Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2025 23:00 Jón Daði í leik með Burton á síðustu leiktíð. James Baylis/Getty Images Jón Daði Böðvarsson lék með enska C-deildarliðinu Burton Albion síðari hluta síðasta tímabils. Er hann stór ástæða þess að liðið féll ekki. Félagið, sem er að hluta til í eigu Íslendinga, er nú undir rannsókn vegna þess ótrúlega fjölda leikmanna sem gengu til liðs við það síðasta sumar. Landsliðsframherjinn fyrrverandi samdi nýverið við Selfoss, uppeldisfélag sitt, eftir meira en áratug í atvinnumennsku. Jón Daði lék síðast með Burton Albion en þar skoraði hann fimm mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu í aðeins 13 leikjum. Innkoma hans í liðið hjálpaði liðinu að klífa upp úr fallsæti og halda sæti sínu í League One eða C-deildinni á Englandi. Breska ríkisútvarpið greinir nú frá því að félagið sé í vandræðum vegna virkni þess á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Fyrr sama sumar tók NFG, Nordic Football Group, yfir félagið. Í eigendahópi félagsins eru alls sex Íslendingar. Þar á meðal eru hjónin Ólafur Páll Snorrason og Hrafnhildur Eymundsdóttir, sem bæði voru í knattspyrnu á sínum tíma. Þá var Bendik Hareide, sonur Åge Hareide – fyrrverandi þjálfara íslenska karlalandsliðsins, um tíma yfirmaður íþróttamála hjá félaginu en hann sagði starfi sínu lausu í janúar á þessu ári. NFG heimtaði að tekið yrði til í leikmannahópi Burton og því voru 23 leikmenn fengnir inn síðasta sumar. Er það met á Bretlandseyjum er kemur að fjölda nýrra leikmanna í einum félagaskiptaglugga. Enska knattspyrnusambandið hefur áhyggjur af hversu margir utanaðkomandi aðilar komu að félagskiptunum. Sem stendur nær rannsókn sambandsins aðeins til gluggans síðasta sumar og hefur því engin áhrif á hvort leikmenn gangi til liðs við það í dag. Jón Daði skrifaði undir hjá Burton þann 16. janúar síðastliðinn þegar liðið sat sem fastast í fallsæti. Það birti til eftir að Selfyssingurinn mætti á svæðið. Samningur hans rann út í sumar og ákvað hann í kjölfarið að halda heim á leið þrátt fyrir að Burton hafi viljað bjóða honum nýjan samning. BBC greindi frá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í stig Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Landsliðsframherjinn fyrrverandi samdi nýverið við Selfoss, uppeldisfélag sitt, eftir meira en áratug í atvinnumennsku. Jón Daði lék síðast með Burton Albion en þar skoraði hann fimm mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu í aðeins 13 leikjum. Innkoma hans í liðið hjálpaði liðinu að klífa upp úr fallsæti og halda sæti sínu í League One eða C-deildinni á Englandi. Breska ríkisútvarpið greinir nú frá því að félagið sé í vandræðum vegna virkni þess á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Fyrr sama sumar tók NFG, Nordic Football Group, yfir félagið. Í eigendahópi félagsins eru alls sex Íslendingar. Þar á meðal eru hjónin Ólafur Páll Snorrason og Hrafnhildur Eymundsdóttir, sem bæði voru í knattspyrnu á sínum tíma. Þá var Bendik Hareide, sonur Åge Hareide – fyrrverandi þjálfara íslenska karlalandsliðsins, um tíma yfirmaður íþróttamála hjá félaginu en hann sagði starfi sínu lausu í janúar á þessu ári. NFG heimtaði að tekið yrði til í leikmannahópi Burton og því voru 23 leikmenn fengnir inn síðasta sumar. Er það met á Bretlandseyjum er kemur að fjölda nýrra leikmanna í einum félagaskiptaglugga. Enska knattspyrnusambandið hefur áhyggjur af hversu margir utanaðkomandi aðilar komu að félagskiptunum. Sem stendur nær rannsókn sambandsins aðeins til gluggans síðasta sumar og hefur því engin áhrif á hvort leikmenn gangi til liðs við það í dag. Jón Daði skrifaði undir hjá Burton þann 16. janúar síðastliðinn þegar liðið sat sem fastast í fallsæti. Það birti til eftir að Selfyssingurinn mætti á svæðið. Samningur hans rann út í sumar og ákvað hann í kjölfarið að halda heim á leið þrátt fyrir að Burton hafi viljað bjóða honum nýjan samning. BBC greindi frá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í stig Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira