Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 15:30 Maðurinn er sagður hafa verið í geðrofi þegar árásirnar áttu sér stað. Lögreglan í Lundúnum Breskur maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar til fjörutíu ára að lágmarki fyrir að myrða ungan strák með samúræjasverði í apríl á síðasta ári. Hinn 37 ára Marcus Arduini Monzo veittist að hinum fjórtán ára Daniel Anjorin og hjó hann til bana skömmu eftir að drengurinn lagði af stað í skólann í Hainault-hverfi Lundúnaborgar. Fjölmiðlar lýstu atvikinu sem tuttugu mínútna berserksgang þar sem Monzo gekk um hverfið og mundaði samúræjasverð og ógnaði og veittist að íbúum þar til lögregla yfirbugaði hann. Guardian greinir frá. Dómsuppkvaðningin var sýnd í beinni útsendingu en Monzo var auk morðsins hrottalega á Daniel Anjorin gefið að sök að hafa ráðist á þrjá aðra borgara og tvo lögreglumenn með sverðið í hendi. Djúpur skurður frá munnvikum aftur á hnakka Ebenezer Anjorin, faðir Daniels, hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir sonarmissinn martröð. „30. apríl þegar klukkan var um sjö lagði Daniel af stað í skólann. Þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í átta lét elsti sonur minn vita af því að Daniel hefði verið stunginn á veginum skammt undan heimili mínu. Ég þaut út og rétt handan við veginn sá ég lík í keng við vegkantinn. Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu að þarna lægi Daniel en eftir því sem ég nálgaðist lagði ég kennsl á íþróttagallann og sá andlit hans,“ sagði hann. „Hann lá í blóðpolli og var með djúpan skurð á andlitinu frá minnvikinu og aftur á hnakkann. Hann lá kyrr. Ég vissi um leið að hann var dáinn, en ég tók utan um hann, kallaði nafn hans og hélt um höfuð hans,“ sagði hann svo. Við dómsuppkvaðninguna vakti Bennathan dómari athygli á því hve yfirveguð og virðuleg framkoma Ebenezer Anjorin og fjölskyldu hefði verið á meðan málsmeðferðinni stóð. Hann sagði enga refsingu geta mildað sorg fjölskyldunnar. Hjó í tvo lögreglumenn og ók yfir annan Monzo ók flutningabíl, sem hann hafði atvinnu af, yfir Donato Iwule snemma þennan morgun sem hljóp undan þegar Monzo steig úr bílnum, mundaði samúræjasverðið og veitti honum eftirför. Þá kom hann aftan að hinum fjórtán ára Daniel og myrti hann. Lögreglukona gerði þá tilraun til að taka hann höndum en hann hjó að henni ítrekað og særði hana alvarlega. Þá braust hann inn á heimili ungra hjóna sem sváfu ásamt ungbarni sínu. Það var þá sem lögreglumanni tókst að króa hann af í bílastæðahúsi og veittist að Monzo með kylfu og hlaut sár af. Á endanum tókst lögreglumönnum að yfirbuga og handtaka Monzo sem var að sögn lögreglu í geðrofi af völdum mikillar kannabisneyslu. Hann var dæmdur fyrir morðið á Daniel Anjorin, alvarlega líkamsárás á lögreglumönnunum tveimur, og morðtilraunir gegn Iwule og hjónunum ungu. Þar að auki var hann dæmdur fyrir rán og að hafa sverð í fórum sínum. Bretland Erlend sakamál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Hinn 37 ára Marcus Arduini Monzo veittist að hinum fjórtán ára Daniel Anjorin og hjó hann til bana skömmu eftir að drengurinn lagði af stað í skólann í Hainault-hverfi Lundúnaborgar. Fjölmiðlar lýstu atvikinu sem tuttugu mínútna berserksgang þar sem Monzo gekk um hverfið og mundaði samúræjasverð og ógnaði og veittist að íbúum þar til lögregla yfirbugaði hann. Guardian greinir frá. Dómsuppkvaðningin var sýnd í beinni útsendingu en Monzo var auk morðsins hrottalega á Daniel Anjorin gefið að sök að hafa ráðist á þrjá aðra borgara og tvo lögreglumenn með sverðið í hendi. Djúpur skurður frá munnvikum aftur á hnakka Ebenezer Anjorin, faðir Daniels, hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir sonarmissinn martröð. „30. apríl þegar klukkan var um sjö lagði Daniel af stað í skólann. Þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í átta lét elsti sonur minn vita af því að Daniel hefði verið stunginn á veginum skammt undan heimili mínu. Ég þaut út og rétt handan við veginn sá ég lík í keng við vegkantinn. Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu að þarna lægi Daniel en eftir því sem ég nálgaðist lagði ég kennsl á íþróttagallann og sá andlit hans,“ sagði hann. „Hann lá í blóðpolli og var með djúpan skurð á andlitinu frá minnvikinu og aftur á hnakkann. Hann lá kyrr. Ég vissi um leið að hann var dáinn, en ég tók utan um hann, kallaði nafn hans og hélt um höfuð hans,“ sagði hann svo. Við dómsuppkvaðninguna vakti Bennathan dómari athygli á því hve yfirveguð og virðuleg framkoma Ebenezer Anjorin og fjölskyldu hefði verið á meðan málsmeðferðinni stóð. Hann sagði enga refsingu geta mildað sorg fjölskyldunnar. Hjó í tvo lögreglumenn og ók yfir annan Monzo ók flutningabíl, sem hann hafði atvinnu af, yfir Donato Iwule snemma þennan morgun sem hljóp undan þegar Monzo steig úr bílnum, mundaði samúræjasverðið og veitti honum eftirför. Þá kom hann aftan að hinum fjórtán ára Daniel og myrti hann. Lögreglukona gerði þá tilraun til að taka hann höndum en hann hjó að henni ítrekað og særði hana alvarlega. Þá braust hann inn á heimili ungra hjóna sem sváfu ásamt ungbarni sínu. Það var þá sem lögreglumanni tókst að króa hann af í bílastæðahúsi og veittist að Monzo með kylfu og hlaut sár af. Á endanum tókst lögreglumönnum að yfirbuga og handtaka Monzo sem var að sögn lögreglu í geðrofi af völdum mikillar kannabisneyslu. Hann var dæmdur fyrir morðið á Daniel Anjorin, alvarlega líkamsárás á lögreglumönnunum tveimur, og morðtilraunir gegn Iwule og hjónunum ungu. Þar að auki var hann dæmdur fyrir rán og að hafa sverð í fórum sínum.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“