Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Agnar Már Másson skrifar 10. júlí 2025 22:55 Donald Trump skömmu eftir að hann var skotinn í eyrað. Getty Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra. Þetta tilkynnti bandaríska öryggisþjónustan í dag en starfsmennirnir komu allir að öryggisgæslu á kosningafundi þar sem vopnaður maður reyndi að myrða Donald Trump fyrir rétt tæpu ári. New York Times hefur eftir yfirlýsingu frá stofnuninni að starfsmönnunum verði vikið úr starfi í um 10 til 42 daga án launa. Ekki er gefin upp tímasetning á brottvikningunum eða nöfn fulltrúanna sem vikið er tímabundið úr starfi, með vísan til persónuverndarlaga. Allir sex hafi verið settir í takmörkuð störf eftir skotárásina meðan stofnunin framkvæmdi innri skoðun. Ungur lágtsettur fulltrúi sem var í öryggisteymi Trumps fær lengstu brottvísunina, samkvæmt heimildarmönnum Times. Sá fulltrúi sé einnig sá eini í þeirri öryggissveit sem vikið var úr starfi. Stofnunin hefur sætt mikilli gagnrýni síðan 20 ára gömlum manni tókst að skjóta nokkrum skotum að Trump er hann stóð við ræðuhöld á sviði á kosningafundi 13. júlí 2024 í Butler í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna. Þetta var fyrsta banatilræðið síðan 1981 þar sem sitjandi eða fyrrverandi forseti særist en kúla strauk eyra Trumps. Slökkviliðsmaðurinn Corey Comperatore lést í árásinni og tveir aðrir viðstaddir særðust. Árásarmaðurinn var felldur af öryggisþjónumönnum. Yfirmaður stofnunarinnar á þeim tíma, Kimberly A. Cheatle, sagði af sér skömmu síðar. Þingmenn hafa kallað eftir því að leiðtogar stofnunarinnar dragi þá til ábyrgðar sem hana bera. Annað banatilræði beindist að Trump í september, þegar hann var að spila golf í Flórídaríki. „Reynsla mín frá 13. júní hefur verið mér efst í huga,“ er haft eftir Sean M. Curran, forstjóra öryggisþjónustunnar, í yfirlýsingunni en hann var einmitt einn þeirra lífvarða sem stökku fyrir framan forsetann þegar skotárásin var gerð. Trump gerði Curran að forstjóra stofnunarinnar þegar hann steig aftur í embætti forseta. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Þetta tilkynnti bandaríska öryggisþjónustan í dag en starfsmennirnir komu allir að öryggisgæslu á kosningafundi þar sem vopnaður maður reyndi að myrða Donald Trump fyrir rétt tæpu ári. New York Times hefur eftir yfirlýsingu frá stofnuninni að starfsmönnunum verði vikið úr starfi í um 10 til 42 daga án launa. Ekki er gefin upp tímasetning á brottvikningunum eða nöfn fulltrúanna sem vikið er tímabundið úr starfi, með vísan til persónuverndarlaga. Allir sex hafi verið settir í takmörkuð störf eftir skotárásina meðan stofnunin framkvæmdi innri skoðun. Ungur lágtsettur fulltrúi sem var í öryggisteymi Trumps fær lengstu brottvísunina, samkvæmt heimildarmönnum Times. Sá fulltrúi sé einnig sá eini í þeirri öryggissveit sem vikið var úr starfi. Stofnunin hefur sætt mikilli gagnrýni síðan 20 ára gömlum manni tókst að skjóta nokkrum skotum að Trump er hann stóð við ræðuhöld á sviði á kosningafundi 13. júlí 2024 í Butler í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna. Þetta var fyrsta banatilræðið síðan 1981 þar sem sitjandi eða fyrrverandi forseti særist en kúla strauk eyra Trumps. Slökkviliðsmaðurinn Corey Comperatore lést í árásinni og tveir aðrir viðstaddir særðust. Árásarmaðurinn var felldur af öryggisþjónumönnum. Yfirmaður stofnunarinnar á þeim tíma, Kimberly A. Cheatle, sagði af sér skömmu síðar. Þingmenn hafa kallað eftir því að leiðtogar stofnunarinnar dragi þá til ábyrgðar sem hana bera. Annað banatilræði beindist að Trump í september, þegar hann var að spila golf í Flórídaríki. „Reynsla mín frá 13. júní hefur verið mér efst í huga,“ er haft eftir Sean M. Curran, forstjóra öryggisþjónustunnar, í yfirlýsingunni en hann var einmitt einn þeirra lífvarða sem stökku fyrir framan forsetann þegar skotárásin var gerð. Trump gerði Curran að forstjóra stofnunarinnar þegar hann steig aftur í embætti forseta.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira