Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 13:50 Úkraínskur stórskotaliðsmaður á vígvellinum. Rússar nota nú ólögleg efnavopn gegn úkraínskum hermönnum í auknum mæli, að sögn evrópska leyniþjónustustofnana. Vísir/Getty Evrópskar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar noti nú ólögleg efnavopn oftar í hernaði sínum í Úkraínu en áður og hiki ekki við að nota hættulegri efni. Þær telja að herða þurfi á refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna þess. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 eftir að þeim var óspart beitt í skotgrafarhernaði fyrri heimstyrjaldarinnar. Samningur um bann við framleiðslu efnavopna árið 1992 bannaði þróun og geymslu slíkra vopna. Engu að síður hafa Rússar meðal annars notað dróna sem dreifa eitrinu klórópíkrín til þess að svæla úkraínska hermenn út úr skotgröfum sínum og gera þá að auðveldari skotmörkum. Klórópíkrín veldur andþrengslum en það getur verið banvænt ef því er beitt í miklu magni. Rússar hafa einnig notað hefðbundið táragas í miklum mæli. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi gert meira en níu þúsund efnavopnaárásir frá upphafi innrásarinnar árið 2022. Þrír hermenn hafi látist vegna eitursins sjálfs en mun fleiri hafi verið drepnir með hefðbundnum vopnum þegar þeir þurftu að fara úr skjóli. Leggja meiri áherslu á þróun efnavopna Hollenska og þýska leyniþjónustan gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem stofnanirnar sögðu Rússa nú grípa oftar til efnavopna og þeir noti sterkari efni en áður, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Við höfum orðið vör við vaxandi vilja til þess að nota slík vopn. Ógnin sem stafar af efnavopnaáætlun Rússlands fer fyrir vikið vaxandi,“ sagði Peter Reesink, yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar. Stjórnvöld í Kreml hafi fjárfest mikið í efnavopnaáætlun sinni að undanförnu. Hún leggi nú aukna áherslu á þróun efnavopna og hafi ráðið nýja vísindamenn til þess að starfa við hana. Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira
Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 eftir að þeim var óspart beitt í skotgrafarhernaði fyrri heimstyrjaldarinnar. Samningur um bann við framleiðslu efnavopna árið 1992 bannaði þróun og geymslu slíkra vopna. Engu að síður hafa Rússar meðal annars notað dróna sem dreifa eitrinu klórópíkrín til þess að svæla úkraínska hermenn út úr skotgröfum sínum og gera þá að auðveldari skotmörkum. Klórópíkrín veldur andþrengslum en það getur verið banvænt ef því er beitt í miklu magni. Rússar hafa einnig notað hefðbundið táragas í miklum mæli. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi gert meira en níu þúsund efnavopnaárásir frá upphafi innrásarinnar árið 2022. Þrír hermenn hafi látist vegna eitursins sjálfs en mun fleiri hafi verið drepnir með hefðbundnum vopnum þegar þeir þurftu að fara úr skjóli. Leggja meiri áherslu á þróun efnavopna Hollenska og þýska leyniþjónustan gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem stofnanirnar sögðu Rússa nú grípa oftar til efnavopna og þeir noti sterkari efni en áður, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Við höfum orðið vör við vaxandi vilja til þess að nota slík vopn. Ógnin sem stafar af efnavopnaáætlun Rússlands fer fyrir vikið vaxandi,“ sagði Peter Reesink, yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar. Stjórnvöld í Kreml hafi fjárfest mikið í efnavopnaáætlun sinni að undanförnu. Hún leggi nú aukna áherslu á þróun efnavopna og hafi ráðið nýja vísindamenn til þess að starfa við hana.
Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira