Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júlí 2025 07:00 Einhverjir gátu náð sér í hveiti í Zikim í gær. Getty/Anadolu/Dawoud Abo Alkas Stjórnvöld í Ísrael hafa tilkynnt að þau hyggist nú gera hlé á aðgerðum sínum tíu klukkustundir daglega í ótilgreindan tíma, til að greiða fyrir flutningi og dreifingu hjálpargagna á Gasa. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa fagnað ákvörðuninni en segja hana ekki munu duga til að leysa öll þau vandamál sem íbúar svæðisins standa frammi fyrir. BBC hefur eftir Tom Fletcher, sem fer fyrir neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, að ákvörðun Ísraelsmanna feli meðal annars í sér að matur, lyf og eldsneyti muni flæða greiðlegar yfir landamærin frá Egyptalandi. Hann bendir hins vegar á að þörf sé á gríðarlegu magni neyðargagna til að koma í veg fyrir hungursneyð og almennt neyðarástand á svæðinu. Langtímaúrræða sé þörf. „Og engar frekari árásir á fólk sem safnast saman til að ná sér í mat,“ segir hann. Hléið á aðgerðum mun standa yfir frá því klukkan tíu á morgnana og fram til klukkan átta á kvöldin og ná til þriggja þéttbýlustu svæða Gasa; Gasa-borgar, Deir al-Balah og Muwasi. Athygli vekur hins vegar að forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu virtist gera lítið úr ákvörðuninni í yfirlýsingu og sagði Ísraelsmenn neyðast til að leyfa „lágmarks“ aðstoð inn á svæðið. Íbúar Gasa eru sagðir hóflega bjartsýnir varðandi þetta nýja útspil Ísrael, að það muni ná að breyta þeirri hörmulegu stöðu sem komin er upp á svæðinu. Talsmenn World Food Program virtust öllu jákvæðari og sögðu nægan mat á leiðinni til að fæða íbúana í þrjá mánuði. Vopnahlés væri hins vegar þörf til að ná til allra á svæðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa fagnað ákvörðuninni en segja hana ekki munu duga til að leysa öll þau vandamál sem íbúar svæðisins standa frammi fyrir. BBC hefur eftir Tom Fletcher, sem fer fyrir neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, að ákvörðun Ísraelsmanna feli meðal annars í sér að matur, lyf og eldsneyti muni flæða greiðlegar yfir landamærin frá Egyptalandi. Hann bendir hins vegar á að þörf sé á gríðarlegu magni neyðargagna til að koma í veg fyrir hungursneyð og almennt neyðarástand á svæðinu. Langtímaúrræða sé þörf. „Og engar frekari árásir á fólk sem safnast saman til að ná sér í mat,“ segir hann. Hléið á aðgerðum mun standa yfir frá því klukkan tíu á morgnana og fram til klukkan átta á kvöldin og ná til þriggja þéttbýlustu svæða Gasa; Gasa-borgar, Deir al-Balah og Muwasi. Athygli vekur hins vegar að forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu virtist gera lítið úr ákvörðuninni í yfirlýsingu og sagði Ísraelsmenn neyðast til að leyfa „lágmarks“ aðstoð inn á svæðið. Íbúar Gasa eru sagðir hóflega bjartsýnir varðandi þetta nýja útspil Ísrael, að það muni ná að breyta þeirri hörmulegu stöðu sem komin er upp á svæðinu. Talsmenn World Food Program virtust öllu jákvæðari og sögðu nægan mat á leiðinni til að fæða íbúana í þrjá mánuði. Vopnahlés væri hins vegar þörf til að ná til allra á svæðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila