Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2025 23:10 Fyrirhuguð flugstöð í Ilulissat. Kalaallit Airports/Greenland Airports Danska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd danska þingsins að veitt verði aukafjárveiting úr varasjóði danska ríkisins til flugvallagerðar á Grænlandi. Málið er sagt mjög brýnt en því var haldið leyndu þar til fyrir fáum dögum. Danska blaðið Jyllands-Posten greindi frá málinu í gær undir fyrirsögninni: Leynistyrkur. Flugvallagerð á Grænlandi í brýnni fjárþörf. Þar segir að fjármálaráðherra Danmerkur, Nicolai Wammen, hafi þann 18. júní síðastliðinn sent erindi vegna málsins til fjárlaganefndar þingsins. Sérstaklega hafi verið beðið um að farið væri með erindið sem trúnaðarmál til 2. júlí vegna fjárhagslegra hagsmuna flugvallafélags Grænlands, Greenland Airports. Frá framkvæmdum við flugvöllinn í Ilulissat. Núverandi flugbraut sést fjær en sú nýja til hægri.Mittarfeqarfiit/Greenland Airports Óskað er aukafjárveitingar til framkvæmda við nýja alþjóðaflugvöllinn í Ilulissat. Í skjalinu segir að „fjármögnunarþörfin sé brýn“, þar sem metið sé að grænlenska flugvallafélagið hafi ekki lengur möguleika á að taka viðskiptalán. Fram kemur að kostnaður við flugvallagerðina hafi reynst vanáætlaður. Komið hafi í ljós fjöldi rangra forsendna í viðskiptaáætlun félagsins, sem hafi leitt til þess að lánshæfismat Greenland Airports sé lægra en talið var. Fjármálaráðherrann fer fram á beinan styrk danska ríkisins til flugvallagerðarinnar upp á 400 milljónir danskra króna, andvirði 7,7 milljarða íslenskra. Auk þess er óskað allt að 1.140 milljóna króna lánsfjárábyrgðar, andvirði 22 milljarða íslenskra króna. Teikning af nýja flugvellinum í Ilulissat. Flugbrautin verður 2.200 metra löng.Grafík/Kalallit Airports. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem danska ríkisstjórnin þarf að hlaupa undir bagga með flugvallagerð Grænlendinga. Árið 2022 var lánsfjárábyrgð ríkissjóðs Danmerkur hækkuð úr sem nemur 6,8 milljörðum íslenskra króna upp í 11,5 milljarða íslenskra eftir að kostnaður við gerð nýju alþjóðaflugvallanna í Nuuk og Ilulissat fór fram úr áætlunum. Danska ríkið hafði áður veitt 1.600 milljónir danskra króna, andvirði 30 milljarða íslenskra, í fjárframlag til byggingar flugvallanna tveggja. Í þætti um Ilulissat frá árinu 2012 má sjá flugmenn á Dash 8 Q200-vél Flugfélags Íslands lenda á núverandi flugbraut, aðeins 850 metra langri. Alþjóðaflugvöllurinn í Nuuk var tekinn í notkun í nóvember 2024. Upphaflega áttu þeir að fylgjast að en núna er gert ráð fyrir að nýi flugvöllurinn í Ilulissat verði tilbúinn árið 2026. Danska ríkið á 33,3 prósent í Greenland Airports International, en grænlenska landsstjórnin á 66,6 prósenta eignarhlut. Myndband sem grænlenska flugvallafélagið lét gera um nýja flugvöllinn í Ilulissat sýnir meðal annars Icelandair-þotu við flugstöðina. Grænland Danmörk Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár. 30. maí 2024 13:05 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Danska blaðið Jyllands-Posten greindi frá málinu í gær undir fyrirsögninni: Leynistyrkur. Flugvallagerð á Grænlandi í brýnni fjárþörf. Þar segir að fjármálaráðherra Danmerkur, Nicolai Wammen, hafi þann 18. júní síðastliðinn sent erindi vegna málsins til fjárlaganefndar þingsins. Sérstaklega hafi verið beðið um að farið væri með erindið sem trúnaðarmál til 2. júlí vegna fjárhagslegra hagsmuna flugvallafélags Grænlands, Greenland Airports. Frá framkvæmdum við flugvöllinn í Ilulissat. Núverandi flugbraut sést fjær en sú nýja til hægri.Mittarfeqarfiit/Greenland Airports Óskað er aukafjárveitingar til framkvæmda við nýja alþjóðaflugvöllinn í Ilulissat. Í skjalinu segir að „fjármögnunarþörfin sé brýn“, þar sem metið sé að grænlenska flugvallafélagið hafi ekki lengur möguleika á að taka viðskiptalán. Fram kemur að kostnaður við flugvallagerðina hafi reynst vanáætlaður. Komið hafi í ljós fjöldi rangra forsendna í viðskiptaáætlun félagsins, sem hafi leitt til þess að lánshæfismat Greenland Airports sé lægra en talið var. Fjármálaráðherrann fer fram á beinan styrk danska ríkisins til flugvallagerðarinnar upp á 400 milljónir danskra króna, andvirði 7,7 milljarða íslenskra. Auk þess er óskað allt að 1.140 milljóna króna lánsfjárábyrgðar, andvirði 22 milljarða íslenskra króna. Teikning af nýja flugvellinum í Ilulissat. Flugbrautin verður 2.200 metra löng.Grafík/Kalallit Airports. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem danska ríkisstjórnin þarf að hlaupa undir bagga með flugvallagerð Grænlendinga. Árið 2022 var lánsfjárábyrgð ríkissjóðs Danmerkur hækkuð úr sem nemur 6,8 milljörðum íslenskra króna upp í 11,5 milljarða íslenskra eftir að kostnaður við gerð nýju alþjóðaflugvallanna í Nuuk og Ilulissat fór fram úr áætlunum. Danska ríkið hafði áður veitt 1.600 milljónir danskra króna, andvirði 30 milljarða íslenskra, í fjárframlag til byggingar flugvallanna tveggja. Í þætti um Ilulissat frá árinu 2012 má sjá flugmenn á Dash 8 Q200-vél Flugfélags Íslands lenda á núverandi flugbraut, aðeins 850 metra langri. Alþjóðaflugvöllurinn í Nuuk var tekinn í notkun í nóvember 2024. Upphaflega áttu þeir að fylgjast að en núna er gert ráð fyrir að nýi flugvöllurinn í Ilulissat verði tilbúinn árið 2026. Danska ríkið á 33,3 prósent í Greenland Airports International, en grænlenska landsstjórnin á 66,6 prósenta eignarhlut. Myndband sem grænlenska flugvallafélagið lét gera um nýja flugvöllinn í Ilulissat sýnir meðal annars Icelandair-þotu við flugstöðina.
Grænland Danmörk Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár. 30. maí 2024 13:05 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10
Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár. 30. maí 2024 13:05
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15