Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2025 11:01 Rúnar Kristinsson hefur mátt brosa yfir gengi Framara undanfarið. Hann er spenntur fyrir undanúrslitaleik dagsins. Vísir / Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að störfum við að ferja leikmenn liðsins frá flugvellinum á Ísafirði á hótel Framara í miðbænum þegar Vísir náði tali af honum á ellefta tímanum í morgun. Fram mætir Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Liðið var að lenda á Ísafirði eftir flug frá Reykjavík í morgun, svo er það smá göngutúr áður en við hittumst á hótelinu, borðum um ellefu leytið svo förum við upp á völl og undirbúum okkur fyrir leikinn. Þetta er allt saman bara mjög þægilegt og gott,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann kom sjálfur vestur í gær. „Ég fór af stað í gær, það var ekki nóg af sætum í vélinni fyrir okkur. Ég fórnaði mér í þetta, fór hérna í gærkvöldi og gisti og tók út staðinn. Það var voða notalegt, fallegt hérna og gott veður. Það verður glæsilegt að spila hérna í dag í fallegu veðri og vonandi verður fullt af fólki.“ Fram hefur ekki farið í bikarúrslit síðan árið 2013 og fáir í liðinu farið svo langt í keppninni. Rúnar sjálfur þekkir vel til, hafandi stýrt KR til bikartitils í þrígang; 2011, 2012 og 2014. Aðspurður um hvort sérstök stemning hafi verið á æfingum í vikunni segir Rúnar: „Auðvitað held ég að það sé mikil tilhlökkun í leikmönnum en við höfum reynt að halda spennustiginu niðri. Eðlilega er mikil spenna í hópnum þegar menn eiga möguleika á því að fara í bikarúrslit, þeir eru fáir sem hafa tekið þátt í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Það er draumur okkar og þessara drengja að koma Fram aftur í bikarúrslit.“ Framarar hafa verið á góðum skriði í Bestu deildinni og sitja í fjórða sæti, Vestramenn hafa aftur á móti tapað fjórum af síðustu fimm og gengið brösuglega undanfarið eftir góða byrjun. En hefur það áhrif í dag? „Ég held það ekki. Maður hefur oft stillt því upp þannig að þetta er nýtt mót og nýir möguleikar. Það eru bara ein úrslit sem koma þér áfram, það er bara sigur. Bikarkeppnin er skemmtileg hvað það varðar að þú færð bara eitt tækifæri í hvert skipti,“ segir Rúnar. Vestri og Fram mætast klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst beint hér á Vísi. Fram Vestri Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
„Liðið var að lenda á Ísafirði eftir flug frá Reykjavík í morgun, svo er það smá göngutúr áður en við hittumst á hótelinu, borðum um ellefu leytið svo förum við upp á völl og undirbúum okkur fyrir leikinn. Þetta er allt saman bara mjög þægilegt og gott,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann kom sjálfur vestur í gær. „Ég fór af stað í gær, það var ekki nóg af sætum í vélinni fyrir okkur. Ég fórnaði mér í þetta, fór hérna í gærkvöldi og gisti og tók út staðinn. Það var voða notalegt, fallegt hérna og gott veður. Það verður glæsilegt að spila hérna í dag í fallegu veðri og vonandi verður fullt af fólki.“ Fram hefur ekki farið í bikarúrslit síðan árið 2013 og fáir í liðinu farið svo langt í keppninni. Rúnar sjálfur þekkir vel til, hafandi stýrt KR til bikartitils í þrígang; 2011, 2012 og 2014. Aðspurður um hvort sérstök stemning hafi verið á æfingum í vikunni segir Rúnar: „Auðvitað held ég að það sé mikil tilhlökkun í leikmönnum en við höfum reynt að halda spennustiginu niðri. Eðlilega er mikil spenna í hópnum þegar menn eiga möguleika á því að fara í bikarúrslit, þeir eru fáir sem hafa tekið þátt í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Það er draumur okkar og þessara drengja að koma Fram aftur í bikarúrslit.“ Framarar hafa verið á góðum skriði í Bestu deildinni og sitja í fjórða sæti, Vestramenn hafa aftur á móti tapað fjórum af síðustu fimm og gengið brösuglega undanfarið eftir góða byrjun. En hefur það áhrif í dag? „Ég held það ekki. Maður hefur oft stillt því upp þannig að þetta er nýtt mót og nýir möguleikar. Það eru bara ein úrslit sem koma þér áfram, það er bara sigur. Bikarkeppnin er skemmtileg hvað það varðar að þú færð bara eitt tækifæri í hvert skipti,“ segir Rúnar. Vestri og Fram mætast klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst beint hér á Vísi.
Fram Vestri Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn