Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Agnar Már Másson skrifar 10. júlí 2025 22:55 Donald Trump skömmu eftir að hann var skotinn í eyrað. Getty Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra. Þetta tilkynnti bandaríska öryggisþjónustan í dag en starfsmennirnir komu allir að öryggisgæslu á kosningafundi þar sem vopnaður maður reyndi að myrða Donald Trump fyrir rétt tæpu ári. New York Times hefur eftir yfirlýsingu frá stofnuninni að starfsmönnunum verði vikið úr starfi í um 10 til 42 daga án launa. Ekki er gefin upp tímasetning á brottvikningunum eða nöfn fulltrúanna sem vikið er tímabundið úr starfi, með vísan til persónuverndarlaga. Allir sex hafi verið settir í takmörkuð störf eftir skotárásina meðan stofnunin framkvæmdi innri skoðun. Ungur lágtsettur fulltrúi sem var í öryggisteymi Trumps fær lengstu brottvísunina, samkvæmt heimildarmönnum Times. Sá fulltrúi sé einnig sá eini í þeirri öryggissveit sem vikið var úr starfi. Stofnunin hefur sætt mikilli gagnrýni síðan 20 ára gömlum manni tókst að skjóta nokkrum skotum að Trump er hann stóð við ræðuhöld á sviði á kosningafundi 13. júlí 2024 í Butler í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna. Þetta var fyrsta banatilræðið síðan 1981 þar sem sitjandi eða fyrrverandi forseti særist en kúla strauk eyra Trumps. Slökkviliðsmaðurinn Corey Comperatore lést í árásinni og tveir aðrir viðstaddir særðust. Árásarmaðurinn var felldur af öryggisþjónumönnum. Yfirmaður stofnunarinnar á þeim tíma, Kimberly A. Cheatle, sagði af sér skömmu síðar. Þingmenn hafa kallað eftir því að leiðtogar stofnunarinnar dragi þá til ábyrgðar sem hana bera. Annað banatilræði beindist að Trump í september, þegar hann var að spila golf í Flórídaríki. „Reynsla mín frá 13. júní hefur verið mér efst í huga,“ er haft eftir Sean M. Curran, forstjóra öryggisþjónustunnar, í yfirlýsingunni en hann var einmitt einn þeirra lífvarða sem stökku fyrir framan forsetann þegar skotárásin var gerð. Trump gerði Curran að forstjóra stofnunarinnar þegar hann steig aftur í embætti forseta. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Þetta tilkynnti bandaríska öryggisþjónustan í dag en starfsmennirnir komu allir að öryggisgæslu á kosningafundi þar sem vopnaður maður reyndi að myrða Donald Trump fyrir rétt tæpu ári. New York Times hefur eftir yfirlýsingu frá stofnuninni að starfsmönnunum verði vikið úr starfi í um 10 til 42 daga án launa. Ekki er gefin upp tímasetning á brottvikningunum eða nöfn fulltrúanna sem vikið er tímabundið úr starfi, með vísan til persónuverndarlaga. Allir sex hafi verið settir í takmörkuð störf eftir skotárásina meðan stofnunin framkvæmdi innri skoðun. Ungur lágtsettur fulltrúi sem var í öryggisteymi Trumps fær lengstu brottvísunina, samkvæmt heimildarmönnum Times. Sá fulltrúi sé einnig sá eini í þeirri öryggissveit sem vikið var úr starfi. Stofnunin hefur sætt mikilli gagnrýni síðan 20 ára gömlum manni tókst að skjóta nokkrum skotum að Trump er hann stóð við ræðuhöld á sviði á kosningafundi 13. júlí 2024 í Butler í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna. Þetta var fyrsta banatilræðið síðan 1981 þar sem sitjandi eða fyrrverandi forseti særist en kúla strauk eyra Trumps. Slökkviliðsmaðurinn Corey Comperatore lést í árásinni og tveir aðrir viðstaddir særðust. Árásarmaðurinn var felldur af öryggisþjónumönnum. Yfirmaður stofnunarinnar á þeim tíma, Kimberly A. Cheatle, sagði af sér skömmu síðar. Þingmenn hafa kallað eftir því að leiðtogar stofnunarinnar dragi þá til ábyrgðar sem hana bera. Annað banatilræði beindist að Trump í september, þegar hann var að spila golf í Flórídaríki. „Reynsla mín frá 13. júní hefur verið mér efst í huga,“ er haft eftir Sean M. Curran, forstjóra öryggisþjónustunnar, í yfirlýsingunni en hann var einmitt einn þeirra lífvarða sem stökku fyrir framan forsetann þegar skotárásin var gerð. Trump gerði Curran að forstjóra stofnunarinnar þegar hann steig aftur í embætti forseta.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“