Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júní 2025 18:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er stödd í Haag á leiðtogafundi NATO. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. Eftir bæði utanríkisráðherrafundinn í gær og leiðtogafundinn í dag segist Þorgerður finna fyrir mikilli samstöðu meðal þjóðanna. Hún fór yfir efni fundanna og helstu mál þeirra í Reykjavík síðdegis í dag. „Þá var rosalega gott að hlusta á okkar bandalagsþjóðir frekar undirstrika samstöðu og samtakamátt, vilja til að gera betur og líka ákveðið raunsæi á þá stöðu sem er núna í heimsmálunum. Mér fannst gott að heyra bæði Bandaríkjaforseta tala á þessum nótum en líka aðrar þjóðir sem eru stórar og skipta miklu máli.“ Þú hittir Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna? „Já, ég náði reyndar líka að taka í spaðann á honum Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það.“ Þorgerður segist hafa helst rætt samheldni og samstöðu við Rubio. Hún og Kristrún voru einnig meðal þjóðarfulltrúa sem biðluðu til Trump að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. „Ísland stendur sem fyrr með sínum gildum um mannúð og að rétta þeim ríkjum og hópum hjálparhönd sem búa við neyðarástand. Það er ljóst að það þarf að reyna að byggja undir vopnahlé. Við vonum að Bandaríkin muni gera það sem þau geta til að koma á vopnahléi á svæðinu. Bæði vegna átakanna milli Íran og Ísraels en ekki síður að það verði í þágu íbúanna á Gasa.“ Ekki að leggja inn á bankabók hjá NATO Þorgerður segir varnarbandalagið NATO standa sterkar en það gerði fyrir sex mánuðum. Þá sé ríkur skilningur á því að kröfur til Íslands séu ekki þær sömu í tengslum við varnarframlög og til annarra þjóða innan bandalagsins. „En það þýðir ekki að það séu ekki gerðar kröfur til okkar við að byggja upp og taka þátt í að efla öryggi og varnir bandalagsríkjanna og Atlandshafsbandalagsins. Og á endanum erum við alltaf í þessu fyrir frið og frelsi.“ Þorgerður, Kristrún og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra greindu frá því í skoðanagrein á Vísi í dag að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt. „Þetta tekur tíma, þetta mun taka að minnsta kosti tíu ár. Við erum þegar að uppfylla hluta af þessu. Við erum að setja fjármuni í varnartengd verkefni, hvort sem það er í gegnum Landhelgisgæsluna, CERT-IS, ríkislögreglustjóra og sérsveitina. Ýmsa aðra innviðauppbyggingu og svo framvegis. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og við megum heldur ekki gleyma því að fjárfesting í öryggi og vörnum fyrir okkur er ekki þannig að við erum að leggja þetta inn á einhverja bankabók hjá NATO. Við erum að fjárfesta í íslenskum innviðum, í efnahagsmálum þannig að sá partur verður að mestu leyti innan okkar hagkerfis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. NATO Utanríkismál Bylgjan Öryggis- og varnarmál Donald Trump Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Reykjavík síðdegis Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Eftir bæði utanríkisráðherrafundinn í gær og leiðtogafundinn í dag segist Þorgerður finna fyrir mikilli samstöðu meðal þjóðanna. Hún fór yfir efni fundanna og helstu mál þeirra í Reykjavík síðdegis í dag. „Þá var rosalega gott að hlusta á okkar bandalagsþjóðir frekar undirstrika samstöðu og samtakamátt, vilja til að gera betur og líka ákveðið raunsæi á þá stöðu sem er núna í heimsmálunum. Mér fannst gott að heyra bæði Bandaríkjaforseta tala á þessum nótum en líka aðrar þjóðir sem eru stórar og skipta miklu máli.“ Þú hittir Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna? „Já, ég náði reyndar líka að taka í spaðann á honum Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það.“ Þorgerður segist hafa helst rætt samheldni og samstöðu við Rubio. Hún og Kristrún voru einnig meðal þjóðarfulltrúa sem biðluðu til Trump að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. „Ísland stendur sem fyrr með sínum gildum um mannúð og að rétta þeim ríkjum og hópum hjálparhönd sem búa við neyðarástand. Það er ljóst að það þarf að reyna að byggja undir vopnahlé. Við vonum að Bandaríkin muni gera það sem þau geta til að koma á vopnahléi á svæðinu. Bæði vegna átakanna milli Íran og Ísraels en ekki síður að það verði í þágu íbúanna á Gasa.“ Ekki að leggja inn á bankabók hjá NATO Þorgerður segir varnarbandalagið NATO standa sterkar en það gerði fyrir sex mánuðum. Þá sé ríkur skilningur á því að kröfur til Íslands séu ekki þær sömu í tengslum við varnarframlög og til annarra þjóða innan bandalagsins. „En það þýðir ekki að það séu ekki gerðar kröfur til okkar við að byggja upp og taka þátt í að efla öryggi og varnir bandalagsríkjanna og Atlandshafsbandalagsins. Og á endanum erum við alltaf í þessu fyrir frið og frelsi.“ Þorgerður, Kristrún og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra greindu frá því í skoðanagrein á Vísi í dag að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt. „Þetta tekur tíma, þetta mun taka að minnsta kosti tíu ár. Við erum þegar að uppfylla hluta af þessu. Við erum að setja fjármuni í varnartengd verkefni, hvort sem það er í gegnum Landhelgisgæsluna, CERT-IS, ríkislögreglustjóra og sérsveitina. Ýmsa aðra innviðauppbyggingu og svo framvegis. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og við megum heldur ekki gleyma því að fjárfesting í öryggi og vörnum fyrir okkur er ekki þannig að við erum að leggja þetta inn á einhverja bankabók hjá NATO. Við erum að fjárfesta í íslenskum innviðum, í efnahagsmálum þannig að sá partur verður að mestu leyti innan okkar hagkerfis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
NATO Utanríkismál Bylgjan Öryggis- og varnarmál Donald Trump Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Reykjavík síðdegis Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“