Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Agnar Már Másson skrifar 10. júlí 2025 22:55 Donald Trump skömmu eftir að hann var skotinn í eyrað. Getty Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra. Þetta tilkynnti bandaríska öryggisþjónustan í dag en starfsmennirnir komu allir að öryggisgæslu á kosningafundi þar sem vopnaður maður reyndi að myrða Donald Trump fyrir rétt tæpu ári. New York Times hefur eftir yfirlýsingu frá stofnuninni að starfsmönnunum verði vikið úr starfi í um 10 til 42 daga án launa. Ekki er gefin upp tímasetning á brottvikningunum eða nöfn fulltrúanna sem vikið er tímabundið úr starfi, með vísan til persónuverndarlaga. Allir sex hafi verið settir í takmörkuð störf eftir skotárásina meðan stofnunin framkvæmdi innri skoðun. Ungur lágtsettur fulltrúi sem var í öryggisteymi Trumps fær lengstu brottvísunina, samkvæmt heimildarmönnum Times. Sá fulltrúi sé einnig sá eini í þeirri öryggissveit sem vikið var úr starfi. Stofnunin hefur sætt mikilli gagnrýni síðan 20 ára gömlum manni tókst að skjóta nokkrum skotum að Trump er hann stóð við ræðuhöld á sviði á kosningafundi 13. júlí 2024 í Butler í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna. Þetta var fyrsta banatilræðið síðan 1981 þar sem sitjandi eða fyrrverandi forseti særist en kúla strauk eyra Trumps. Slökkviliðsmaðurinn Corey Comperatore lést í árásinni og tveir aðrir viðstaddir særðust. Árásarmaðurinn var felldur af öryggisþjónumönnum. Yfirmaður stofnunarinnar á þeim tíma, Kimberly A. Cheatle, sagði af sér skömmu síðar. Þingmenn hafa kallað eftir því að leiðtogar stofnunarinnar dragi þá til ábyrgðar sem hana bera. Annað banatilræði beindist að Trump í september, þegar hann var að spila golf í Flórídaríki. „Reynsla mín frá 13. júní hefur verið mér efst í huga,“ er haft eftir Sean M. Curran, forstjóra öryggisþjónustunnar, í yfirlýsingunni en hann var einmitt einn þeirra lífvarða sem stökku fyrir framan forsetann þegar skotárásin var gerð. Trump gerði Curran að forstjóra stofnunarinnar þegar hann steig aftur í embætti forseta. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Þetta tilkynnti bandaríska öryggisþjónustan í dag en starfsmennirnir komu allir að öryggisgæslu á kosningafundi þar sem vopnaður maður reyndi að myrða Donald Trump fyrir rétt tæpu ári. New York Times hefur eftir yfirlýsingu frá stofnuninni að starfsmönnunum verði vikið úr starfi í um 10 til 42 daga án launa. Ekki er gefin upp tímasetning á brottvikningunum eða nöfn fulltrúanna sem vikið er tímabundið úr starfi, með vísan til persónuverndarlaga. Allir sex hafi verið settir í takmörkuð störf eftir skotárásina meðan stofnunin framkvæmdi innri skoðun. Ungur lágtsettur fulltrúi sem var í öryggisteymi Trumps fær lengstu brottvísunina, samkvæmt heimildarmönnum Times. Sá fulltrúi sé einnig sá eini í þeirri öryggissveit sem vikið var úr starfi. Stofnunin hefur sætt mikilli gagnrýni síðan 20 ára gömlum manni tókst að skjóta nokkrum skotum að Trump er hann stóð við ræðuhöld á sviði á kosningafundi 13. júlí 2024 í Butler í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna. Þetta var fyrsta banatilræðið síðan 1981 þar sem sitjandi eða fyrrverandi forseti særist en kúla strauk eyra Trumps. Slökkviliðsmaðurinn Corey Comperatore lést í árásinni og tveir aðrir viðstaddir særðust. Árásarmaðurinn var felldur af öryggisþjónumönnum. Yfirmaður stofnunarinnar á þeim tíma, Kimberly A. Cheatle, sagði af sér skömmu síðar. Þingmenn hafa kallað eftir því að leiðtogar stofnunarinnar dragi þá til ábyrgðar sem hana bera. Annað banatilræði beindist að Trump í september, þegar hann var að spila golf í Flórídaríki. „Reynsla mín frá 13. júní hefur verið mér efst í huga,“ er haft eftir Sean M. Curran, forstjóra öryggisþjónustunnar, í yfirlýsingunni en hann var einmitt einn þeirra lífvarða sem stökku fyrir framan forsetann þegar skotárásin var gerð. Trump gerði Curran að forstjóra stofnunarinnar þegar hann steig aftur í embætti forseta.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira