Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 21:00 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir var í löngu plönuðu fríi en sinnti vinnunni í fríiinu. Vísir/Vilhelm Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingkona Miðflokksins, taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann fyrir sig á Alþingi á meðan hún fór í tæplega tveggja vikna frí. Hún segist hafa verið í daglegum samskiptum við fyrsta varaþingmann en vegna óvissu um þinglok hafi hann ekki verið kallaður inn. Nanna Margrét mætti aftur til vinnu í gær og hefur frá þeim stigið um 30 sinnum upp í pontu til að ræða breytingar á veiðigjaldi og fjármálaáætlun 2026 til 2030. „Ég fór í frí sem var skipulagt löngu áður en þessar kosningar fóru fram og eftir að hefðbundnum þingfundatíma átti að vera lokið,“ segir Nanna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa verið í sambandi við varamann sinn og hafi sjálf verið tilbúin til að stíga inn. „Ég fylgdist með og var klárlega í fjarvinnu. Ég fylgdist með nánast hverri einustu ræðu. Þetta var lifandi á meðan því maður vissi ekki hvort þing yrði búið eftir einn dag, tvo daga eða þrjá daga. Það voru samningaviðræður í gangi. Ég hef farið áður og kallað inn varamenn en það var þegar hefðbundið þing var í gangi.“ Í stöðugu sambandi við varamann Hún segist hafa verið í sambandi við varamann um hvenær hann gæti mætt en svo hafi ekki komið til þess. Óvissan hafi verið mikil og enn verið að semja um þinglok og alltaf útlit fyrr að það væri að fara að takast. „Þetta var lifandi dag frá degi. Það koma líka til greina að ég færi heim og færi sjálf á þingið,“ segir hún og að auðvelt hafi verið fyrir hana að stökkva heim. Hún hafi unnið allan tímann sem hún hafi verið í fríi og verið tilbúin að kalla varamenn eða koma sjálf. „Það er kominn júlí, og það á ekki að vera þing í gangi en hér er ég samt. Þetta er aðeins öðruvísi en þegar venjulegt þing er í gangi. Þá ertu að meta þetta öðruvísi.“ Hún segir Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, og Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins, bæði hafa verið meðvituð um að hún væri á leið í frí og að hún hafi verið fjarverandi. Tekur þátt eins lengi og þörf er á Spurð um það að í þingskaparlögum komi fram að þingmenn skuli sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni segir Nanna áhugavert að fylgjast með þingmönnum sem mæta ekkert og ráðherrum sem séu mikið fjarverandi og kalli ekki inn varamenn. „Þegar það er venjulegt þing.“ Hún segist sjá fram á að vera í umræðum í nótt og eins lengi og þörf er á. „Þingið gæti verið búið á morgun, eða verið allan júlí. Ég sé bara fram á að vera hér í þingsal eða heima hjá mér að hlusta á ræður, út af því að þetta er aðeins öðruvísi. Ég mun allavega sinna minni vinnu.“ Kalla Birnu inn fyrir Áslaugu Fjallað var um það fyrr í dag að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að kalla inn á morgun varamann fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem er í leyfi frá þingstörfum í ár. Til skoðunar er hjá flokknum að kalla inn varamann fyrir Jón Gunnarsson þingmanna sama flokks sem sé á leið í frí. Þá var fjallað um það að á vef Morgunblaðsins í dag að fjórðungur þingmanna stjórnarflokkanna er ekki á þingi og er búinn að kalla inn varamann. Samanlagt séu stjórnarflokkarnir með 36 þingmenn en níu aðalmenn séu búnir að kalla inn varamenn. Það séu ýmsar ástæður fyrir því eins og veikindi, utanlandsferðir í opinberum tilgangi eða annað. Miðflokkurinn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Nanna Margrét mætti aftur til vinnu í gær og hefur frá þeim stigið um 30 sinnum upp í pontu til að ræða breytingar á veiðigjaldi og fjármálaáætlun 2026 til 2030. „Ég fór í frí sem var skipulagt löngu áður en þessar kosningar fóru fram og eftir að hefðbundnum þingfundatíma átti að vera lokið,“ segir Nanna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa verið í sambandi við varamann sinn og hafi sjálf verið tilbúin til að stíga inn. „Ég fylgdist með og var klárlega í fjarvinnu. Ég fylgdist með nánast hverri einustu ræðu. Þetta var lifandi á meðan því maður vissi ekki hvort þing yrði búið eftir einn dag, tvo daga eða þrjá daga. Það voru samningaviðræður í gangi. Ég hef farið áður og kallað inn varamenn en það var þegar hefðbundið þing var í gangi.“ Í stöðugu sambandi við varamann Hún segist hafa verið í sambandi við varamann um hvenær hann gæti mætt en svo hafi ekki komið til þess. Óvissan hafi verið mikil og enn verið að semja um þinglok og alltaf útlit fyrr að það væri að fara að takast. „Þetta var lifandi dag frá degi. Það koma líka til greina að ég færi heim og færi sjálf á þingið,“ segir hún og að auðvelt hafi verið fyrir hana að stökkva heim. Hún hafi unnið allan tímann sem hún hafi verið í fríi og verið tilbúin að kalla varamenn eða koma sjálf. „Það er kominn júlí, og það á ekki að vera þing í gangi en hér er ég samt. Þetta er aðeins öðruvísi en þegar venjulegt þing er í gangi. Þá ertu að meta þetta öðruvísi.“ Hún segir Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, og Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins, bæði hafa verið meðvituð um að hún væri á leið í frí og að hún hafi verið fjarverandi. Tekur þátt eins lengi og þörf er á Spurð um það að í þingskaparlögum komi fram að þingmenn skuli sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni segir Nanna áhugavert að fylgjast með þingmönnum sem mæta ekkert og ráðherrum sem séu mikið fjarverandi og kalli ekki inn varamenn. „Þegar það er venjulegt þing.“ Hún segist sjá fram á að vera í umræðum í nótt og eins lengi og þörf er á. „Þingið gæti verið búið á morgun, eða verið allan júlí. Ég sé bara fram á að vera hér í þingsal eða heima hjá mér að hlusta á ræður, út af því að þetta er aðeins öðruvísi. Ég mun allavega sinna minni vinnu.“ Kalla Birnu inn fyrir Áslaugu Fjallað var um það fyrr í dag að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að kalla inn á morgun varamann fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem er í leyfi frá þingstörfum í ár. Til skoðunar er hjá flokknum að kalla inn varamann fyrir Jón Gunnarsson þingmanna sama flokks sem sé á leið í frí. Þá var fjallað um það að á vef Morgunblaðsins í dag að fjórðungur þingmanna stjórnarflokkanna er ekki á þingi og er búinn að kalla inn varamann. Samanlagt séu stjórnarflokkarnir með 36 þingmenn en níu aðalmenn séu búnir að kalla inn varamenn. Það séu ýmsar ástæður fyrir því eins og veikindi, utanlandsferðir í opinberum tilgangi eða annað.
Miðflokkurinn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira