Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2025 19:21 Mikill fjöldi tók þátt í göngunni í dag. Vísir/AP Tugir þúsunda tóku þátt í baráttugöngu fyrir réttindum hinsegin fólks sem fram fór í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands í dag, í trássi við vilja stjórnvalda þar í landi sem gáfu ekki leyfi fyrir göngunni. Nokkuð bakslag hefur orðið í réttindum hinsegin fólks í stjórnartíð Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, en stjórn hans hefur hótað lagalegum aðgerðum gegn aðgerðarsinnum fyrir réttindum hinsegin fólks og gætu þátttakendur átt sekt yfir höfði sér fyrir það eitt að taka þátt í göngunni. Sýna samstöðu með hinsegin fólki í Ungverjalandi Hópur frá Samtökunum 78 á Íslandi var meðal þátttakenda í göngunni, þeirra á meðal Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna. „Við erum hérna til þess að taka þátt í Búdapest-Pride sem er haldið núna í þrítugasta skiptið, en með dálítið öðru sniði en undanfarin ár vegna þess að það má segja að þetta séu sannarlega mótmæli vegna þess að gangan var gerð ólögleg fyrr á þessu ári,“ segir Bjarndís sem var stödd í miðri göngunni þegar fréttastofa náði af henni tali fyrr í dag. Hinsegin mótmælagöngunni mótmælt „Við höfum orðið vör við andmótmælendur og við höfum orðið vör við lögregluna. Lögreglan virðist vera meira í því hlutverki að verja þessa andmótmælendur frekar en að verja gönguna sem slíka, en við höfum ekki orðið fyrir neinu ónæði af því. Hér eru óstaðfestar fréttir um að hér séu yfir hundrað þúsund manns sem er náttúrlega talsvert fleira en einhverjir mótmælendur. Sem segir okkur svo rosa mikið um það hvaða gildi þessi ganga hefur,“ segir Bjarndís. Gleðin var við völd í Búdapest þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda.AP/Rudolf Karancsi Íslenski hópurinn, líkt og aðrir þátttakendur göngunnar segir aldrei hafa komið til greina að láta hótanir stjórnvalda um mögulegar sektir stöðva sig. Mikill hugur er í fólki að sögn Bjarndísar, fagnaðarlæti brutust reglulega út og mikil samheldni ríkjandi á svæðinu þrátt fyrir mótbárur stjórnvalda. Ólíkt landsstjórninni í Ungverjalandi hefur borgarstjórinn í Búdapest staðið með skipuleggjendum göngunnar. „Ég myndi segja að það væri góð stemning og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bjarndís. Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. 25. júní 2025 12:01 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Nokkuð bakslag hefur orðið í réttindum hinsegin fólks í stjórnartíð Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, en stjórn hans hefur hótað lagalegum aðgerðum gegn aðgerðarsinnum fyrir réttindum hinsegin fólks og gætu þátttakendur átt sekt yfir höfði sér fyrir það eitt að taka þátt í göngunni. Sýna samstöðu með hinsegin fólki í Ungverjalandi Hópur frá Samtökunum 78 á Íslandi var meðal þátttakenda í göngunni, þeirra á meðal Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna. „Við erum hérna til þess að taka þátt í Búdapest-Pride sem er haldið núna í þrítugasta skiptið, en með dálítið öðru sniði en undanfarin ár vegna þess að það má segja að þetta séu sannarlega mótmæli vegna þess að gangan var gerð ólögleg fyrr á þessu ári,“ segir Bjarndís sem var stödd í miðri göngunni þegar fréttastofa náði af henni tali fyrr í dag. Hinsegin mótmælagöngunni mótmælt „Við höfum orðið vör við andmótmælendur og við höfum orðið vör við lögregluna. Lögreglan virðist vera meira í því hlutverki að verja þessa andmótmælendur frekar en að verja gönguna sem slíka, en við höfum ekki orðið fyrir neinu ónæði af því. Hér eru óstaðfestar fréttir um að hér séu yfir hundrað þúsund manns sem er náttúrlega talsvert fleira en einhverjir mótmælendur. Sem segir okkur svo rosa mikið um það hvaða gildi þessi ganga hefur,“ segir Bjarndís. Gleðin var við völd í Búdapest þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda.AP/Rudolf Karancsi Íslenski hópurinn, líkt og aðrir þátttakendur göngunnar segir aldrei hafa komið til greina að láta hótanir stjórnvalda um mögulegar sektir stöðva sig. Mikill hugur er í fólki að sögn Bjarndísar, fagnaðarlæti brutust reglulega út og mikil samheldni ríkjandi á svæðinu þrátt fyrir mótbárur stjórnvalda. Ólíkt landsstjórninni í Ungverjalandi hefur borgarstjórinn í Búdapest staðið með skipuleggjendum göngunnar. „Ég myndi segja að það væri góð stemning og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bjarndís.
Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. 25. júní 2025 12:01 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. 25. júní 2025 12:01