„Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 20:06 Donald Trump segir að Macron sé fínn gaur en það sem hann hafi að segja um sjálfstætt ríki Palestínu skipti engu máli. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ákvörðun Frakklands að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki skipti engu máli. Það skipti í sjálfu sér engu máli það sem Macron eða Frakkland segi um málið. Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá því í samfélagsmiðlafærslu í gær að Frakkland viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki, og sagðist ætla lýsa því opinberlega yfir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Trump var inntur viðbragða við þessu þegar hann tók við nokkrum spurningum fréttamanna áður en hann steig um borð í forsetaþotuna fyrr í dag og hélt til Skotlands. „Hann er öðruvísi gaur. Hann er allt í lagi, hann er liðsmaður. En hér eru góðu fréttirnar, það sem hann segir skiptir engu máli,“ sagði Trump. „Hann gaf út yfirlýsingu, Macron. Það er engin vigt í þeirri yfirlýsingu, hann er mjög góður gaur, Macron, ég kann vel við hann, en þessi yfirlýsing skiptir engu máli,“ sagði Trump. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, brást ókvæða við ákvörðun Frakklands í gær með harðorðri færslu á samfélagsmiðlum. „Bandaríkin hafna algjörlega fyrirætlunum Macrons að viðurkenna palestínskt ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.“ „Þessi kærulausa ákvörðun er vatn á myllu áróðursvélar Hamas og tefur fyrir friðarviðræðum. Þetta er kjaftshögg fyrir fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar 7. október 2023,“ sagði Marco Rubio. The United States strongly rejects @EmmanuelMacron’s plan to recognize a Palestinian state at the @UN general assembly. This reckless decision only serves Hamas propaganda and sets back peace. It is a slap in the face to the victims of October 7th.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) July 25, 2025 Frakkland hefur nú bæst í hóp tæplega 150 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, en aðildarríkin telja 193. Ísland er meðal þeirra sem viðurkenna Palestínu. Frakkland er valdamesta ríki Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu, en ríki eins og Bandaríkin, Þýskaland, og Ísrael eru mjög andvíg slíkri viðurkenningu. BREAKING: President Trump on French President Macron wanting to recognize a Palestinian state: "Here’s the good news, what he says doesn’t matter. His statement doesn’t carry any weight." pic.twitter.com/vuiI1DOXdx— Eyal Yakoby (@EYakoby) July 25, 2025 Palestína Bandaríkin Frakkland Donald Trump Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá því í samfélagsmiðlafærslu í gær að Frakkland viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki, og sagðist ætla lýsa því opinberlega yfir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Trump var inntur viðbragða við þessu þegar hann tók við nokkrum spurningum fréttamanna áður en hann steig um borð í forsetaþotuna fyrr í dag og hélt til Skotlands. „Hann er öðruvísi gaur. Hann er allt í lagi, hann er liðsmaður. En hér eru góðu fréttirnar, það sem hann segir skiptir engu máli,“ sagði Trump. „Hann gaf út yfirlýsingu, Macron. Það er engin vigt í þeirri yfirlýsingu, hann er mjög góður gaur, Macron, ég kann vel við hann, en þessi yfirlýsing skiptir engu máli,“ sagði Trump. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, brást ókvæða við ákvörðun Frakklands í gær með harðorðri færslu á samfélagsmiðlum. „Bandaríkin hafna algjörlega fyrirætlunum Macrons að viðurkenna palestínskt ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.“ „Þessi kærulausa ákvörðun er vatn á myllu áróðursvélar Hamas og tefur fyrir friðarviðræðum. Þetta er kjaftshögg fyrir fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar 7. október 2023,“ sagði Marco Rubio. The United States strongly rejects @EmmanuelMacron’s plan to recognize a Palestinian state at the @UN general assembly. This reckless decision only serves Hamas propaganda and sets back peace. It is a slap in the face to the victims of October 7th.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) July 25, 2025 Frakkland hefur nú bæst í hóp tæplega 150 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, en aðildarríkin telja 193. Ísland er meðal þeirra sem viðurkenna Palestínu. Frakkland er valdamesta ríki Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu, en ríki eins og Bandaríkin, Þýskaland, og Ísrael eru mjög andvíg slíkri viðurkenningu. BREAKING: President Trump on French President Macron wanting to recognize a Palestinian state: "Here’s the good news, what he says doesn’t matter. His statement doesn’t carry any weight." pic.twitter.com/vuiI1DOXdx— Eyal Yakoby (@EYakoby) July 25, 2025
Palestína Bandaríkin Frakkland Donald Trump Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira