„Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júlí 2025 22:27 Sölvi Geir var sáttur með sína menn þrátt fyrir tap og spenntur fyrir þriggja liða toppbaráttu. vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn Val í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Þrjú lið eru nú jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar og allt stefnir í æsispennandi toppbaráttu. Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður en Víkingur var hættulegri aðilinn fram að því. Víkingur varð svo manni færri skömmu eftir að hafa lent undir, en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum eftir klaufalega hreinsun hjá Víkingum. „Mér fannst við koma inn í leikinn af flottum krafti. Mér fannst við klárlega betri í fyrri hálfleiknum, flott orka í okkur, vorum að finna góð svæði og setja góða pressu á Valsmenn eins og við lögðum upp með að gera. Smá svekkjandi að í fyrri hálfleiknum vorum við full fljótir að fara í sóknirnar og ekki að taka bestu ákvarðanirnar. Fyrsta markið sem þeir skora, þá var auðveld sending en við reyndum að flækja hana og fengum þá skyndilega mark á okkur. En síðan er ég bara virkilega stoltur af liðinu, hvernig við brugðumst við eftir að fá rautt spjald. Mér fannst við ekkert síðri aðilinn eftir að við fengum rauða spjaldið á okkur. Fullt kredit á strákana sem lögðu allt í þetta, ég er virkilega stoltur af frammistöðu liðsins í dag“ sagði Sölvi. Þriggja hesta hlaup mun reyna á hópana Valur tyllti sér á toppinn með sigrinum en Valur, Víkingur og Breiðablik eru öll jöfn í efstu sætunum með þrjátíu stig. „Svo eru öll þessi lið komin áfram í Evrópukeppnum þannig að það mun reyna á hópinn í heild sinni hjá þessum liðum. Það lítur fyrir að það verði þrjú lið að slást um þetta, sem gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ sagði Sölvi. Vildi halda hraða og tók þess vegna Gylfa út Þegar Víkingur fékk rauða spjaldið á sig var Gylfi Sigurðsson tekinn af velli, vegna þess að Sölvi vildi halda hraða í fremstu línu. „Við þurftum að taka einn leikmann út af og ég vildi halda aðeins meiri hraða inni á þarna, því við þurftum að leggjast til baka og beita skyndisóknum. Það er ástæðan fyrir því að ég tók hann út af, ég vildi halda meiri hraða frammi.“ Svæfir krakkana og kíkir svo á Albanana Víkingur er á leið í Evrópuverkefni gegn albanska liðinu Vllaznia og flýgur út strax í nótt. „Það er þétt á milli leikja núna þannig að ég á alveg eftir að skoða Albanana en við förum í flug bara í nótt. Ætli ég svæfi ekki krakkana á eftir og fari svo strax að kíkja á leikina“ sagði Sölvi að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður en Víkingur var hættulegri aðilinn fram að því. Víkingur varð svo manni færri skömmu eftir að hafa lent undir, en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum eftir klaufalega hreinsun hjá Víkingum. „Mér fannst við koma inn í leikinn af flottum krafti. Mér fannst við klárlega betri í fyrri hálfleiknum, flott orka í okkur, vorum að finna góð svæði og setja góða pressu á Valsmenn eins og við lögðum upp með að gera. Smá svekkjandi að í fyrri hálfleiknum vorum við full fljótir að fara í sóknirnar og ekki að taka bestu ákvarðanirnar. Fyrsta markið sem þeir skora, þá var auðveld sending en við reyndum að flækja hana og fengum þá skyndilega mark á okkur. En síðan er ég bara virkilega stoltur af liðinu, hvernig við brugðumst við eftir að fá rautt spjald. Mér fannst við ekkert síðri aðilinn eftir að við fengum rauða spjaldið á okkur. Fullt kredit á strákana sem lögðu allt í þetta, ég er virkilega stoltur af frammistöðu liðsins í dag“ sagði Sölvi. Þriggja hesta hlaup mun reyna á hópana Valur tyllti sér á toppinn með sigrinum en Valur, Víkingur og Breiðablik eru öll jöfn í efstu sætunum með þrjátíu stig. „Svo eru öll þessi lið komin áfram í Evrópukeppnum þannig að það mun reyna á hópinn í heild sinni hjá þessum liðum. Það lítur fyrir að það verði þrjú lið að slást um þetta, sem gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ sagði Sölvi. Vildi halda hraða og tók þess vegna Gylfa út Þegar Víkingur fékk rauða spjaldið á sig var Gylfi Sigurðsson tekinn af velli, vegna þess að Sölvi vildi halda hraða í fremstu línu. „Við þurftum að taka einn leikmann út af og ég vildi halda aðeins meiri hraða inni á þarna, því við þurftum að leggjast til baka og beita skyndisóknum. Það er ástæðan fyrir því að ég tók hann út af, ég vildi halda meiri hraða frammi.“ Svæfir krakkana og kíkir svo á Albanana Víkingur er á leið í Evrópuverkefni gegn albanska liðinu Vllaznia og flýgur út strax í nótt. „Það er þétt á milli leikja núna þannig að ég á alveg eftir að skoða Albanana en við förum í flug bara í nótt. Ætli ég svæfi ekki krakkana á eftir og fari svo strax að kíkja á leikina“ sagði Sölvi að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira