju allra gervihnatta á braut um jörðu tilheyri SpaceX og stendur til að skjóta tugum þúsunda til viðbótar á braut um jörðu í framtíðinni. Ekkert annað fyrirtæki eða ríki er með tærnar þar sem SpaceX er með hælana á þessu sviði. Starfsmenn Amazon skutu nýverið upp sínum fyrstu gervihnöttum og eru nú með 78 slíka á braut um jörðu. Markmiði er að þeir verði 3.232 á næstu árum. Þá er evrópska fyrirtækið Eutelstat OneWeb með um 650 gervihnetti á braut um jörðu og stendur til að fjölga þeim gífurlega. Sjá einnig: Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Ráðamenn í Kína hafa þar að auki opinberað ætlanir um að koma eigin gervihnattaþyrpingu á braut um jörðu en árið 2021 var fyrirtækið China SatNet stofnað í þeim tilgangi. Fyrstu gervihnöttum þess fyrirtækis var skotið á loft í desember og eru þeir nú sextíu. Til stendur að þeir verði um þrettán þúsund. Þá er Evrópusambandið einnig að verja fúlgum fjár í að þróa eigin gervihnattaþyrpingu en verkefnið ber titilinn IRIS2. Sjá einnig: Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Margir bandamenn Bandaríkjanna hafa lýst yfir áhyggjum af yfirburðum SpaceX og efasemdum um að reiða eingöngu á Bandaríkjamenn og hinn óútreiknanlega og umdeilda Musk. Starlink gervihnettir sendir á braut um jörðu.AP/SpaceX Netárásir og leysigeislar Blaðamenn AP fóru yfir 64 vísindagreinar um það hvernig stöðva mætti Starlink þyrpinguna og hvað mætti læra af henni en næstum því allar þeirra voru birtar eftir að Rússa hófu innrás sína í Úkraínu. Ein rannsóknin sneri að því hvernig hægt væri að vinna skemmdarverk á birgðakeðju SpaceX. Fyrirtækið reiði á fjölda birgja og mögulega væri hægt að beita netárásum til að valda skemmdum á íhlutum eða framleiðslu þeirra. Verkfræðingar hjá kínverska hernum lögðu til árið 2023 að þróa flota smágervihnatta til að elta Starlink-gervihnetti. Þannig væri hægt að safna gögnum sem þeir senda og berast til þeirra og jafnvel skemma þá með ætandi efnum. Einnig hefur verið lagt til að granda gervihnöttum með leysigeislum af jörðu niðri eða úr leynilegum kafbátum.
Kína Elon Musk SpaceX Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira