Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júní 2025 15:01 Sigurbjörn fann vel fyrir nærveru Caulkers á dögunum og saga hans í Stúkunni í gær vakti mikla lukku. Getty/Sýn Sport Þeir Albert Brynjar Ingason og Sigurbjörn Hreiðarsson segjast spenntir fyrir því að sjá Englendinginn Steven Caulker í búningi Stjörnunnar í Bestu deild karla í sumar. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni koma hingað til lands. Stjarnan tilkynnti um komu Caulker til liðsins í vikunni en koma hans í Garðabæinn hafði legið í loftinu um hríð. Caulker fær leikheimild um miðjan mánuðinn þegar félagsskiptaglugginn opnar. Guðmundur Benediktsson spurði þá Albert og Sigurbjörn í Stúkunni í gærkvöld hvort hann myndi styrkja lið Stjörnumanna. „Alveg klárlega. Hann spilaði 33 leiki í B-deildinni í Tyrklandi í fyrra“ sagði Albert umsvifalaust. Sigurbjörn tók þá við boltanum og segist hafa fundið verulega fyrir nærveru Caulkers á dögunum. „Ég held það. Það er svo mikill presence af honum. Ég gekk þarna á hann, hann var eins og ísskápur. Hann var þarna við hliðina á mér. Hann er svo mikill og stór og svo stór nærvera – mér leið bara eins og þegar ég hitti (Nikolaj) Karabatic í Frakklandi í Lindex – þar inni var bara eins og það væri ísskápur við hliðina á mér. Þetta er ekkert smá stykki,“ sagði Sigurbjörn. Svipuð holning á þessum og Caulker.Lars Baron/Getty Images Þeir Guðmundur og Albert furðuðu sig á því að Sigurbjörn hefði rekist á Karabatic í verslun Lindex af öllum stöðum og skellihlóu. „Það þarf eitthvað að fínpússa þessa sögu,“ sagði Albert léttur. Enska úrvalsdeildin innan tíu ára Caulker er hins vegar kominn til Íslands með háleit markmið. Hann samdi við Stjörnuna til eins og hálfs árs og mun sinna töluverðri þjálfun, bæði sem aðstoðarþjálfari aðalliðsins, og með yngri flokkum liðsins. Klippa: Stórskemmtileg umræða Stúkunnar um Caulker Hann var til að mynda með æfingu á Samsung-vellinum strax og leik Stjörnunnar og Breiðabliks lauk í vikunni. „Hann var þarna færandi mörk og ætlaði að ýta Subway-skúrnum okkar út af vellinum,“ sagði Albert Brynjar. „Hann virkar mikill skrokkur og það verður rosalega gaman að sjá hann,“ segir Sigurbjörn. Þá var snert á því að Caulker eigi sér stór markmið í þjálfun og stefni á að vera orðinn aðalþjálfari í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára. Vinnan í átt að því markmiði hefst í Garðabæ. Fleira kemur fram í stórskemmtilegri umræðu Stúkunnar sem sjá má í spilaranum að ofan. Besta deild karla Stúkan Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Stjarnan tilkynnti um komu Caulker til liðsins í vikunni en koma hans í Garðabæinn hafði legið í loftinu um hríð. Caulker fær leikheimild um miðjan mánuðinn þegar félagsskiptaglugginn opnar. Guðmundur Benediktsson spurði þá Albert og Sigurbjörn í Stúkunni í gærkvöld hvort hann myndi styrkja lið Stjörnumanna. „Alveg klárlega. Hann spilaði 33 leiki í B-deildinni í Tyrklandi í fyrra“ sagði Albert umsvifalaust. Sigurbjörn tók þá við boltanum og segist hafa fundið verulega fyrir nærveru Caulkers á dögunum. „Ég held það. Það er svo mikill presence af honum. Ég gekk þarna á hann, hann var eins og ísskápur. Hann var þarna við hliðina á mér. Hann er svo mikill og stór og svo stór nærvera – mér leið bara eins og þegar ég hitti (Nikolaj) Karabatic í Frakklandi í Lindex – þar inni var bara eins og það væri ísskápur við hliðina á mér. Þetta er ekkert smá stykki,“ sagði Sigurbjörn. Svipuð holning á þessum og Caulker.Lars Baron/Getty Images Þeir Guðmundur og Albert furðuðu sig á því að Sigurbjörn hefði rekist á Karabatic í verslun Lindex af öllum stöðum og skellihlóu. „Það þarf eitthvað að fínpússa þessa sögu,“ sagði Albert léttur. Enska úrvalsdeildin innan tíu ára Caulker er hins vegar kominn til Íslands með háleit markmið. Hann samdi við Stjörnuna til eins og hálfs árs og mun sinna töluverðri þjálfun, bæði sem aðstoðarþjálfari aðalliðsins, og með yngri flokkum liðsins. Klippa: Stórskemmtileg umræða Stúkunnar um Caulker Hann var til að mynda með æfingu á Samsung-vellinum strax og leik Stjörnunnar og Breiðabliks lauk í vikunni. „Hann var þarna færandi mörk og ætlaði að ýta Subway-skúrnum okkar út af vellinum,“ sagði Albert Brynjar. „Hann virkar mikill skrokkur og það verður rosalega gaman að sjá hann,“ segir Sigurbjörn. Þá var snert á því að Caulker eigi sér stór markmið í þjálfun og stefni á að vera orðinn aðalþjálfari í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára. Vinnan í átt að því markmiði hefst í Garðabæ. Fleira kemur fram í stórskemmtilegri umræðu Stúkunnar sem sjá má í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Stúkan Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira