Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júlí 2025 10:28 Lia Thomas árið 2022. Við hlið hennar stendur sundkonan Riley Gaines, sem hefur barist gegn þátttöku trans kvenna í íþróttum á grundvelli aflsmunar. Getty/Icon Sportwire/Rich von Biberstein Stjórnendur University of Pennsylvania í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að þeir hefðu komist að samkomulagi við stjórnvöld um að takmarka þátttöku trans kvenna í íþróttum. Samkomulagið tengist niðurstöðum rannsóknar menntamálráðuneytisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að háskólinn hefði brotið gegn lögum um jafnræði kynjanna þegar trans konunni Liu Thomas var heimilað að synda í keppnum fyrir hönd skólans. J. Larry Jameson, forseti Penn, ítrekaði í yfirlýsingu að háskólinn hefði verið í fullum rétti miðað við það hvernig lögin voru túlkuð á sínum tíma. Sú túlkun hefur breyst eftir að Donald Trump tók aftur við embætti Bandaríkjaforseta en nú virðast stjórnvöld leggja meiri áherslu á að jafna hlut kvenna gagnvart trans konum en að jafna hlut þeirra gagnvart körlum. Hugtökin „kona“ og „karl“ eru ennfremur skilgreint þröngt, út frá líffræðilegu kyni við fæðingu. Menntamálaráðherrann Linda McMahon sagði í yfirlýsingu að samkomulagið væri „mikill sigur fyrir konur og stúlkur, ekki bara við Pennsylvaníu-háskóla heldur á landsvísu“. Hrósaði hún skólastjórnendum fyrir að „leiðrétta“ gamlar syndir gegn konum og stúlkum. Þess ber að geta að stjórnvöld greindu frá því í mars að skólinn yrði sviptur 175 milljón dala fjárframlagi til rannsókna. Ekki hefur verið greint frá því hvort framlagið verður greitt í kjölfar samkomulagsins. Það vakti gríðarmikla athygli og bæði fögnuð og fordæmingu þegar Thomas vann National Collegiate Athletic Association titil í kvennaflokki árið 2022, eftir að hafa áður keppt með karlaliði skólans. Athygli vekur að búið er að taka út þrjú met sem Thomas setti í kvennaflokki á heimasíðu Penn en greint er frá þeim í neðanmálsgrein, samkvæmt New York Times. Fréttastofa gat ekki komist inn á umrædda síðu þegar það var reynt. Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Samkomulagið tengist niðurstöðum rannsóknar menntamálráðuneytisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að háskólinn hefði brotið gegn lögum um jafnræði kynjanna þegar trans konunni Liu Thomas var heimilað að synda í keppnum fyrir hönd skólans. J. Larry Jameson, forseti Penn, ítrekaði í yfirlýsingu að háskólinn hefði verið í fullum rétti miðað við það hvernig lögin voru túlkuð á sínum tíma. Sú túlkun hefur breyst eftir að Donald Trump tók aftur við embætti Bandaríkjaforseta en nú virðast stjórnvöld leggja meiri áherslu á að jafna hlut kvenna gagnvart trans konum en að jafna hlut þeirra gagnvart körlum. Hugtökin „kona“ og „karl“ eru ennfremur skilgreint þröngt, út frá líffræðilegu kyni við fæðingu. Menntamálaráðherrann Linda McMahon sagði í yfirlýsingu að samkomulagið væri „mikill sigur fyrir konur og stúlkur, ekki bara við Pennsylvaníu-háskóla heldur á landsvísu“. Hrósaði hún skólastjórnendum fyrir að „leiðrétta“ gamlar syndir gegn konum og stúlkum. Þess ber að geta að stjórnvöld greindu frá því í mars að skólinn yrði sviptur 175 milljón dala fjárframlagi til rannsókna. Ekki hefur verið greint frá því hvort framlagið verður greitt í kjölfar samkomulagsins. Það vakti gríðarmikla athygli og bæði fögnuð og fordæmingu þegar Thomas vann National Collegiate Athletic Association titil í kvennaflokki árið 2022, eftir að hafa áður keppt með karlaliði skólans. Athygli vekur að búið er að taka út þrjú met sem Thomas setti í kvennaflokki á heimasíðu Penn en greint er frá þeim í neðanmálsgrein, samkvæmt New York Times. Fréttastofa gat ekki komist inn á umrædda síðu þegar það var reynt.
Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira